Verktækni - 01.04.2002, Page 9
Sjúkrasjóður SV
I síðasta tölublaði Verktækni var ítarleg umfjöllun um sjúkrasjóð
SV. Nokkuð hefur borið á því að félagsmenn hafi talið sig vera
sjóðfélaga án þess að vera það í raun. Verkfræðingar verða sjálf-
krafa sjóðfélagar ef greitt er fyrir þá í sjóðinn. Það er því mikilvægt
að setja ákvæði í ráðningarsamninga þess efnis. Vinnuveitandi á að
greiða lögbundið iðgjald, 1% af launum. Iðgjaldsgreiðslur eru ekki
innifaldar í félagsgjaldi SV. Stéttarfélagið veitir allar upplýsingar.
Nýlega voru samþykktar breytingar á reglugerð og starfsreglum
sjúkrasjóðs. Helstu breytingar eru þær að dagpeningagreiðslur eru
nú tengdar launum starfsmanna á þann hátt að miðað er við
greidd iðgjöld til sjóðsins. Hægt er að sækja um dagpeninga-
greiðslur í allt að 270 daga. Auk þessa er í fæðingarorlofi greidd
5% (til viðbótar 80% úr Fæðingarorlofssjóði) af launum þann
tíma sem sjóðfélagi er á launaskrá hjá Fæðingarorlofssjóði (miðað
við fullt starf).
Kjarakannanir SV 2002
Skilafrestur í kjarakönnun SV 2002 rann út 19. apríl síðastliðinn
og tókst að ná betri svörun en í fyrra. Þátttaka var hins vegar
minni en vænst var. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísinda-
stofnun HÍ, sem sér um úrvinnslu fyrir SV, hefur þátttaka í sam-
bærilegum könnunum minnkað mikið á þessu ári. Það þarf því að
gera enn betur á næsta ári. Mikil þátttaka gefur áreiðanlegri nið-
urstöður og eru verkfræðingar hvattir til að taka þátt í könnun-
inni. Niðurstöður hennar hafa löngum gagnast verkfræðingum
vel í kjarabaráttu þeirra. Þátttökuverðlaun em veitt. Þau em ffá
fýrirtækinu Tal hf. Búið er að draga út nafn vinningshafa auka-
verðlauna en þau em Nokia 3330 TAL GSM sími. Aðalverðlaun
em Nokia 3330 TAL GSM sími með 6.000 kr. inneign. Haft verður
samband við vinningshafa og verða verðlaunin aflrent um mán-
aðamótin maí-júní.
Líklegt er að þetta verði í síðasta sinn sem spumingablöð verða
send verkfræðingum. Verið er að vinna að því að afla netfanga fé-
lagsmanna og em þeir hér með beðnir að senda netföng sín til
skrifstofu SV. Netfang Stéttarfélagsins er : sv@sv.is
Hafinn er undirbúningur að kjarakönnun á FRV verkfræðistof-
um. Slík könnun fór fram árið 2000. Þátttakan þá var mjög góð en
bæði SV og KTFI stóðu að henni.Verður svo væntanlega einnig nú.
FjöLskyldu- og styrktarsjóður SV
Aðild að Fjölskyldu- og styrktarsjóði SV eiga þeir verk-
træðingar sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og þeim
sveitarfélögum sem Launanefnd sveitarfélaga semur fyrir
við SV. Þessir verkfræðingar hafa ekki átt aðild að sjúkra-
sjóði SV. Verið er að semja reglugerð og starfsreglur fvrir
sjóðinn og verður þvf verki vonandi lokið fyrir sumarið.
Nauðsynlegt er að taka fram að þessi sjóður er sjálfstæður
og ekki hluti af sjúkrasjóði SV, en um sjúkrasjóðinn cr fjall-
að á öðrum stað í blaðinu.
Girdinaar
Þýsk gæöi frá Adronit
Hiíð^iá við Menntamilaráðuneytið
LeiksKoli Grmdavik Ttg. UNI MIDl
Fjóibýiishús KaplasKjólsvegi. Teg Arte Classic