Verktækni - 01.04.2002, Side 10

Verktækni - 01.04.2002, Side 10
Brú á Hvítá í Borgarfirði. w Verkfræðiafrek 20. aldarinnar á Islandi 1901-1910 Símalögnin Seyðisfjörður - Reykjavík 1906 Um aldamótin 1900 var rætt um þörf á tengingu við útlönd með sæstreng fyrir ritsíma, en ekkert varð úr ákvörðunum fyrr en þjóðin hafði fengið heimastjóm. Árið 1904 var gerður samningur við Stóra norræna ritsímafélagið um að tengja landið við umheiminn með sæstreng. Miklar deilur risu í kjölfarið þar sem tek- ist var á um loftskeyti og sæstreng. Sæ- strengurinn varð ofan á og var hann tengdur í land á Seyðisfirði í ágúst 1906. Einangrun landsins var rofin. Símalína milli Reykjavíkur og Seyðis- fjarðar, um 614 km leið, var lögð árið 1906. Olav Forberg var falin skipulagning og stjómun verksins. Hann varð síðar fyrsti landssímastjórinn og einn af stofnendum Verkfræðingafélags íslands. Sumarið 1905 var unnið að undirbúningi verksins með merkingu línustæðis og í framhaldi vom staurar, alls um 14000 talsins, fluttir á hest- um og dregnir út á línustæði veturinn eftir. í júní 1906 hófst þygging loftlínunnar og tókst að Ijúka verkinu 29. september sama ár. Þann dag var opnað fyrir talsímasam- band milli nítján símstöðva á vestur-, norður- og austurlandi. Þar með tók Landssími íslands til starfa. Þessi línulagning var hið mesta afreks- verk bæði hvað varðar skipulagningu og framkvæmd.Verkinu var lokið á ótrúlega stuttum tíma við erfiðar aðstæður. Þá voru fallvötn lítt brúuð og flytja varð allt efni á hestum um vegleysur. Þar við bættist að þetta ár voru mikil harðindi og snjóaði jafnvel í júlí á heiðum norðan- lands. Þessi nýja tækni og þjónusta olli straumhvörfum í íslensku þjóðlífi og lagði stóran skerf til framfara og efna- hagslegs sjálfstæðis. Einnig tilnefnd: Vífilstaðaspítali og Vatnsveita úr Gvendarbrunnum. 1911-1920 Reykjavíkurhöfn í maí 1912 bauð bæjarstjórn Reykjavíkur með aðstoð landsverkfræðings út gerð hafnar í Reykjavík. Útboðið byggðist á uppdráttum Gabriel Smith, hafnarstjóra í Kristaníu ogThorvald Krabbe, landsverk- fræðings. Samið var við danskt verktaka- fyrirtæki N.C. Monberg. Vélum og búnaði sem nota átti við hafnargerðina var skipað upp við gufu- skipabryggjuna íViðey en flutt þaðan í land á tveim prömmum, sem hvor um

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.