Verktækni - 01.04.2002, Page 14
Tækniháskóli íslands
Samkvæmt frumvarpi sem lagt verður
fram á Alþingi er gert ráð fyrir aðTækni-
háskóli íslands taki til starfa haustið 2002.
í frumvarpinu kemur m.a. fram að með
því sé verið að staðfesta stöðu skólans
á háskólastigi. Auglýst verður eftir pró-
fessorum , adjunktum og lektorum við
skólann í vor. Þá verður núverandi staða
rektors lögð niður og auglýst eftir nýjum
rektor. Þeim kennurum sem ekki uppfylla
kröfur um kennsluréttindi við THÍ verður
gefínn kostur á að afla sér viðbótarmennt-
unar á næstu þremur árum. Frumgreina-
deildin verður áfram starfrækt við skól-
ann. Árlegt framlag á hvern nemanda
verður um 800 þúsund á ári, breytilegt
eftir deildum. Þess er vænst að boðið
verði nám á öllum sviðum tæknifræðinnar
við skólann og fagnar stjóm TFÍ frum-
varpinu. Stjóm TFÍ hefur sent inn athuga-
semdir vegna frumvarpsins og væntir þess
að það verði afgreitt fyrir þinglok
Vísindagarðar í Vatnsmýrinni
Fyrir aðalfund TFÍ 22. mars s.l. flutti Stefán
Ólafsson prófessor við HÍ erindi sem hann
nefndi „Þekkingarþorp - nýja hagkerfið".
Stefán rakti aðdraganda að stofnun fyrstu
vísindagarðanna í Bandaríkjunum, tilgang
þeirra og hvemig þeir hafa eflt rannsóknir
og framgang fjölmargra fyrirtækja í þekk-
ingariðnaði. Kynntar voru áætlanir um
byggingu slíkra garða á svæði Háskóla ís-
lands þar sem gert er ráð fyrir allt að 50.000
fermetra húsnæði undir slíka starfsemi. Ef
fram fer sem horfir verður hafist handa við
byggingu fyrsta áfanga í lok þessa árs.
Aðalfundur TFI
Föstudaginn 22. mars s.l. var aðalfundur
TFÍ haldinn að Engjateigi 9. Rekstur og
gjöld félagsins árið 2001 voru sem næst á-
Frá 50. fundi löggildingarnefndar.
ætlun. Stærstu verkefni næsta starfsárs,
auk hefðbundinna félagsstarfa, er aðkoma
félagsins að stofnun Tækniháskóla íslands.
Þá geta hugmyndir um nánara samstarf
við tölvunarfræðinga leitt af sér breytingar
á starfsemi félagsins.
í stjóm vom kjömir Erlendur Geirdal og
Einar H. Jónsson. Varamaður var kjörinn
Guðmundur Már Kristinsson. Fyrir í stjóm
em Anna Guðrún Gylfadóttir, Jóhannes
Benediktsson og Þorsteinn Birgisson. Full-
trúi KT'ir'í í stjóm er Bjami Bentsson og full-
trúi STFI Magnús Þór Karlsson. Þá var
einnig kosið í ýmsar nefndir og ráð á vegum
félagsins. Fundinn sóttu tæplega 40 tækni-
fræðingar. Fram kom að félögum íTFÍ hef-
ur fjölgað úr tæplega 600 árið 1996 í um
860 vorið 2002. Fé-
lagsgjöld ársins 2002 verða
22.900 krónur. Hægt er að nálgast árs- '
skýrslu stjómar á heimasíðu TFÍ: www.tfi.is
50. fundur löggildinganefndar
Löggildinganefnd TFÍ hélt sinn 50. fund
13. mars s.l Meginhlutverk nefndarinnar
er að afgreiða umsóknir vegna löggilding-
ar tæknifræðinga til sémppdrátta á sviði
burðarþols og lagna. Tæknifræðingum
sem ekki hafa sótt um þessi réttindi er
bent á að afla sér þessara réttinda hjá
nefndinni. Nefndina skipa Ragnar Gunn-
arsson formaður, Ragnar Kristinsson og
Ámi Guðni Einarsson.
Kynning fyrir tæknifræöinema
Föstudaginn 26. apríl s.l. var þriðja árs
nemum í tæknifræði við Tækniskóla ís-
lands boðið á kynningu félagsins að
Engjateigi 9. Á fundinn mættu um 40 af
þeim 50 nemendum sem em á þriðja
námsári. Undirritaður gerði grein fyrir
meginstarfsemi félagsins, Gústaf Hjalta-
son kynnti kjaramál og Guðmundur Már
Kristinsson sagði frá fyrstu ámm sínum í
starfi sem tæknifræðingur.
Tæknidagar vel sóttir
Jónas Már Gunnarsson verkfrœOingur hjá Fjarhitun.
TæknidagarVFÍ ogTFÍ vom haldnir í
Smáralind dagana 8. -12. aprfl s.l.Viðfangs-
efnið var Smáralindin frá sjónarhóli verk-
fræðinga og tæknifræðinga. Samkvæmt
talningarkerfi hússins sóttu um 300 manns
hádegisverðarfundina. Auk þess mættu um
eitt hundrað nemendur úr Lindaskóla og
hlýddu á kynningu á viðfangsefnum verk-
fræðinga og tæknifræðinga.
Auk undirbúnings framkvæmda, hönn-
unar og eftirlits, vom í fyrirlestrunum
teknir fyrir hinir ýmsu tæknilegu þættir
þessa mikla mannvirkis, s.s. orkuþörf,
bmnavarnir, símakerfi, lýsing öryggis-
kerfi, stýringar o.s.frv. Flesta fyrirlestrana
má nálgast á pdf-formati á heimasíðum
VFÍ ogTFÍ: www.vfi.is og www.tfi.is
Samstarf við Tækniháskólanri í Horsens
Á fundi fulltrúa TFÍ með Eli Ellendersen
námsráðgjafa hjáVitus Bering uddanles-
ecenter í Horsens (áður: Ingeniörhöjskolen í
Horsensjí Damörku um miðjan aprfl s.l var
farið yfir námsframboð við skólann og þá
sérstaklega á sviði endurmenntunar. Ákveðið
var að taka upp formlegt samstarf við skól-
ann þannig að félagar íTFÍ geti sótt nám-
skeið við skólann og mun skólann útvega
húsnæði fyrir nemendur. Þá verður athugað
með að skólinn haldi eitt eða fleiri námskeið
hérlendis næsta vetur fyrir tæknifræðinga.
Nánar verður greint frá þessu í næsta blaði.
Jóhannes Benediktsson, form. TFÍ