Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 5

Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 5
inni og seinna í musteri Salómons, eða Samúels, Elía, Davíðs, Salómons, sem allir leiddu fólk sitt fyrir Guð, þá var það ávallt tilgangur hennar að minna fólk á að afleiðingar syndar- innar er dauði. Þegar þeir stóðu fyr- ir framan altarið og fórnuðu skildu þeir hversu aumir þeir voru frammi fyrir Guði. Þeir gátu einungis rétt fram biðjandi hendur sínar, fullvissir þess að Guð myndi ekki snúa baki við iðrandi syndara. Þeir komu ekki að altarinu í ótta heldur í trausti þeirrar fullvissu að þeir væru í sátt við skapar- ann og að þeirra væri friðurinn og vonin. VEGNA DAUÐA HANS En fórnirnar öðluðust einungis merkingu þegar þær bentu fram til frelsarans sem mundi með fórn sinni sigra Satan, dauðann og svo einnig allt illt. Spámaðurinn Jesaja sagði eftirfarandi um þessa fórn: „Vér fór- um allir villir vega sem sauðir, stefnd- um hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á hon- um. Hann var hrjáður, en hann lítilætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyr- ir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum“ (Jes 53.6, 7). Aftur og enn viðurkenndu ritarar Biblíunnar tengslin milli altarisins og Krists. Jóhannes skírari kallaði til fólksins: „Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins" (Jh 1. 29), lambið að sjálfsögðu tákn fórnarinnar. Pétur segir svo: „Þér vitið, að þér voruð eigi leystir með hverfulum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér höfðuð að erfðum tekið frá feðr- um yðar, heldur með blóði hins lýta- lausa og óflekkaða lambs, með dýr- mætu blóði Krists. Hann var útval- inn, áður en veröldin var grundvöll- uð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar. Fyrir hann trúið þér á Guð, er vakti hann upp frá dauðum og gaf honum dýrð, svo að trú yðar skyldi jafnframt vera von til Guðs“ (1 Pt 1.18-21). í Hebreabréfmu er tal- aða um Krist sent æðsta prest að hættu Melkísedeks, sem starfar fyrir verðleika blóðs síns, hin eina sanna fórn sem máir burt alla sekt og sættir þá föðurnum sem blóði hans eru drifnir. „En Kristur er kominn sem æðsti prestur hinna komandi gæða. Hann gekk inn í gegnum hina stærri og fullkomnari tjaldbúð sem ekki er með höndum gjörð, það er að segja er ekki af þessari sköpun. Ekki fór hann með blóð hafra og kálfa, heldur með eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skipti fyrir öll og aflaði eilífrar lausn- ar“ (Heb 9.11, 12). Með dauða sínum opnaði Kristur dyr himinsins upp á gátt fyrir hvern þann sem krýpur við altarið í auð- mjúkri trú. Við, sem áður vorum dæmd til dauða, vonlaus og hjálpar- vana í neti syndarinnar, er nú veitt lausn fyrir blóð hans. Við erum kom- in frá dauða til lífs, jafnvel hér og nú. „Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið“ (ljh 5.12). I Opinberunarbókinni er oft talað um Krist sem lamb. Hver spádóms- hluti byrjar á æðsta presti að störfum í musterinu. Fyrst birtist hann hjá ljósastikunum, þar næst við altarið og svo við náðarstólinn þar sem prestar hins jarðneska musteris stökktu fórn- arblóðinu. Þar næst birtist hann, sem lambið almáttuga á leið til jarðar fólki sínu til frelsunar, fólki sem hefur áunnið sér rétt til að fylgja Kristi hvert sem er. Þetta eru frelsaðir íbú- ar hins komandi konungdæmis, sem verður loks endurskapað til samræm- is við skapara sinn. „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið“ (Opb 21.4). I dag lítum við á þessa slóð altara í ljósi krossins; einungis þannig er fylli- lega hægt að skilja boðskap þeirra. Þegar ljós krossins lýsir þannig upp hverja fórn ættum við að fyllast þakk- læti og kærleika á Guði og vonast til að líta hann augliti tíl auglitis sem fyrst til að falla þakklát að fótum hans. Okkur hefur verið lofað, þökk sé krossinum sem uppfyllingu allra fyrri fórna, að vonbrigðum og byrð- um verður af okkur létt og að við munum ganga með Guði á hærra stigi en ímyndun okkar nær. Þetta er vonin sem leiðir okkur og heldur okkur gangandi, hvert andar- tak, hvern dag. Þetta er okkar von jafnvel í allri þeirri illsku sem um- kringir okkur, von fædd af kærleika sem er hafmn yfir þær þjáningar sem eru svo illskiljanlegar í dag. Þetta er kærleikur sem kallar frá krossinum og segir: „Treystið á mig, það eruð þið sem ég elska. Treystið mér, ég dó fýrir ykkur. Treystið mér, sá dagur mun koma að ég svara öllum þeim spurningum sem nú finnast ekki svör við. Spurningum eins og hvers vegna drengurinn þarf að hanga í snöru, of léttur þó til að hálsinn brotni.“ Þetta er boðskapur fórnarkerfisins. Þetta er boðskapur krossins. Megi Guð gefa að við höfum ekki bara eyru til að heyra, heldur til að hlusta. TIL UMRÆÐU Hvernig getur krossinn hjálpað mér til að útskýra illsku og þjáningu heimsins? Hvaða lærdóm get ég dregið af slóð altaranna sem ættfeðurnir til forna skildu eftir sig hvar sem þeir fóru? Hvert er guðfræðilegt gildi altar- anna? Robert S. Folkenberg er forseti adalsamtaka Sjöunda-dags aðventista. AðventFréttir 5

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.