Prentarinn - 01.12.2003, Síða 18

Prentarinn - 01.12.2003, Síða 18
Þegar ég var að læra offsetskeyt- ingu á sínum tíma þá sagði einn af vinum mínum við mig: Af hverju ertu að læra prent, það verður örugglega úrelt fag eftir nokkur ár, þá tölvuvæðist þetta allt saman, og þú verður atvinnu- laus. Ég varð satt að segja mjög hissa. Þá allt unnið á ljósaborði og fyrstu setningarvélamar að slíta barnsskónum. Ég svaraði honum þannig: Hefur þú ein- hvern tíma séð fljúgandi hamar? Hann var þá að læra húsasmíði. Svo tjarstæðukennd fannst mér þessi athugasemd. Nú í dag, 18 árum síðar, hefur svo til allt ræst hjá honum en ég bíð eftir að hamarinn fari á flug. Að mér dytti í hug að ég ætti eftir að upplifa svo miklar breytingar, nei, aldeilis ekki. Stafræn prentun Nú á tímum, þegar prentvélarnar þróast í háþróaðar prentvélar, þá veit maður eiginlega ekki hvar maður stendur og þegar talað er um CtM (Computer to Machine), CtP (Computer to Plate), CtPress (Computer to Press) og POD (Print on Demand), þá veit maður enn síður, hvað snýr upp og hvað snýr niður. En í prentfaginu ligg- ur eitt ljóst fyrir: Filmugerð, skeyting og plötutaka hverfur, prentkostnaður lækkar verulega, framleiðslutíminn styttist og „deadline" og afhendingartími færist fram. Vinnsluflæðið verður stafrænt. Þannig geta viðskipta- vinirnir nú pantað nákvæmlega það upplag prentgagna sem þeir þurfa á þeim tíma sem þeir þurfa. Aður voru þeir nánast neyddir (eða lokkaðir) til að panta stærra upplag en nauðsynlegt var, vegna þess að stofnkostnaður var og er enn (í offsetprenti) mikill og minni upplög voru óhagkvæmari, Fljúgandi hamar! Burkni Aðalsteinsson auk þess sem afgreiðslutíminn var lengri. Viðskiptavinur sem þurfti t.d. 1000 eintök af bæk- lingi gat fyrir 10% hærra verð (pappír + prenttími), fengið kannske 4000 eintök. Þetta þýðir auðvitað að í fyrsta lagi þurfti kúnninn að borga 10% meira en hann ætlaði sér í upphafi og í öðru lagi fékk hann auðvitað 3000 fleiri bæklinga og sat uppi með þá og þurfti jafnvel að henda þeim vegna þess að þeir urðu úreltir (verðbreytingar, myndbreytingar o.fl.). Þróunin hlýtur því að verða: fleiri pantanir, minni upplög. Auk þess sem krafa verður um meira litaflæði. Það má segja að prent- smiðjurnar þurfi fleiri verk inn, til að fá tekjur í stað þeirra sem fengust af filmuvinnslu, plötu- gerð og innstillingum áður. Fyrstu stafrænu prentararnir voru laser-prentarar sem stóðu á borði og prentuðu fyrst svart- hvítt, svo í lit og þótti manni það ekki merkileg fyrirbæri, enda hafa þeir lítið þróast nema hvað varðar hraða og meiri gæði en henta ekki sem framleiðslutæki, litljósritun varð stafræn, hægt að keyra beint frá tölvu á ljósritunar- vél, stafrænir bleksprautu-prent- arar litu dagsins ljós og voru komnir inn á annað hvert heimili á stuttum tíma. 1993 fóru síðan hjólin að snú- ast með tilkomu Indigo sem sýndi fram á, að hægt væri að framleiða „háþróaðan prentara" sem nálgaðist verulega prentgæði og gat prentað 4-lit (CMYK) í litlu upplagi á viðráðanlegu verði. Xeikon og xeros fylgdu í kjölfarið ásamt fleiri prentvéla- framleiðendum Við þetta varð til alveg nýr markaður, aldrei fyrr hafði borgað sig að prenta mat- seðil með litmyndum í 20 eintök- um eða forsíðu í fullum litum á skýrslu í 10 eintökum, en svona er raunveruleikinn í dag. Það var samt ekki auðveit að sannfæra viðskiptavininn um að þetta væri hægt, og enn erfiðara að sýna fram á að fullir litir gætu verið hagkvæmir í smáverkum. 10 árum eftir þessa byltingar- kenndu uppgötvun er stafræn prentun nánast að slá í gegn um allan heim. Þegar vísað er til þess að það tók offsetprentun 50 ár að verða allsráðandi á prentmarkaði í heiminum og þróunin í stafrænu prenti er með þessum hraða, er ljóst að öll prentun verður mun staffænni en hún er nú. Prentun mun færast inn í fyrirtækin og heimilin Reikningar munu verða prentaðir inni í fyrirtækjunum. Bréfsefhi eru nánast horfin úr prentsmiðj- um. Nafnspjöld, vörulistar, og fleira verður prentað innandyra. Vélbúnaður á eftir að lækka í verði. Prentvélar og frágangsbún- aður eins og gormavélar, götun, skurður, brot og felling á eftir að verða staðalbúnaður með þessum vélum, en það hefur verið vanda- mál hingað til hjá fyrirtækjum sem hafa prentað sitt efhi sjálf. T.d. að prenta nafnspjöld á A4 örk, þá er skurðurinn eftir. Efniskostnaður á eftir að lækka, tóner, blek, farvi. En hvað er stafræn prentun? Það sem gerir prentaðferð staf- ræna eru hin staffænu skilaboð (digital input) sem fara beint á prentvél sem framkvæmir prent- unina. Engin filma, engin plata. Aður fyrr skilgreindu menn (og gera sumir enn) ýmsar Dl vélar (Direct Imaging vélar eins og KBA-Scitex 74 Karat, Heidel- berg Quickmaster 46-4-Dl og Speedmaster 74 DI) sem staf- rænar. Allir eru sammála um, að vinni maður offsetplötu sem Ctp, spenni síðan plötuna í prentvél og prenti, þá er prentunin ekki staf- ræn. Það er einmitt þetta sem skeður í DI vél, þar er Ctp útbún- aðurinn bara inni í vélinni. Fyrst þegar prentunin hefst er hún þurroffset eða litógrafísk offset. Staffæn prentun telst stafræn þegar prentvél skilar efni prent- uðu með móttöku á margbreyti- legum gögnum sem send eru beint frá tölvu inn á prentvél og án nokkurra milliliða (svo sem 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.