Dagfari - 01.02.1979, Page 4

Dagfari - 01.02.1979, Page 4
4 þess hagnaðar, sem bandariska heims- valdastefnan hefur kreist út úr verkafólki í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum, þá verður að auka framleiðslu á öðrum vörum og þjónustu fyrir útflutning. Miðað við reynslu undanfarinna ára og horfur í dag, þá eru litlar líkur til þess að íslenska auðvaldsskipulagið geti aðlagað sig þessum breyttu aðstæðum án veru- legra áfalla. Herinn og einstaka fyrirbæri Hér að framan hef ég reynt að meta mikilvægi hersins fyrir íslenska efnahags- lífið út frá upplýsingum um hlut hersins í efnahagslífinu i heild. Við þá mynd þarf að bæta tveimur mikilvægum þáttum: I fyrsta lagi þá er herinn mikilvægari fyrir afkomu nokkurra stórra fyrirtækja hér á landi heldur en fyrir afkomu efnahagslífs- ins í heild. Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru Loftleiðir/Flugleiðir, Íszlenskir aðal- verktakar, olíufélögin og skipafélögin. Hvað Loftleiðir/Flugleiðir varðar þá er um að ræða þau forréttindi sem flugfélag- ið nýtur í Bandaríkjunum og augljóslega eru tengd veru hersins hér á landi og upp bygging og rekstur Keflavíkurflugvallar, eina alþjóðlega flugvallar landsins, sem herinn kostar. Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir tekjur hinna fyrirtækjanna árin 1972—74 i miilj- ónum króna á gengi dollars í dag (I USS = 320 kr.) 1972 1973 1974 Tekjur íslenskra aðalverktaka 1980 2287 1727 Hreinar tekjur olíufélaga 470 464 1125 Tekjurskipafélaga 367 621 814 Því miður hef ég ekki haft möguleika á að kanna nánar hversu mikilvæg viðskipt- in við herinn eru fyrir þessi fyrirtæki. Ofanskráðar tölur ættu þó i sjálfu sér að segja all nokkuð. í umræðum að undanförnu hefur komið fram að flutningar fyrir herinn væru sérstaklega mikilvægir fyrir þau skip sem sigla með frystan fisk á markað í Bandaríkjunum, Utanríkisviðskiptum ís- lands er sem kunnugt er þannig háttað, að útflutningur til Bandarikjanna er mikill en innflutningur þaðan er tiltölulega litill. Þess ber að gæta að tölurnar hér fyrir ofan eru miðaðar við fast gengi á dollar. Þótt verðfall dollarans hafi verið nokkuð á þessu tímabili, þá getu það ekki útskýrt nema lítinn hluta þeirra stofu breytinga sem verða milli ára. Einkum hlýtur að vekja eftirtekt hin mikla hækkun hreinna tekna oliufélaganna árið 1974, strax eftir olíukreppuna. I öðru lagi, þá eru margs konar önnur viöskiptatengsl á milli islenska auðvaldsins og bandarísku heimsvaldastefnunnar. Hér er t.d. um að ræða erlend lán, sem veitt hafa verið af stofnunum, sem tengd cru Nato með beinum hætti eða óbeinum (Marshallaðstoðin, sérstök Nato-lán, Alþjóðabankinn). Hér er einnig um að ræða mikilvægi herstöðvarinnar fyrir bandarisku heimsvaldastefnuna, sem gerir íslenska auðvaldinu kleift að nota herstöðina sem skiptimynt í millirikja- samningum. Þetta kom t.d. berlega i Ijós í síðasta þorskastriði, þegar Luns lýsti því yfir skömmu fyrir samningana við breska auðvaldið 1976, að það myndi kosta Nato 22 milljarða dollara (meir en tifaldar þjóð- artekjur íslands) að koma upp sambæri- legri stöð annars staðar. Þess ber þó að gæta í þessu samhengi að bandarískum stjórnvöldum er örugglega kunnugt um mikilvægi herstöðvarinnar fyrir íslenska auðvaldið. Það er þess vegna ekki gott að segja hversu alvarlega þau tækju hótun- um um brottför hersins. Það var sjálfsagt í og með þetta sem Geir Hallgrimsson hafði i huga þegar hann sagði þá fleygu setningu í umræðunni um aronskuna: „Það má ekki setja verðmiða á Island”. Lokaorð 1 þessari grein hcf ég reynt að draga upp mynd af mikilvægi hersins fyrir efnahags- líf íslenska auðvaldsins. Út úr þeirri mynd má auðvcldlega lesa að íslcnska auðvaldið og efnahagslif þess nærist að verulegu leyti á hermanginu. Það er þess vegna auðvclt að sjá það fyrir að miðað við nú- verandi aðstæður efnahagslífsins á íslandi, þá mundi brottför hersins leiða til alvar legra áfalla ef ekkert annað breyttist. Það er út í hött að ætla sér að neita þcssum staðreyndum eða að reyna að sneiða hjá þeim með því að stinga upp á framleiðslu greinum sem gætu leyst herinn af hólmi. Framþróun efnahagslífsins og aukning út- flutningsteknanna eru eilifðarvandamál, seni engar likur eru til að auðvaldið leysi farsællega á næstu árum, óháð því hvort herinn hverfur á brott eða ekki. Við verðum að lýsa bvi yfir að við vilj- um brottför hersins, þrátt fyrir þau efna- hagslegu áföll sem þvi kunna að fylgja. Samtímis getum við bent á þær augljósu staðreyndir, að það er einungis fáránleiki auðvadlsskipulagsins, sem gerir þjónust- una við herinn að mikilvægum þætti i efnahagslífinu. Við getum bent á að nteð þvi að það fólk, sem nú vinnur við þjón- ustu við herinn ynni við nytsama fram- leiðslu og þjónustu, mætti auka velferð al- mennings. Sósíalistar benda vitaskuld á að herinn er hér á landi til að verja auðvalds- skipulagið, en þetta skipulag skapar reglu- lega efnahagslegar kreppur og atvinnu- leysi. Gegn þessum afleiðingum auðvalds- skipulagsins verður verkafólk að berjast samtimis og það berst gegn hersetunni og veru Islands í Nato. Þær röksemdir sem ég hef sctt fram i þessari grein, benda eindrcgið til þess ai is- lenska auðvaldið niuni ekki gefa cftir í her- málinu fyrr en i fulla hncfana; jafnvel að það muni standa og falla með veru hers- ins. Ég ætla ekki hér að gerast spámaður í þeim efnum. Það sem skiptir mestu er að ákvcðin niðurstaða fáist fyrst með sigri í baráttunni gegn hernunt og Nato. Ásgeir Daníclsson. (Tölulegar upplýsingar i þessari grcin eru að mestu leyti sóttar í ritgcrðeftir Ingi- mund Sigurpálsson, sem birtist í Fjármála tiðindum nr. 1 1976.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.