Aðventfréttir - 01.03.1996, Síða 9
Allt sem við þurfum að
gera er að gangast við synd
okkar og biðjast fyrirgefn-
ingar. „Það er engin synd
sem hann ekki fyrirgeíur"
(SDA Bible Commentary,
Ellen G. Wltite Comments,
7.bindi, bls. 930). Þetta
eru vissulega góðar fréttir.
GUÐLEGUR LÖG-
MAÐUR
Sagan sannar það. Við
konuna sem var gripin í
framhjáhaldi sagði hann:
„Eg sakfelli þig ekki held-
ur. Far þú. Syndga ekki
framar" (]h 8.11).
Við þann lamaða sem var
látinn síga niður um þakið þegar
ómögulegt var að komast inn um
hurðina sagði hann: „Barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar" (Mk
2.5).
Af öðru dlefni bað hann „Faðir,
fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki,
hvað þeir gjöra“ (Lk 23.34).
Hefur þú íhugað upp á síðkastið
við hvaða aðstæður þetta var sagt?
Þetta hafði Ellen G. MTrite að segja i
bókinni Þrá aldanna: „Flekklaus son-
ur Guðs hékk á krossinum, hörund
hans sundurtætt af barsmíð, hendur
þær sem svo oft höfðu teygt sig öðr-
um til blessunar negldar við tréslá,
þessir fætur sem höfðu gengið
óþreytandi í þjónustu kærleikans
negldir við tréð, höfðinglegt höfuð
hans þyrnum stungið eftir kórónuna,
þessar skjálfandi varir sem mynduðu
örvæn tingarópin...
Hann sem hafði skikkað hafið til
hlýðni og gengið á hvíttoppuðum
bylgjunum, sem hafði skelkað svo
marga djöfla og rekið sjúkdóma á
flótta, sem hafði opnað augu þeirra
blindu og kallað látna tíl lífs, bauð
sjálfan sig sem fórn á krossi, sökum
kærleika hans á þér“ (Desire of Ages,
bls. 755).
Hvernig getum við varist því að
segja „Sjáið hvílíkan kærleika faðir-
inn hefur auðsýnt oss“ (ljh 3.1)?
Lögmaður okkar greiddi sjálfur
það verð sem upp var sett fyrir þau
forréttindi að gerast fulltrúi okkar í
hinum fyrsta réttarsal sem við köllum
musteri. Það skiptír engu hvað það
kann að vera, framhjáhald, að hafa
misþyrmt barni nteð orðum eða
gjörðum, svik í viðskiptum, að van-
helga staðla kynlífsins, hnupla skrif-
stofupennum tíl heimabrúks, rykkja
stoðum undan sjálfsöryggi einhvers,
taka út á fyrirtækisreikninginn, stela
mat fyrir fjölskylduna, taka tíundina
til eigin nota, lasta nafni Guðs, hvað
sem það kann að vera sem nagar sam-
viskuna á hljóðum stundum.
SAKLAUS
Hann bíður þess enn að við getum
sagt „þú varpaðir að baki þér öllum
syndum mínum“ (Jes 38.17). ,Já, þú
munt varpa öllum syndum vorum í
djúp hafsins“ (Mík 7.19). Hann bíð-
ur þess að segja „Eg, ég einn afmái af-
brot þín sjálfs mín vegna og minnist
ekki synda þinna“ (Jes 43.25).
Þá kemur að þriðju fyrirsögninni
sem kom stuttu á eftir hinum tveim-
ur. A forsíðu eins stærsta tímarits
Bandaríkjanna var mynd afjóhannesi
Páli páfa í tilefni fjórðu opinberu
heimsóknar hans til Bandaríkjanna.
„Heiðra föður þinn“ var fyrirsögnin.
Hann lítur út fyrir að vera vænn
maður og hann hafði eitt og annað
gott að segja um þörf Bandaríkjanna
fyrir afturhvarf að siðferði Biblíunn-
ar. En Jóhannes Páll páfi er ekki fað-
ir okkar, það var ekki hann sem lagði
línurnar um góða hegðun og hann er
ekki sá sem „bauð brotinn líkama
sinn til fórnar til að endurheimta arf
Guðs og halda ný réttarhöld mann-
kyninu til handa“ (Christ's Object
Lessons, bls. 156).
Jóhannes Páll páfí kann að vera
hirðir fleiri milljón manns um allan
heim en okkar faðir skóp það fólk og
okkur öll og hann þekkir hvert okkar
með nafni.
Hvað meira er, páfi er ekki sá sem
mælir fyrir okkar hönd í
himnasölum. Hann er
ekki sá sem reit bókina sem
á skilið athygli okkar. Það
er ekki hann sem lýsti bæði
musterinu og þjónustu
þeirri sem þar fer fram.
Það var ekki hann sem
gerði krossinn að tákni fyr-
irgefningarinnar. Það er
ekki hann sem hefur valdið
tíl að kasta syndum okkar í
hafsdjúpið.
FJARSJOÐURINN
Það er Kristur sem getur
gert þetta allt og það er
hann sem er fjársjóður
musterisins. Það er hann
sem á skilið langvarandi lófatak -
fagnaðalæti alheimsins. Kristur einn
hefur rétt til að segja „saklaus“. Fjár-
sjóður himinsins er meira en einung-
is glitrandi fegurð, guðdómleg tónlist
og yfírstrikað syndaregistur. Stærsti
fjársjóðurinn er Kristur. Hann er
rannsóknaraðili með innsæi, löggilt-
ur prófdómari, guðdómlegur mála-
umleitunarmaður, himneskur meðal-
göngumaður, friðþægingaraðili full-
ur náðar og kærleiksríkur í fyrirgefn-
ingu.
TIL UMRÆÐU
Kannski kemur alvarlegasta hug-
leiðingin frá Páli í bréfi hans til Kor-
intumanna: „Vitið þér eigi, að þér
eruð musteri Guðs og að andi Guðs
býr í yður?“ (1 Kor 3.16). Hvaða áhrif
hefur þetta á líf mitt?
Ef ég og þú erum musteri Guðs,
jarðneskur dvalarstaður hans sem á
að venjast fágunar og glæsileika ei-
lífðarinnar, hvernig musteri erum við
honum í dag?
Hvernig erum við að búa okkur
undir stórkostlega nærveru hans dag
hvern hér og nú?
Shirley Burton er á eftir-
launum eftir 40 ára starf
í þágu adventista sem
kennari, rithöfundur og
samskiptatœknir. Á eftir-
launum kennir hún þó
AðventFréttir
9