Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 2

Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 2
Aðvent FRÉTTIR 59. árg. - 3. tbl. 1996 Utgefandi: S.d. aðventistar á Islandi Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgdarmaóur: Eric Guðmundsson Þýðandi: Guðjón Snorri Björgvinsson Setning: Sigríður Hjartardóttir Umbrot: Bergsteinn Pálsson Filmuvinna og prentun: Offse tpren t/Geirspren t hf. Guð vill dvelja meðal okkar Orbsending frá Aðalsamtökunum. egar Guð skapaði Adam og Evu setti hann þau í garð sem átti að vera heimili þeirra. Þau önnuðust blómin, dýrin og hvort annað. Vissulega var þetta paradís. Okkar fyrstu for- eldrar höfðu þar nærveru Guðs og upplifðu einlæga ham- ingju. En þegar syndin saurgaði þennan heim voru þau gerð brottræk af heimili sínu. Nýtt skjól varð þeirn nauðsynlegt. Þau þurftu þak }fir höfuðið. Þau þurftu tjald eða hús til að verjast veðri og vindum. Líkt og við upphaf þessa heims vill Guð nú dvelja meðal okkar, annast okkur og vernda. Hann vill dvel- ja meðal okkar, okkur til hamingju. Sálmaskáldið segir Guð dvelja á himnum (S1 123.1). Sannleikur- inn er sá að þessi voldugi Guð vill vera okkar á með- al. I 2M 25.8 segir „Og þeir skulu gjöra mér helgi- dóm, að ég búi mitt á meðal þeirra.“ Orðið „helgidómur“ er þýðing á hebreska orðinu „qodesh" sem þýðir helgað, eða frátekið til helgra at- hafna. Þetta er fallegt orð og þetta samhengi bendir til nærveru Guðs við fólk sitt og hvernig hann annast það. I musterinu hitti Guð og talaði við fólk sitt. Frekari boðskapur stofnunar musterisins var sá að Guð vildi stofna sérstakan hóp fólks sem yrði frábrugðinn öðrum þjóðum, fólk sem sýndi Guði hollustu og væri honum bundið með sáttmála. I gegnum þetta fólk gæti vilji og blessun Guðs opinberast heiminum. Páll segir okkur vera musteri Heilags anda (lKor 3.16). Guð vill dvelj- ast í okkur. Þegar musterið í eyðimörkinni var tilbúið „þá huldi skýið samfundatjaldið, og dýrð Drottins fýllti búðina“ (2M 40.34). Þannig getur dýrð Drottins einnig fyllt okkur í dag. Guð vill að við séum aðskilin heiminum. Hann vill að við lifum eins og fólk sem hef- ur verið frelsað með blóði lambsins. Hann vill að við neytum hins dag- lega brauðs. Guð vill að við séum stöðugt í sambandi við hann, að bæn- ir okkar rísi eins og reykelsi að náðarstólnum. Hann vill að olía Heilags anda smyrji allt okkar líf, heimili okkar og söfnuð. Guð vill að við upp- lifum hreinsandi þvott náðarinnar og höfum stöðugt í huga þörf okk- ar fyrir lamb Guðs sem var slátrað fyrir okkar syndir - Jesús Krist, frels- ara vorn. Nú þegar við rannsökum bænavikulestrana skulum við hafa það í huga, að musterið er tákn um að Guð vill dvelja meðal fólk síns og í hjörtum þeirra til að undirbúa það fyrir konungdæmi himinsins. Leo Ranzolin er varaforseti aðalsamtakanna. 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.