Verktækni - 01.04.2002, Page 24
Er maðurinn orðinn úreltur,
á sama tíma og músin er jn'?
Ef maður væri hannaður til að vinna við
tölvu meira og minna allan daginn, hvemig
liti sá maður út? Ætli hann væri vöðvastælt-
ur, herðabreiður, mittisgrannur og 1,9 m á
hæð eins og við karlamir eigum að vera skv.
staðlaðri fegurðar ímynd. Varla, lágvaxinn,
mestur um sig miðjan, með stóran sitflöt
Gesist rass) og langar léttbyggðar (lesist
væskilslegar) hendur og fingur, er frekar nær
lagi. Miklir vöðvar á handleggjum, breiðar
herðar og mikil hæð, þetta er allt óþarft og
frekar til vandræða við tölvuvinnu. Ef gerð
væri þarfagreining og síðan hannaður eitt
stykki tölvukall þá væri seinni lýsingin
ábyggilega nær niðurstöðunni. Og hvemig
líst kvenkyns lesendunum svo á tölvukallinn?
Það lífsmynstur sem nútíma verk- og
tæknifræðingurinn á að venjast hentar okkur
ekki að mörgu leyti, enda höfum við þróast
við aðrar aðstæður en þær sem við lifum við í
nútímanum. Við erum hönnuð til annarra
hluta en þess að sitja, og þá alls ekki fyrir
framan tölvskjáinn, klukkutímum saman.
Tilbreytingin felst síðan hjá sumum í því að
færa sig heim eftir vinnudaginn og setjast þar
framan við annan skjá ...sniðugt??
Flestir sem vinna mikið við tölvu þekkja
það að eftir nokkum tíma í sömu stellingum
og við sömu endurteknu hreyfingamar fara
óþægindi að láta á sér kræla í hálsi, herðum
og jafnvel handleggjum. Eins getur komið
fram sviði og óþægindi í augum, augnþreyta
og höfuðverkur. Þessi óþægindi em aðvar-
anir frá líkamanum og okkar er að hlusta á
þær og bregðast við þeim. Hvila okkur með
því að taka hlé eða gera eitthvað annað en að
vinna við tölvu í einhverja stund, helst í um
10 mínútur á hverjum klukkutíma og muna
að fleiri stutt hlé á tölvuvinnunni gera mun
meira gagn en fá löng. Ef við bregðumst ekki
við þessum aðvörunum er hættan sú að við
lendum í því með tímanum að losna ekki vð
verkinn og óþægindin þrátt fyrir hvíld, við
erum komin með álagseinkenrú. Sænskar
rannsóknir sýna að tíðni atvinnusjúkdóma
vegna tölvuvinnu jókst um 8% frá 1997 til
1998 meðan fjöldi atvinnusjúkdóma vegna
annarra orsaka stóð í stað. Jafnframt að um
70% kvenna og 50% karla sem vinna við
tölvur kvarta undan óþægindum eins og
þeim sem líst er hér að framan.
Aðstaðan við tölvuna ræður miklu um hve
lengj við getum unnið án óþæginda en jafnvel
draumaaðstaðan er ekki þannig að við getum
verið þar langtímum saman án þess að skipa
um stöðu, brjóta vinnuna upp eða fá óþæg-
indi ella. Huga þarf að eftirfarandi þáttum:
® Það þarf að vera hægt að stilla hæð borðs
og stóls miðað við hæð einstaklingsins. Ein-
staklingurinn þarf að geta setið með beint
bak, slakar axlir og handleggi, með fætur á
gólfi eða fótskemli.
c Æskilegt er að geta stillt aðskilið hæð
skjásogborðs
• Stóllinn þarf að vera auðstillanlegur úr
sitjandi stöðu og gefa góðan stuðning við
bak. Armar þurfa að vera stillanlegir.
• Mögulegt þarf að vera að hvíla hendur á
borði eða t.d. stuðningspúða framan við
lyklaborð.
° Æskilegt er að lyklaborðið halli ekki meira
en 10-15° frá notanda.
® Mikilvægt er að hafa gott rými í kringum
lyklaborð, m.a. fyrir mús og vinnuskjöl.
• Mús skal staðsett til hliðar við lyklaborð,
þannig að handleggir séu sem næst líkaman-
um. Oft er heppilegra að venja sig á að nota
vinstri hendi á músina.Vegna uppbyggingar
lyklaborðsins næst þannig afslappaðri staða á
handlegg og öxl.
