Dagfari - 01.02.1979, Page 16

Dagfari - 01.02.1979, Page 16
16 Framkvæmdanefnd ályktaði um bón- orðsför Benedikts Gröndal á fund sendi- herra Bandaríkjanna ogsendi mótmæli sín til fjölmiðla. í desember var byrjað að undirbúa fundi úti á landi. Slæmt veður tafði að þessir fundir hæfust, en nú hafa tveir fundir verið haldnir, á ísafirði og á Akur- eyri. Útsendari miðnefndar komst þó á hvorugan fundinn sökum veðurs. Beiðnir hafa borist um fundi víðar og verða þeir líklegaá næstunni. Miðnefnd hyggst senda bréf til þing- flokka og óska eftir viðræðum við þá um hermálið í tengslum við endurskoðun stjórnarsáttmálans. Útgáfuhópur hefur sett fram ýmsar hugmyndir um útgáfuefni. Má þar nefna útgáfu á skýrslum Þórs Whitehead og greinar sem birst hafa í Dagfara að undan- förnu eftir Gils Guðmundsson og Arna Björnsson um sögu baráttunnar gegn her- setunni innan þings og utan. Einnig hefur hópurinn áætlun sem honum hefur verið falin að vinna nánar, um útgáfu ársskýrslu SHA, er verði heimildarrit með marg- víslegum beinum upplýsingum, töflum og fleiri fróðleik. Á rit þetta að geta komið að góðum notum við margs konar ritgerðar- smíð og I áróðursstarfi. Ólafur Ragnar Grimsson kynnir á mið- nefndarfundi 16. janúar, starf og svið ut- anrikismálanefndar Alþingis. Mun nefnd þessi kanna margvísleg’ áhrif hersetunnar og leita til sérfræðinga og stofnana og ráða starfslið til þessa. Þá á nefnd þessi að fjalla um hver utanríkisstefna íslands eigi að vera, í eða utan NATO. Verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum nefndarinnar og eflaust hægt að notast við margar af rannsóknum hennar. Á framkvæmdanefndarfundum hafa verið tekin fyrir ýmis önnur mál, svo sem staða fjármála hverju sinni, gangur und- irbúnings þeirra verkefna sem fyrir liggja og samþykktir á tillögum frá starfshópum sem eru að vinna að sérstökum verkefnum eins og t.d. 30. mars. Þá hafa fundir mið- nefndar alltaf hafist á því að fram- kvæmdanefnd gefur skýrslu um starf sitt og stöðu mála. Fram til 30. mars mun miðnefndin halda fundi 1/2 mánaðarlega enda liggja mikil verkefni fyrir og margar ákvarðanir þarf að taka. Soffia. VESTURBÆJARHÓPUR Vcsturbæingar á ruslahaug ,,Verndarans”. 1 Vesturbæ hefur verið haldið uppi nokkuð reglulegu starfi siðan frá lands- ráðstefnu. Fundir voru haldnir tvisvar i mánuði. Tíminn fram að jólum fór að mestu í gerð dreifirits um olíumengun á Keflavíkurfiugvelli og þá hættu, sem vatnsbólum Suðurnesjamanna stafar af henni. Verkið reyndist seinunn- ara en gert hafði verið ráð fyrir, þvi mikill tími fór í hlaup milli Pilatusa og Heródesa embættismannakerfisins. Að lokum tókst þó að safna saman nægilega miklum heimildum til að úr mætti vinna dreifirit. Afrakstur þessa starfs varð svo dreifiritið „Brunnmígar Suðurnesjamanna”, sem út kom fyrir jólin. Til að efia enn frekar skilning okkar á þessum málum gerðum við ferð til Kefiavíkur til að berja ósköpin augum. Nutum við þar ágætrar leiðsagnar herstöðvaandstæðinga í Kefiavík. Við hlið herstöðvarinnar brostum við okk- ar bliðasta til lögregluþjónanna í hliðinu og þeir hleyptu okkur óáreittum í gegn. Með kænskubrögðum gátum við snuðrað þar um að vild án þess að nokkur gerði við það athugasemd. Að því búnu héldu Keflvíkingar okkur kaffisamsæti. Ferðin var hin fróðlegasta í alla staði ekki síst fyrir það að þarna gafst kærkomið tækifæri til að ræða við þá Kefivíkinga, kynnast skoð- unum þeirra og sérstöðu vegna nálægðar byggðarlagsins og tengsla við her- stöðina. Of lítið hefur verið gert að því hingað til að koma á slíkum kynnum milli herstöðvaandstæðinga viðs vegar um landið. Þau eru til þess fallin að efia innviði samtakanna og létta af þeirri einangrun, sem ríkt hefur hingað til. Dreifiritinu varsvo att að vegfarendum sem áttu leið um miðbæinn þann 19. og 23. des. Samhliða því voru seldar veitingar og fjölbreytt söluefni sam- takanna I tjaldi á útimarkaðinum. Til stóð að fiytja ávörp til að vekja enn frekari athygli á okkur, en lögreglan hafði stöðvað allt slikt fyrr um daginn vegna hættu á umferðatrufiunum. Eftir jólin tók eins og oft vill verða nokkurn tima að komast í gang aftur. En nú hafa Vesturbæingar dreift sér í ýmsan undirbúning fyrir 30. mars og verður það sjálfsagt ærið verkefni þangað til. Hér til hægri gefur að líta texta dreifibréfs þeirra Vesturbæinga; „Brunnmígar Suðurnesjamanna”.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.