Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 3
HVILDARDAGUR
Slóð altaranna
Svar Guðs við dýpstu spurningum okkar
ROBERT S. FOLKENBERG
Imagnaðri bók sinni „Night “ segir Elie Wiesel, sem
lifði af helför nasista og er þekktur mannréttinda-
frömuður, frá reynslu sinni sem táningur í fanga-
búðum nasista þar sem honum var haldið föngn-
um fyrir það eitt að vera Gyðingur. Þar í búðunum
var tólf ára drengur gripinn fyrir að stela mat, líklega
brauðmolum einum, til að næra magran og tærðan lík-
ama sinn. Þennan sama dag og hann var gripinn af vörð-
unum átti að hengja hann. Hann átd hins vegar ekki að
deyja í einrúmi því verðirnir stilltu föngunum upp í röð til
áhorfs.
Fangarnir horfðu á með hrylling
þegar barnið, skjálfandi af ótta, var
sett í gálgann. En þá varð vandamálið
ljóst: Drengurinn var of léttur til
hengjast. Hann var orðinn svo rýr í
búðunum að þyngdarlögmálið dugði
ekki til verksins. I stað þess að deyja
hékk barnið í gálganum, engdist og
kipptist til og sparkaði og sló horuð-
um útlimum út í loftið, í andstyggileg-
um dauðadansi. Fangarnir horfðu á
með viöbjóöi án þess að geta nokkuð
gert á meðan barnið másaði, tók and-
köf og kastaðist til og frá í sársauka, en
hélt dauðahaldi í líftóruna. Þetta hélt
áfram án afláts - barnið gat ekki dáið -
þar dl einn fangana hrópaði gegn
þessari takmarkalausu illsku: „Hvar er Guð?“
Hvar er Guð? Hvar var Guð? Hvers vegna leyfði hann
slíkan atburð? Þetta hróp hefur heyrst frá örófi gegnum
þær þúsundir ára sem mannkynið hefur mátt þjást. Þar
höfum við hangið og sparkað og slegið gegn, að því að
virðist, ótæmandi illsku. Hvort sem um ræðir kynþátta-
hreinsun í Bosníu, eldsvoða í heimahúsi um jólin í Fíla-
delfíu, jarðskjálfta á Indlandi eða feijuslys viö strönd Finn-
lands þar sem hundruð drukknuðu, þá hefur vonska
þessa heims aftur og aftur fengið menn til að hrópa:
„Hvar er Guð.“
Sannleikurinn er jafn einfaldur og hann er djúphug-
ull: Guð var á Golgatahæð að deyja fyrir syndir okkar.
Þetta er eina svarið sem getur hjálpað okkur, okkur sem
sjáum „svo sem í skuggsjá" (lKor 13.12) þegarvið reynum
að sjá dlgang í tilveru sem margir sjá sem tilgangslausa. I
þúsundir ára hefur lexía Golgatahæðarinnar verið kennd
með fórnarkerfi sem var stofnsett í Edensgarði skömmu
eftír syndafallið. Þó að margir nútímamenn afskrifi sög-
una um fall mannsins í Eden sem táknsögu þá trúum við
aðventistar - sérstaklega vegna þess innsæis sem við höfum
fengið hjá Anda spádómsgáfunnar - á raunveruleika þeir-
ra atburða sem lýst er sem upphafi illskunnar og þjáning-
arinnar sem hefur elt mannkynið frá upphafi.
DÝRKEYPT LÆKNING
Ég vil hins vegar skoða lækningu illskunnar, ekki upp-
haf. Vegna þess að synd er heilagleika Guðs óvirðing (per-
sónu hans eins og hún birtist í lögmál-
inu) þá orsakaði fall Adams og Evu bil
milli skapara og syndugra einstak-
linga, bil sem hvorki iðrun né nokkuð
mannanna verk gat brúað. Þar og þá
varð vandmálið, sem Adam og Eva or-
sökuðu, að stærra vandamáli en bara
þau eða jafnvel allt mannkynið. Sér-
staklega er þetta satt ef höfð er í huga
deilan mikla milli Guðs og Satans.
Þetta er ekki ólíkt því þegar Gavrilo
Princip skaut Ferdinand erkihertoga
Austurríska-Ungverska keisaradæmis-
ins, morð sem fæddi af sér fyrri heim-
styrjöldina. Málið snérist ekki lengur
um Princip, ofstopafullan stjórnleys-
ingja. Þannig var það einnig með
syndafallið, nema hvað að meira
þurfti til en samanlagða krafta Bandaríkjahers og banda-
manna til að útkljá það mál. Lífs sonar Guðs var krafist.
„Vegna þess að lögmálið er jafn heilagt Guði sjálfum, þá
gat einungis verajöfn Guði bætt fyrir brotið. Enginn ann-
ar en Kristur gat frelsað mannkynið frá bölvun lögmálsins
og samræmt það himninum. Kristur myndi taka á sig sekt
og smán syndarinnar - synd svo andstyggilega heilögum
Guði að faðir og sonur myndu verða aðskildir. Kristur
mundi teygja sig inn í innstu kima ömurleikans til að frel-
sa sýkt kyn mannanna.“ (Patriarchs and Prophets, bls. 63).
Akvörðun Krists, að taka á sig sekt og smán syndarinn-
ar, hóf það sem er kallað „hinn eilífi sáttmáli" þar sem son-
urinn bauð sig fram til að taka á sig mynd manns, neitandi
sér sjálfum um dýrð himinsins, og tíl að taka á sig afleið-
ingar syndarinnar. Hann myndi gefa líf sitt og fullnægja
þannig dauðadóminum þannig að enginn sem kæmi til
frelsarans í trú þyrfti að taka út þá refsingu: „Hann var í
Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að
vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd
Með dauða sínum
opnaði Kristur
dyr himinsins
upp á gátt
AðventFréttir
3