Verktækni - 01.04.2002, Qupperneq 23

Verktækni - 01.04.2002, Qupperneq 23
Efni í Árbók VFÍ/TFÍ Ráðgert er að gefa út ÁrbókVFÍ/TFÍ nr. 13 í nóvember næstkomandi. Efni í hana þarf því að berast tímanlega. Ákveðið hefur verið að næsta árbók verði litprentuð. Menn eru vinsamléga beðnir um að hafa eftirfarandi í huga: Vísindagreinar VFI ogTFI er mikið kappsmál að á íslandi sé gróska í tækniframförum og áhugi félags- manna fyrir vísindum sé sem mestur. Árbók- in er réttur vettvangur fyrir tækni- og vísinda- greinar félagsmanna. Menn em hvattir til að senda inn greinar og hvetja aðra til þess. Vísindamönnum er gefinn kostur á að fá birtar eftir sig ritrýndar greinar. Slíkar greinar em ritrýndar af tveimur sérfræðing- um á því sviði sem vísindagreinin nær til og fást ekki birtar nema þeir telji þær birting- arhæfar sem ritrýndar greinar. Þessar grein- ar jafngilda vísindagreinum sem fást birtar í virðulegum erlendum tímaritum. Þættir úr sögu félaganna Fróðlegt væri að fá frásagnir af mönnum og málefnum frá fyrri tíð er varða tækni eða sögu félaganna. Kynning fyrirtækja og stofnana í árbókinni er kafli þar sem fyrirtæki og stofnanir fá tækifæri til að gefa yfirlit yfir starfsemi sína og segja frá markverðum at- burðum með tilliti til verkfræði og tækni- fræði í víðum skilningi. Auglýsingar Auglýsingar í ÁrbókVFÍ/TFÍ er góð leið til að nálgast tæknimenn. Markhópurinn er skýr og afmarkaður og einfalt að koma skilaboðum á framfæri. Logó Þeir sem aðeins vilja láta vita af sér nota vörumerki til birtingar. Styrktarlínur Styrktarlínur eru vel þegnar. Vinsamlegast gangið frá tækni- eða vís- indagreinum sem ailra fyrst og alls ekki síðar en í lok júlí næstkomandi. Sömu- leiðis er æskilegt að kynningargreinar eða auglýsingar berist sem fyrst. Ákveðtð hefur verið að fækka blaðsíðum í Árbók- inni og verður því takmarkað rými fyrir greinar. Því má segja: Fyrstir koma, fyrstir fá. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Ragnarsson, ritstjóri árbókarinnar. Heimasími/fax: 5812687. Tölvupóstfang: rara@simnet.is Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu VFÍ og TFÍ sem kemur skila- boðum til ritstjóra. Störbyggingar einingar - betri byggingarkostur Einingaverksmiðjan er framsaekið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu forsteyptra eininga. Tækjabúnaður og þekking gerir okkur kleift að afgreiða stór og smá byggingaverkefni fljótt og örugglega. Gæði framleiðslunnar er undir stöðugu eftirliti, bæói innra gæðaeftirliti og opinberu eftirliti Rannsóknastofnunar Byggingariðnaðarins, svo tryggt sé að framleiðsluvörur fyrirtækisins uppfylli ávallt ströngustu kröfur. Við veitum ráðgjöf og aðstoð við útfærslu teikninga og gerð burðarþolsútreikninga. Auk þess veitum við þjónustu við stærri framkvæmdir, s.s. flutninga, reistningu, öflun efnis og leigu búnaðar. Breiðhöfða 10 110 Reykjavik Sími: 587 7770 Fax: 587 7775 e-mail: ev@ev.is www.ev.is EININGAVERKSMIÐJAN SINVdOlSIMXaM

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.