Verktækni - 01.04.2002, Side 26

Verktækni - 01.04.2002, Side 26
RAFORKUNOTKUN LOFTRÆSTIKERFA í þessari grein er leitast viö aö færa fyrir því rök, að loftræstisamstæöur séu í allt of mörgum tilfellum valdar of litlar/orkufrekar fyrir sitt verkefni. Ástæður eru tilgreindar, slegið er á aö fjárhagslegt tap samfélagsins geti numiö milljöröum króna og gerðar eru tillögur um úrbætur. Þeir sem kosta rekstur loftræstikerfa kvarta gjaman yfir því að rafmagnsreikningurinn sé hár. Víst er hann það, en þetta er líka oft á tíðum þeim sjálfum að kenna. Meira um það á eftir. Það sem kannski er ekki eins ljóst er sú staðreynd að það kostar oft sáralítið að lækka raforkureikninginn vemlega með því að standa rétt að verki á hönnunar- stigi. Hér er ekki til umfjöllunar sjálf hönnun kerfisins, loftmagn o.s.frv., heldur einungis val á loftræstisamstæðum fyrir gefið loft- magn og raforkunotkun því samfara. í dag em flest kerfi búin varmaendur- nýtingu og góðum loftsíum, auk innblás- ara og útblásara og fleiri fylgihluta og mið- ast framhald þessa greinarkoms við slíkar samstæður. Útboðslýsingar tilgreina oftast ákveðnar lágmarkskröfur til þessa búnaðar, t.d. í formi blásaranýtni, þrýstifalls í loftsíum, lofthraða í hitaelementum, afltöku (kW/m3/s) o.s.frv. Teikningar sýna síðan hvernig búnaðinum er komið fyrir í því rými, sem tiltækt er. Þessi atriði mynda rammann um þær samstæður sem hinir ýmsu bjóðendur geta boðið. Tekið skal fram að lágmarkskröfumar em nokkuð misjafnar, eftir viðteknum „praxis" hvers hönnuðar eða hans fyrirtækis. Það er gömul saga og ný að hönnuðir loftræstikerfa lenda oft(ast) í því að rými fyrir stokka / samstæður (tæknirými) er skorið við nögl og neyðast því til að notast við óþarflega litlar samstæður. Á fyrstu stigum húshönnunar virðast þessir hlutir kannski í sæmilegu lagi, en á síðari stigum hönnunar eykst loftmagnsþörfin, fremur en hitt, vegna ýmissa breytinga og þá er gjaman örðugt/illmögulegt um vik með að fá aukið pláss. Þetta er stór hluti vandans. Með of litlum samstæðum er ekki átt við of lítið loftmagn, heldur of litla hæð / breidd samstæðu fyrir tiltekið loftmagn. Stærri samstæður veita minni loftmót- stöðu og oftar en ekki er nýtni blásara einnig meiri, sem aftur þýðir minni raf- orkunotkun. í öðm lagi setur verkkaupi hönnuði al- mennt ekki nein fyrirmæli um að hann skuli hanna kerfið með það að markmiði að lágmarka „líftímakostnað" kerfisins, þ.e. lágmarka kaupverð + rekstur, heldur nánast þvert á móti, hann biður um að hannað sé kerfi sem uppfylli viðteknar lágmarksforsendur og kosti sem allra minnst í innkaupi, þ.e.lágmörkun bygg- ingarkostnaðar. Þegar kemur síðan að útboðum, byggð- um á þessu verklagi, þá er ljóst að sá samstæðuseljandi fer með sigur af hólmi, sem boðið getur Iægst verð, að uppfylltum áðumefndum lágmarksskilyrðum. Rekstrarkostnaðurinn er bara afgangs- stærð, sem ekki er tekin með við saman- burð.. Það er gjaman blikksmiður sem aflar til- boða í samstæðumar og skilar tilboði í fullbúið kerfi til aðalverktaka, að sjálfsögðu í samkeppni við aðra blikksmiði. Hann hugsar auðvitað um það eitt að skiia inn sem lægstu tilboði, að uppfylltum lág- markskröfum. Aðalverktakinn