Aðventfréttir - 01.03.1996, Qupperneq 8
MANUDAGUR
Fjársjóður
musterisins
Huglevbing um starfsvettvang Jesú Krists
SHIRLEY BURTON
Dagblöð og tímarit veita oft innsæi í andlegan
sannleik. Forsíður þriggja amerískra tíma-
rita höfðu þó óneitanlega sterkan boðskap
að flytja Sjöundadags aðventistum fyrir
u.þ.b. ári síðan. Fyrsta blaðið hóf til skýj-
anna hafnarboltaleikmann einn og
birti hann á forsíðunni, í stað íjrrótta-
síðanna, í nánast heila viku. Af hverju?
Jú, vegna þess að hann jafnaði fyrra
met í samfelldri mætingu til leiks..
Hann hafði ekki látið sig vanta til leiks
í þrettán ár. Hann var heiðraður með
því að fólkið reis úr sætum og klapp-
aði í fimm mínútur á heimavelli lians
í Baltimore.
Kvöldið eftir, eftir að hafa slegið
metið sem hafði staðið í 56 ár, var
hann umvafinn aðdáun nærri 50.000
áhangenda, ungum sem öldnum, fá-
tækum sem ríkum og jteirra á meðal
forseta og varaforseta Bandaríkjanna.
Fólkið stóð og klappaði í tuttugu mín-
útur.
Ameríka kann að hafa þurft á góð-
um fréttum að halda í stað venjubundinna frétta af of-
beldi, blekkingum og glæpum. En mér varð hugsað til
hans sem í raun einn á heiður og vegsemd skilið. Hans,
sem einn getur breytt rás fréttnæmra atburða.
Verk hans eru á öðrum nótum en á Camden Yards leik-
vanginum í Maryland. Hann hefur verið að setja met í
6000 ár og á alveg sérstakan hátt síðastliðin 2000 ár og þau
mun glæsilegri en þau sem sett eru á amerískum leikvöng-
um.
FÁGAÐUR VINNUSTAÐUR
Þó augu okkar hafi ekki séð né heldur eyru okkar heyrt,
né hugmyndaflug okkar dugað til að ímynda okkur
hversu fagur vinnustaðar Krists er (lKor 2.9), þá höfum
við ákveðnar vísbendingar um fágun og glæsileika hans.
Guð eyddi miklum tíma í að skýra frá því í smáatriðum
hvernig Móse skyldi byggja nákvæma eftirlíkingu í eyði-
mörkinni.
Ekkert tungumál jarðarinnar dugar til að lýsa fegurð
birtunnar af sjöarma ljósastikunni og endurskini hennar
frá gullfóðruðum veggjunum. Stikan sjálf yndislega
skreytt liljublómum. Þá kom skoðunarbrauðsborðið, reyk-
elsisaltarið, loftið og tjöldin, ofin úr bláum og fjólubláum
purpura og skarlati ísaumuðu gulli og silfri, hangandi á
lykkjum úr skíra gulli. (Þræðirnir á klæðinu í hinu jarð-
neska musteri voru ofnir sem kerúbar, tákn um þær him-
nesku verur sem starfa með Kristi í hinu himneska: Það
var ekki hægt að líkja eftir himneskri
fullkomnun þeirra á jörðu niðri.)
Kyrtlar musterisþjónanna voru einnig
stórkostlegir að sjá, saumaðir með blá-
um og fjólubláum purpura, skarlati
og gullþráðum, með brjóstbrynju
þakta fjórum röðum af eðalsteinum.
Hver röð var búin þremur gerðum
steina í gullumgjörð grafna nöfnum.
Bjöllur úr gulli héngu á faldi kyrtl-
anna.
HIÐ ALLRA HELGASTA
Hann hefur fiutt starfsemi sína inn í
innri stofu dómarans, ef svo má að
orði komast, það sem hann kallar það
allra helgasta. Þar er eitt húsgagn að
finna, eða kistu úr sérstökum viði sem
þakinn er gulli og yfir kistuna teygja sig tveir kerúbar. I
kistunni er að finna lög þau sem setja staðalinn sem við
erum dæmd samkvæmt, en ofan á kistunni er sérstök gull-
srníð sem kallast náðarstóllinn.
Um þessa fegurð leikur yndislegur ilmur reykelsis -
„verðleiki hans talinn okkur til tekna.“ Um þetta er gullalt-
arið sem Israelsmenn smíðuðu sem tákn.
Forréttindi vinnu Krists fljúga mér í hug þegar ég les
feitletraða forsíðufrétt um íþróttamann: „Saklaus“. Kvið-
dómur hafði sýknað hann af morðkæru.
En þessi lögfræðingur/meðalgöngumaður/dómari,
segir þetta dag hvern, mörgum sinnum á dag, vegna þess
lausnargjalds sem greitt var á hrjúfum krossi fyrir langa
löngu. „Hann ávann sér rétt til þess að vera ekki bara full-
trúi mannkyns heldur lögmaður þeirra og dómari einnig.
Þannig má hver sál með sanni segjast eiga vin í dómsaln-
um“ (SDA Bible Commentary, Ellen G. MTtite Comments,
7.bindi, bls. 930).
„Þegar bænir þeirra sem biðja í einlægni og iðrun ná
himnum segir hann við föðurinn „ég tek á mig synd
þeirra. Megi þeir standa saklausir fyrir augliti þínu.““
(SDA Bible Commentary, Ellen G. White Comments,
7.bindi, bls. 930).
Jesús er sá
eini sem á
loforð
alheimsins
skilib.
8
AðventFréttir