Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 8
HOFUDBORGA
Bragi Guömundsson
Höfundw meðal þáttlakenda.
Ráðstefna félagsdeilda bóka-
gerðannanna í höfiiðborgum Norð-
urlandanna var haldin dagana
8.-11. september síðastliðinn í
Svíþjóð og var fulltrúi FBM á
fundinum Bragi Guðmundsson en
Magnús Einar Sigurðsson túlkaði.
Þátttakendur hittust á skrifstofu
Grafiska Fackföreningen í Stokk-
hólmi. Þegar fólk var búið að
heilsast og nærast var lagt af stað
í rútubíl til Hótel Havsbaden i
Grisslehamn.
Fundurinn hófst með því að
þátttakendur kynntu sig og aóild-
arlöndin fluttu stuttar skýrslur um
stöðu mála heima fyrir.
Simon Togem frá HK-Kaup-
mannahöfn, deild 5, greindi frá
stöðu mála hjá HK. Þann 4. októ-
ber 2003 verður stofnaður nýr
geiri úr HK-Industri og HK-
Service og verður það stærsti geir-
inn innan HK með um 157.000
félagsmönnum. Þá greindi hann
frá vinnudeilu sem átti sér stað
vegna kjara nema í prentiðnaði, en
atvinnurekendur reyndu að rýra
kjör þeirra nema sem tilheyrðu
prentiðnaðinum til samræmis við
kjör þeirra nema sem tilheyrðu
„skrifstofu“-geiranum. Þessari að-
för atvinnurekenda var hmndið.
Fulltrúi FBM greindi frá stöðu
mála hér heima, m.a. stöðu samn-
ingamála, fyrirhuguðum kosning-
um um aðild FBM að ASÍ og að
Félag grafiskra teiknara hefði
gengið til liðs við FBM.
1 máli Norömanna kom m.a.
fram að framundan em sveitar-
stjómarkosningar og virðist sem
vinstri flokkamir eigi á brattann
að sækja. Þá kom fram að félagið
boðaði til löglegs verkfalls hjá fyr-
irtækinu „HS-Trykk AS“ í Osló
vegna þess að það neitaði að frarn-
lengja samninga. Ekki kom til
lausnar í þessu máli þar sem fyr-
irtækið var lagt niður. Þá kom
fram að félagið á við mikla fjár-
hagserfiðleika að stríða. Em þeir
m.a. raktir til fækkunar félags-
manna auk útgjaldapósts í sam-
bandi við eftirlaunagreiðslur. I
gangi er átak til að fjölga félags-
mönnum.
Talsvert hefúr verið um gjald-
þrot og uppsagnir hjá þeiin og er
atvinnuleysið nú um 13%.
Fram kom hjá Finnum að í nóv-
ember 2002 voru gerðir heildar-
samningar á milli aðila vinnu-
markaðarins auk þess sem stjórn-
völd vom inni í samningsgerðinni.
Samningurinn gildir fyrir árin
2003 og 2004 og felur m.a. í sér
3% launahækkun fyrra árið og
2,2 % hækkun seinna árið. Þá var
samið um að setja á laggimar
nefnd sem hefði það hlutverk að
laga vinnutímann að þörfurn Qöl-
skyldnanna. Þá var samið um að
þróa atvinnulífíð svo það yrði
manneskjulegra, svo og að vernda
og bæta fagþekkingu. Þá greindu
Finnar frá pólitíska ástandinu i
landinu eftir afsögn forsætisráð-
herrans. Ennfremur var greint frá
því að sameining prentiðnaðarfýr-
irtækja heldur áfram og vinnu-
stöðum fækkar. Framleiðsla hefur
minnkað mikið í byrjun ársins. I
sumar hefúr ástandið batnað en
þrátt fyrir það virðist atvinnuleysið
verða um 10%. I Helsinkideildinni
hefur félagsfólki fækkað úr 8250
árið 1995 í 6325 í ágúst 2003.
Svíar greindu frá því að þeir
eiga við sömu vandamál að etja og
flestir aðrir, þ.e. fækkun félags-
fólks. Reynt er að snúa þessari
þróun við með því að kynna félag-
ið og kosti þess að vera félagar.
Sérstaklega er gerð tilraun til þess
að ná til fólks í jaðargreinum, fyr-
irtækja í tölvugeiranum, auglýs-
ingafyrirtækja o.s.frv. Þá greindu
Stokkhólmarar frá því að þrátt
fyrir að „Segel“ verkefnið (sam-
einingarverkefni á milli GF, raf-
virkja og SEKO) hefði mnnið út í
sandinn ætti gott samstarf sér stað
í Stokkhólmi um eitt og annað og
það samstarf mundi að öllum lík-
indum halda áfram. Vegna þeirrar
þróunar sem á sér stað í fækkun
félagsfólks munu Svíar halda á-
fram starfi sínu við að leita eftir
samstarfsaðila til að tryggja stöðu
félagsmanna. Þá kom fram að
Stokkhólmarar hafa selt sinn hlut
í húseign samtakanna og verða nú
leiguliðar hjá sambandinu.
Launasamkeppni og launa-
lækkun í spor alþjóðavæð-
ingarinnar
Þeir Malte Eriksson og Klas
Linder fjölluðu um alþjóðavæð-
ingu fyrirtækja og tilraunir at-
vinnurekenda til að rýra kjör og
réttindi launafólks. Lögð var f'ram
skýrsla um hin svokölluðu
útflöggunarlönd
(bekvámlighetsflaggor) - F O C
baráttuna. Þá fjölluðu þeir um
stækkun Evrópusambandsins og
þær afleiðingar sem hún gæti haft
í för með sér. Það er hættan á því
að störf séu flutt á milli landa og
að verkafólk flytji sig á milli og að
til komi niðurboð á launum. Þó
ekkert af þessum fyrirbærum sé
nýtt af nálinni þá er ljóst að þau
hafa og munu aukast að umfangi
og hin svo kölluðu „mönnunarfyr-
irtæki“ (bemanningsföretag) hasla
sér völl í ríkara mæli og eru til
þess fallin að komast framhjá lög-
um og samningum í þeim löndum
sem verkafólk fer til. Við á Norð-
urlöndunum höfúm sterka heild-
arsamninga og lagabókstafí sem
tryggja okkar rétt en það er þó
ljóst að hægt er að fara framhjá
þeim og verður það örugglega
reynt í meira mæli. Þessari þróun
verður að mæta af fullri alvöru og
við verðum að finna nýjar leiðir til
að treysta stöðu okkar. Þeir félagar
lögðu þunga áherslu á mikilvægi
þess að verkalýðshreyfingin i hin-
um ýmsu löndum starfaði enn bet-
ur saman en raun ber vitni. Fram
kom að norrænir bókgerðarmenn
ættu að treysta samstöðu sína og
berjast sameiginlega á alþjóða-
vettvanginum fyrir þeim leiðum
sem við höfúm farið á Norðurlönd-
unum í samningamálum.
Framtíb samtaka
prentibnabarfólks á
Norburlöndum -
Reynslan af sameiningu
sambanda
Fulltrúi Svía greindi frá
„Segel“-verkefninu, sem fór út
um þúfur, a.m.k. í bili, vegna
þess að SEKO (samband fólks í
ólíkum starfsgreinum, sjá Prentar-
ann 2.22.2002, viðtal við Malte
Eriksson) vildi ekki breyta sinni
uppbyggingu sem var forsenda
þess að bókagerðarmenn og raf-
8 ■ PRENTARINN