Verktækni - 01.04.2002, Page 28

Verktækni - 01.04.2002, Page 28
Nýbygging Orkuveitu Reykjavíkur Tæplega 40 manna hópur úr Byggingar- verkfræðingadeild VFÍ heimsótti nýjar höf- uðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Rétt- arháls, fimmtudaginn 21. febrúar s.l. Heimsóknin hófst á því að Eysteinn Ein- arsson hjá Línuhönnun kynnti meginatriði í burðarþolshönnun byggingarinnar. Húsið er um 14.200 m2 skrifstofubygging og skiptist í austurbyggingu og vesturbygg- ingu. Þessar byggingar eru tengdar saman á tveimur neðstu hæðunum auk þess sem kjallari er undir hluta byggingarinnar. Fyr- irhuguð er 2.900m2 bílageymsla en hún hefur enn ekki verið boðin út. Burðarkerfi kjallarans og tveggja neðstu hæðanna eru að langmestu leyti flatar staðsteyptar plötur sem bornar eru uppi af staðsteyptum súlum og skerveggjum. Austurbyggingin er nokkuð stíf, þar sem allir útveggimir em staðsteyptir skerveggir og engar súlur eru í því húsi. Vesturhlutinn er hins vegar mun sveigjanlegri bygging þar sem fjölda skerveggja er haldið í lág- marki. í suðurenda vesturhúss kragar byggingin út, allt að 10 metrum á efstu hæð. Burðarvirki þessarar útkrögunar samanstendur af plötubitum og stálsúlum. Plötur í þessum húsum eru úr samverkandi stáli og steypu. Á stálbitum hvíla þar til gerðar blikkplötur sem soðnar eru niður á stálbitana með skúfnöglum sem eiga að tryggja samvirkni að hluta. Plata, sem er 140mm þykk, er síðan steypt ofaná blikk- plötumar. Ráðandi hönnunarkrafa við plötuútreikningana var yfirleitt sveifla und- an notálagi. Þar sem ekki em skerveggir standa plöt- ur vesturbyggingarinnar á jámbentum, steypufylltum, stálsúlum. Stálsúlumar þarf því ekki að brunaverja þar sem steypta súl- an sér um burð í bmna. Á milli austur- og vesturbygginganna em nokkrar göngubrýr. Flestar brýrnar em fastar við austurhúsið en sitja á legum á vesturhúsinu. Þessú er snúið við í tveimur tilvikum þar sem auðveldara var að koma fyrir legu í austurhúsinu. Milli bygginganna er hvolfrými úr stáii og gleri. Límtré er aðalverktaki hvolfrým- isins en spænska fyrirtækið LANIK hannar og framleiðir burðarvirkið í það. Helstu aðilar hönnunar em: Arkitektar: Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar og Homsteinar Burðarþol: Línuhönnun Lagnir og loftræsing: Almenna verk- fræðistofan og Fjarhitun Raflagnir: Rafhönnun Brunatæknileg hönnun: Verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar Verkstýring: VSÓ Ráðgjöf Eftirlit: Fjölhönnun, Lagnatækni og Raftæknistofan Eftir burðarþolskynninguna fór hópurinn í skoðunarferð um húsið í fylgd Magnúsar Bjamasonar byggingastjóra, ásamt Guðna Eiríkssyni og Ómari Olgeirssyni sem sinna eftirliti. Aðalverktaki við uppsteypu er ÞG verk- takar. Háfell sá um jarðvinnu en fyrsta skóflustungan var tekin í janúar 2001. Að- eins efnishluti klæðningar hússins var boð- inn út. ÞG verktakar munu setja upp megnið af klæðningunni. ÍAV hefur tekið að sér allan frágang innanhúss. Áætluð verklok skrifstofuhluta em í september 2002. Orkuveitan bauð upp á kaffi og bakkelsi á meðan burðarþolskynning fór fram. Heimsóknin stóð frá kl. 8.30 til kl. 10.00. Morgunheimsókn er nýbreytni í skoðunar- ferðum deildarinnar sem virðist mælast vel fyrir. Stjóm BVFÍ vill nota tækifærið hér og þakka fyrir góða og skemmtilega heimsókn. Ari Guðmundsson, ritari BVFf.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.