er í sömu stöðu og blikksmiðurinn. Hans vinningsmöguleikar velta á heildartilboðsverðinu. Við höfum gert ítrekaðar tilraunir til að bjóða „frávikstilboð", t.d. næstu (stærri) samstæðustærð og/eða nýtnihærri blásara og / eða nýtnihærri mótor, sem kostar eitt- hvað meira, en er samt deginum ljósara að margborgar sig upp á skömmum tíma, en svarið er alltaf það sama: Já, já, þetta getur vel verið satt og rétt, en því miður, í fyrsta lagi leyfa útboðsregl- umar ekki að rafrnagnsreikningurinn sé tekinn með í samanburðinn og svo er ekki pláss fyrir stærri samstæðu, eða, svo kost- ar þetta breytingar á teikningum, tómt vesen. Þetta ferli gerir þáð að verkum að sá sem borgar brúsann, húsrekandinn, fær að vísu eins ódýrt kerfi í hendumar og kostur er, en hann veit bara ekki (eða gefur því ekki gaum) að hann kunni í leiðinni að hafa bakað sér rekstrarkostnað, sem á komandi ámm nemur margföldu andvirði „ódým" samstæðunnar. Hvaða upphæðir er þá um að ræða, á landsvísu ? Þessari spumingu er hreint ekki auðsvarað. Til þess þarf vemlega yfirlegu, en hér er þó gerð tilraun til að finna stærðargráðu: Á landinu hafa að meðaltali (síðustu tíu árin) verið byggðir ca. 700.000 m3 atvinnu- húsnæðis, árlega. Þetta er samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofunni. Setjum sem svo að u.þ.b. 50% séu búin loftræstikerfum með fimm loftskiptum að jafnaði. Þetta svarar til 500 m3/s pr. ár. Gef- um okkur síðan að meðalsamstæðan sé ú.þ.b. 4 m3/s (hún er væntanlega enn minni í reynd, en það skiptir ekki öllu), sem aftur þýðir 120 nýjar samstæður, ár- lega. Slík samstæða kostar u.þ.b. eina milljón króna þannig að fjárfestingin í þessum hluta loftræstikerfanna gæti verið ca. 120 milljónir kr/ár. Þessir tala er ekki fjarri því sem lesið verður úr innflutningstölum skv. viðkomandi tollanúmerum. í þessu sambandi er rétt að geta þess einnig, að kaupverð loftræstisamstæðu er einungis um 5-10% af af heildarstofn- kostnaði við kerfið allt. Gefum okkur síðan að loftræstiflotinn í dag svari til u.þ.b.. 15 ára innflutnings, þ.e. u.þ.b. 1.800 samstæður alls. Það hafa ekki orðið neinar umtalsverðar breytingar á útboðslýsingum í langan tíma, þannig að samstæðumar hafa almennt verið valdar eins litlar (ódýrar) og með eins lágri nýtni og kostur er. Þess vegna er viðbúið að afltaka allra þessara samstæðu- mótora geti numið allt að 25 MW. Gefum okkur einnig að kerfin séu að jafnaði ekki rekin nema hálfan sólarhring- inn (oftar en ekki keyra kerfin þó mun lengur, jafnvel allan sólarhringinn). Sam- anlagður orkureikningur yrði þá ekki undir 750 milljónum kr/ár eða 7.500 milljónir kr. á tíu árum. Fjárfestingin var sem sé 1.800 milljónir kr. og rekstur fyrstu tíu árin fjór- föld sú upphæð. Ef samstæðurnar hefðu verið valdar einu númeri stærri og með hánýtni blásur- um/mótomm, þá yrðu tölumar 15 MW, 450 milljónir kr./ár, 4.500 milljónir kr./lO ámm. Rekstrarpamaðurinn gæti sem sagt numið allt að 3 milljörðum króna á 10 ára tímabili eða heil 40 %. Þennan þriggja milljarða sparnað hefðu menn getað fengið fyrir fyrir 300 - 400 milljóna kr. viðbótarfjárfestingu, hefðu þeir kært sig um.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.