Dagfari - 01.02.1979, Page 5

Dagfari - 01.02.1979, Page 5
5 G-ils Gudmundsson: ALHNGI OG HERSTÖ3MMÁL Sögulegt yfirlit Og nú var runninn upp hinn eftirminni- legi dagur 30. mars 1949. Þingfundur hófst, eins og boðað hafði verið, klukkan tíu árdegis. Þegar í byrjun fundar skýrði forseti frá því, að hann hefði ákveðið að bera upp tillögu þess efnis, að umræðan stæði ekki yfir lengur en í þjár klukku- stundir samtals. Var fáheyrt, eða jafnvel einstætt, að slík tillaga kæmi fram áður en untræða hæfist enda mótmæltu þingmenn Sósíalistaflokksins þessu eindregið og vitn- uðu til þingskapa. Forseti bar þá fyrir sig 37. grein þingskapa þar sem segir á þá leið, að ef umræður dragast úr hófi fram, megi takmarka ræðutíma. Var forseta þegar á það bent, að þessi umræða gæti ekki hafa dregist úr hófi fram, meðan hún væri alls ekki hafin. En forseti sat fastur við sinn keip og kvaðst bera tillögu sína undir at- kvæði. Einar Olgeirsson hrópaði: „Ég heimta að ræða þingsköp. Þann rétt getur forseti ekki tekið af mér.” En forseti neit- aði einnig um þann rétt og sagði: „Ég ber tillögun þá upp”. „Ég neita að þessunt að- gerðum sé beitt og krefst úrskurðar for- seta,” sagði Sigfús Sigurhjartarson. Ekki varð forseti við þeirri kröfu og lét at- kvæðagreiðsluna fara fram. Nafnakall var viðhaft, og notuðu flestir þingmenn Sósíal- istaflokksins rétt sinn til að gera grcin fyrir atkvæði sínu. Var greinargerð sumra þeirra í lengra lagi og gerðust ýmsir stjórn- arliðar brátt órólegir og heimtuðu að for- seti stöðvaði „ræðuhöld”. 1 greinargerð sinni rakti Áki Jakobsson meðferð málsins í þinginu, þar sem það hafði verið til um- ræðu aðeins einn dag með takmörkuðum ræðutíma. Tók forseti brátt að gefa honum áminningu um, að greinargerðin væri orðin of löng. Við aðra áminningu krafðist Áki forsetaúrskurðar. „Þingið hefur enga heimild til að svipta minni- hluta ntálfrelsi,” sagði hann. Greip nú forseti til bjöllunnar og hugðist stöðva þingmanninn með þeim hætti. Áki sagði þá að lokum: „Ég heyri, að hæstvirtur for seti er ekki frjáls ntaður. Formaður flokks hans situr framan við hann og hefur i hót- unum við hann.” Atkvæðagreiðslan Séra Emil Björnsson fráttamaður hefur lýst því, hvernig umhorfs var innan dyra Alþingis ntcðan atkvæðagreiðslan fór fram. Hann segir: „Þegar byrjað var að greiða atkvæði unt breytingartillögur þær sent frani höfðu Einar Olgeirsson komið við þingsályktunartillöguna unt At- lantshafsbandalagið, byrjaði grjótkastið. Það var þó heldur dræmt í fyrstu, eins og verið væri að þreifa fyrir sér, og sumar steinvölurnar brutu ekki eða sprengdu nema ytri ruðurnar, en í húsinu eru tvö- faldir gluggar. En þetta jókst smátt og smátt og um það bil er farið var að greiða atkvæði unt tillöguna sjálfa með nafna kalli, var orðin bein lífshætta að vera í þingsalnum og yfirleitt í herbergjum i þeirri hlið hússins, sem veit að Austurvelli. Ráðherra og forseti þingsins, Jón Pálma- son, voru verst settir allra, því að stólar þeirra eru næstir glugganum og snúa bökum að þeim.” Þridji hluti Jón Pálmason hefur lýst atvikum á þessa leið: „Rétt áður en atkvæðagreiðsla byrjaði, heyrðu alþingismenn óhljóð og upphróp- anir úti fyrir og bráðlega hófst grjótkast og forar á Alþingishúsið. Atkvæðagreiðsla stóð nokkuð lengi, því nafnakalls var krafist um hverja breytingartillögu og að lokum um tillöguna sjálfa. Fóru fram sjö nafnaköll alls. Allan tímann sem atkvæða- greiðslan stóð var grjótkast og forar á Al- þingishúsið. Flestar rúður á framhlið húss- ins voru brotnar og flugu steinar, sem inn um gluggann komu, víðsvegar um þingsal- inn. Glerbrotin hentust cinnig langt inn i þingsalinn. Glerbrotin hentust einnig langt inn i þingsal, en einkum hrúguðust þau að stólum forseta, skrifara og ráð- herra, sem allir eru innan við gluggana, eins og kunnugt er. . . Eins og útlitið var í þingsalnum á timabili, tel ég það mestu mildi, eða eigi skyldu verða meiri meiðsli á alþingismönnum en þarna átti sér stað.” Ekki urðu önnur meiðsli á þing mönnunum en þau, að Hermann Guð mundsson fékk hraungrýti i gagnaugað, en í grjótinu leyndist glerflís, sem gekk inn í gegnunt augnalokið og olli talsverðri blæðingu og síðan hljóp ígerð i sárið. Var Hermann frá störfum í tvær vikur. Um það bil sem forseti sleit fundi, náðu átökin utan Alþingishússins hámarki. En ekkert fékk breytt þeirri staðreynd, að með samþykki verulegs meirihluta Alþingis var Island orðið eitt þeirra ríkja, sem gerðist stofnaðili hernaðarbandalags. „Þegi þú, hirðstjóri" Mestur varð hávaðinn og taugaóstyrk- urinn meðan Einar Olgeirsson gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann hóf mál sitt á þvi að staðhæfa, að nú væru allar reglur og þingvenjur þverbrotnar og nefndi dærni þar um. „Við mótmælum þessurn mála- lengingum,” hrópaði Sigurður Kristjáns- son. „Ég ræö sjálfur minni greinargerð,” svaraði Einar. Þá greip Stefán Jóhann STefánsson forsætisráðherra einnig fram I og kallaði til Einars að hætta. „Þegi þú, hirðstjóri,” sagði Einar og hélt áfram máli sínu. „Vill ekki forseti láta þingmanninn greiða atkvæði?” hrópaði forsætisráð- herra. „Atkvæði!” sagði forseti. Einar hélt áfram greinargerð sinni: „Já, það er byrjað nýtt niðurlægingartímabil, þar sem forseta Alþingis er þröngvað til að brjóta þing- Framhald á bls. 21

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.