Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 18
Mynd skoðuð á tölvuskjá og borin saman við jyrirmynd og litpróförk. Tölvuskjáir gegna veigamiklu hlutverki í nútíma litvinnslu og því er nauðsynlegt að þeir geti sýnt nákvœma liti og hœgt sé að láta þá líkja eftir vœntanlegri útkomu á pappír. Það þarf einnig að vera hœgt að hafa stjórn áytri aðstœðum við slíka skoðun, t.a.m. með staðlaðri herbergislýsingu og möguleika á að stilla birtu í skoðunarkassanum sem notaður er til skoðunar á fyrirmyndunum. munandi milli framleiðenda og gerða. Mikilvægur þáttur varðandi birtingu litmynda á tölvuskjám er nokkuð sem kallast Gamma, sem í stuttu máli má segja að lýsi sam- henginu milli rafspennunnar sem berst til fosfórdeplanna framan á skjánum og ljóma þeirra. Ef Gamma tölvuskjás er 1,0 er línu- legt samhengi milli ljóma fosfór- deplanna og rafspennunnar frá skjákortinu. Gamma sem er hærra en 1,0 dekkir myndimar á skján- um en Gamma sem er lægra en 1,0 lýsir þær. í dag eru myndlampaskjáir flestir framleiddir þannig að óleið- rétt Gamma þeirra er 3, sem þýðir að ljómi fosfórdeplanna er minni en rafspennan sem berst til þeirra gefur tilefni til að ætla. Til að leið- rétta þetta ólínulega samhengi þarf að leiðrétta rafmerkið áður en það berst til myndlampans. Þetta er gert með leiðréttingum á gildum uppflettitöflu skjákortsins. Tölvunotendur sem vinna með myndir og liti veita skjáum sínum venjulega minni athygli en öðrum tækjum. Það er oft skipt reglulega um skanna, tölvur, rippa og prentara en gamli “góði” skjár- inn er notaður áfram von úr viti. Margir telja að allir skjáir séu í raun eins og því sé ástæðu- laust að eyða miklum tíma í að velja góða skjái. Þetta er alrangt. Það eru margar mismunandi gerðir tölvuskjáa á markaðnum og kröf- umar sem notendur gera til tölvu- skjáa em mjög mismunandi. Sumir gera ekki meiri kröfur en að skjárinn geti sýnt fallegar myndir, aðrir vilja sjá eins ná- kvæma liti á skjánum og mögu- legt er og enn aðrir vilja einnig geta látið skjáinn líkja eftir prent- un eða litaprófork á pappír. Það þarf ekki dýran skjá fyrir ná- kvæma litvinnslu en nokkur atriði þurfa að vera til staðar og ákveðin skilyrði uppfyllt. Tölvuskjáir em einna óstöðugastir þeirra mörgu tækja sem notuð eru í litvinnslu í grafíska iðnaðinum. Eiginleikar skjáa em breytilegir milli frant- leiðenda og tveir skjáir frá sama framleiðanda, sem eiga að vera ná- kvæmlega eins, eru það ekki í raun. Þegar kveikt er á skjá tekur þaó örlítinn tíma fyrir myndlampa hans að ná réttum lit. Litur mynd- lampans breytist svo á meðan kveikt er á honum yfir daginn. Skjáir geta breyst um sem nemur AE 3-20 eftir því hvort þeir eru kvarðaðir reglulega eða ekki. Eig- inleikar hvers einstaks skjás breytast líka þegar hann eldist. Flestir hágæða tölvuskjáir halda hámarks litgæðum ekki nema í u.þ.b. 3 ár. Að þeim tíma liðnum hafa eiginleikar fosfórdeplanna, rafeindabyssnanna og annars raf- eindabúnaðar breyst svo mjög að ekki er hægt að nota þá til iitskoð- unar. Þessi breyting dylst notend- urn því hún gerist smárn saman á löngum tírna. Það er nokkuð kald- hæðnislegt að þrátt fyrir þetta eru skjáir oft þau tæki sem fólk notar einna lengst og er sjaldnast skipt út. Það þarf því að fylgjast með á- standi skjásins reglulega og kvarða hann og búa til skjáprófíla með reglulegu millibili. Flest kvörðunarforrit fyrir skjái láta vita ef ekki er hægt að stilla skjáinn eins og um er beðið. Þetta þýðir að kominn er tími til að skipta um skjá. Sumir skjáir hafa innbyggð- an búnað til kvörðunar, t.d. Barco Reference og Apple ColorSync skjáir, en aðrir hafa engan innri búnað sem stillir og fylgist með á- standi skjásins. Til að kvarða slíka skjái þarf sérstakan hugbúnað og litrófsmæli. Kvöröun skjáa Þar sem áhersla er lögð á gæði og nákvæmni í forvinnslu prent- gripa er nauðsynlegt að tryggja stöðugleika gegnurn allan vinnslu- ferilinn. Til að þetta sé gerlegt þarf að ganga úr skugga um að hver þáttur vinnslunnar sé staðlað- ur og breytist ekki frá degi til dags. Ef ætlunin er að nota tölvu- skjái til nákvæms mats á litum eða litaleiðréttinga á myndum þarf að kvarða þá og búa til s.k. skjá- prófíl. Því miður eru aðferðir við kvörðun tölvuskjáa ekki staðlaðar og hin fjölmörgu tæki til kvörðun- ar sem era á markaðnum eru eng- an veginn sambærileg að gæðum. Þessi mikli fjöldi verkfæra veldur því að erfítt getur reynst að hitta á rétt tæki sem skila viðunandi ár- angri. Það má segja að í grófum dráttum séu tvær aðferðir við að kvarða skjái. I fyrsta lagi það sem kalla má sjónræna aðferð og í öðru Delta E Delta E (AE) er hugtak sem oft sést í sambandi við liti og litstýring- ar nú á tímum. í grófum dráttum má segja aó AE tákni mismun milli ákveðins litar og tiltekins samanburðarlitar. A E 1 þýðir að litirnir tveir sem bornir eru saman eru svo likir að venjulegur maður getur varla séð mun á þeim. AE 2 þýðir að mun- urinn er greinanlegur Jýrir þjálfað auga en A E 3 þýðir að munur- inn er greinanlegur jýrir jlesta. A E 4 þýðir að munurinn er orðinn svo mikill að allir geta séð hann. Ásœttanlegur litamunur er oftast talinn A E 2-3 við skoðun og samanburð mynda á pappír og skyggna. Það ber þó að hafa i huga að litamunur er greinilegri í hlutlausum grátónum eða litum sem hafa litla mettun en milli mett- aðra lita. Þannig geta mettaðir litir mœlst með litamun upp á A E 4 án þess að mannlegt auga geti greint muninn. Tafla 1. CRT ókvar&a&ur án ICC prófíls A E=20,5 2. CRT kvarba&ur án ICC prófíls A E=11,0 3. CRT kvarbabur meö ICC prófíl A E=7,6 4. CRT ókvaröaöur með ICC prófíl A E=26,8 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.