® Lýsingin þarf að vera á bilinu 500-750 lux
miðað við ljósan bakgrunn á skjá. Skjárinn
þarf að vera þannig staðsettur að birta frá
gluggum komi frá hlið. Staðsetning skjás og
lýsingar þarf að vera þannig að lýsingin
speglist ekki í skjánum, glampi sé ekki til
staðar.
• Æskilegt er að nota skjalahaldara þannig
að vinnuskjöl séu í svipaðri hæð og skjár eða
skjölin séu á milli skjás og lyklaborðs, þannig
að fjarlægð frá augum sé svipuð.
® Gott er að geta skipt á milli sitjandi og
standandi vinnu, vera t.d. með hækkanleg
borð.
° Mikilvægt er að taka regjulega hvíld frá
tölvuvinnunni. Einhæfar vinnustöður sem og
augnþreyta sem tölvuvinnunni fylgir gerir
það æskilegt að hvíla sig í 5-10 mín. á hverj-
um klukkutíma, taka hvíld eða sinna öðrum
störfum.
• Góður starfeandi er mikilvægur hluti af
vinnuumhverfinu. Tækjabúnaðurinn getur
ekki bætt slæman starfeanda, þar koma aðrir
þættir inn. Rannsóknir sýna að þar sem fólk
er ánægt í starfi og fær að njóta hæfileika
sinna eru afköst meiri og veikindaforföll
minni er þar sem starfeandinn er slæmur.
Það er á ábyrgð atvinnurekanda í hverju
tilviki að aðstæður séu forsvaranlegar og eins
góðar og kostur er. Hver einstaklingur ber
síðan ábyrgð á að nota búnaðinn rétt, skipta
reglulega um vinnustellingar og stilla búnað-
inn eftir þörfum, þ.e. að aðlaga þessar nýju
og framandi aðstæður að okkur, eins og
frekast er unnt. Eftir nokkrar aldir verðum við
kannski orðin það þróuð að mannslíkaminn
kann að bregðast við þeim þáttum í umhverfi
okkar sem valda okkur í dag óþægindum,
einnig því að sitja í læstum stellingum lang-
tímum saman. Við verðum búin að aðlaga
okkur nýjum aðstæðum. Ólíklegt er þó að
þetta jafnvægi náist nokkum tíma því þróun-
in utan mannslíkamans er mun hraðari en
þróun hans sjálfs, sem þýðir að við verðum
sífellt úreltari, þ.e. sé þróuninni ekki stýrt
markvisst í átt að aðlögun að mannin-
um/mannslíkamanum. Já ekki er útlitið bjart
fyrir homo sapiens á tölvuöld, nema kannski
lágvaxna tölvukallinn hér að ofan.
Kostimir við þróunina em að sjálfeögðu til
staðar. I stað þess að vinna erfiðisvinnu eða
erfið einhæf störf, stundum við aðstæður sem
ekki vom þær bestu, em vinnustaðimir al-
mennt orðnir manneskjulegri og menn
sprikla núna á líkamsræktarstöðvum við
bestu aðstæður og undir stjóm þjálfara.
Hreyfingunni og álagjnu er núna dreift yfir
líkamann og stýrt þannig að það verði okkur
til góðs. í stað erfiðisvinnunnar erum við því
núna að fást við stýrt álag í vemduðu um-
hverfi líkamsræktarstöðvanna. Þjálfun og góð
hreyfing er hverjum nauðsyn en kemur ekki í
stað góðra vinnuaðstæðna. Hún getur þó
aukið þolið gagnvart slíku, minnkað skaðann.
Kannski kemur í ljós á næstu árum að við
erum úreltari en við í dag gerum okkur grein
fyrir, fram koma afleiðingar sem við í dag ekki
þekkjum. Hver getur t.d. fullyrt hvaða áhrif
mikil streita, rafevið eða rafeegulsvið og ýmis
önnur snefilmengun hefur á okkur til lengri
tíma litið. Þetta er ekki nægilega þekkt í dag.
Þama er um að ræða þætti sem em „nýir" og
okkur framandi. Ættum við þá kannski að
finna okkur góðan helli til að búa í, hverfa
aftur til þeirra lífehátta sem líkaminn þekkir
frá gamalli tíð og hætta þessu nútímabasli.
Ah... ég held varla en velji nú hver fyrir sig.
Helgi Haraldsson, tæknifneðmgur
umdæmisstjóri Vmnueftirlitsins á Akureyri