Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 13
ingu. Hann hafði nú „eitthvað fram að bera“ (Heb 8.3). Eftir upþrisu hans var Kristur „settur á hásæti mitt á meðal aðdáunarfullra engla. Strax og þeirri athöfn lauk fór Heilagur andi til starfa og fyllti lærisveinanna og vissulega var dýrðin Krists, jafnvel sú dýrð sem hann hafði átt með föð- urnum frá upphafi. Uthelling Heilags anda var tákn að himni ofan að innsetningarathöfn frelsarans var lokið. Líkt og hann hafði lofað sendi hann Heilagan anda fýlgjendum sín- um sem tákn um að honum hefði nú verið úthlutað, sem presti og kon- ungi, vald yfir himni og jörð og væri nú sá smurði yfir fólki sínu“ (Acts of the Apostles, bls. 38, 39). I kraftí upphafningar þeirra að vera prestur og konungur gat Kristur sinnt öllum verkum þeim sem guðdómur- inn gat sinnt. Sem æðsti prestur vann Kristur allt þar til 1844, verk aðeins lauslega tengt upphaflegum tilgangi musterisins. Það verk átti sér hlið- stæðu í verki presta í hefð Arons í jarðneska musterinu. Þetta var sú þjónusta sem var stöðug allt árið um kring (svokölluð „daglega“ þjónust- an). Ný vídd var komin í meðalgöngu Krists vegna þess að friðþægingar- fórn hans var fullkomnuð. Frelsun hins iðrandi syndara var ekki lengur grundvölluð á framtíðarloforði. Þessi sama þjónusta sem iðrandi syndurum Gamla testamentisins stóð til boða stendur iðrandi syndurum einnig til boða nú vegna meðalgöngu lambs- ins. 1844 byrjaði Kristur síðasta áfan- ga starfs síns sem meðalgöngumaður. FYRIR 1844 Við heyrum oft að hin raunverulegi friðþægingardagur hafi byrjað 1844. Þessi )4irlýsing er mjög ónákvæm og menn ættu að segja þetta með fyrir- vara. A sinn hátt var holdtekjan hin raunverulegi friðþægingardagur. „Líkt og þegar æðsti presturinn lagði embættisskrúða sinn til hliðar og íklæddist hvítum kyrtli hins venjulega prests, varð Kristur þjónn og færði fórn, hann sjálfur presturinn og fórn- in“ (Desire of Ages, bls. 25). A sinn hátt var dauði Krists hinn raunverulegi friðþægingardagur. Kristur var fórnin syndum hlaðin (Jes 53.6; lPt 2.24), hin raunverulega fórn sem allar hinar fórnirnar höfðu vísað til. Þó var Kristur sjálfur synd- laus (lPt 2.22) og dauði hans raun- veruleg uppfylling kiðfórnarinnar, en við þá fórn voru engar syndir taldar upp. 1844 hóf Kristur lokaáfanga meðal- göngustarfs síns á himnum, þann hluta sem hreinsun musterisins á jörðinni hafði verið tákn um en jtað var verk æðsta prestsins. Urn þetta er talað í Dn 7.9-13, 22, 26 og 8.14. Hér talar Kristur um dóm- inn fýrir endurkomuna þegar hann hvetur lærisveinanna „Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fýrir Mannssynin- um“ (Lk 21.36). Til jiess að það gangi upp að vera varaðir við til að „umflýja allt þetta“ þá hlýtur þetta að vera áður en upprisan á sér stað við endur- komu Jesú Krists. Þetta á einungis við um þá sem eiga nöfn sín í lífsins bók: „I hinni táknrænu þjónustu eftir- myndarinnar voru aðeins þeir, sem höfðu komið fram fýrir Guð með játningu og iðrun, og fengið syndir sínar bornar með blóði syndarfórnar- innar inn í helgidóminn, þátttakend- ur þjónustunnar á degi friðþægingar. Þannig koma á degi hinnar hinstu friðþægingar og dómsrannsóknar þau mál ein til álita, sem varða já- tendur trúarinnar á Guð“ (Deilan mikla, 497). „Lífsins bók hefur að geyma nöfn allra þeirra, sem einhvern tíma hafa gengið í þjónustu Guðs“ (Deilan mikla, 497). OKKAR HLUTVERK Þó að síðasti hluti þjónustu Krists hafi byrjað 1844 þá heldur meðal- ganga hans fýrir hönd iðrandi synd- ara (þjónusta hans í ytri sal musteris- ins) stöðugt áfram líkt og gert var í Israel til forna. Enn stendur okkur til boða fýrir trú allar þær blessanir sem frelsunaráformið býður upp á. Af því að Kristur er nú að störfum við síðasta hluta meðalgöngunnar og vegna þess að okkur standa blessan- irnar til boða þá er það okkar „að gjöra köllun (okkar) og útvalning vissa“ (2Pt 1.10) og að hreinsa „oss af allri saurgun á líkama og sál og full- komnum helgun vora í guðsótta" (2Kor 7.1). Við verðum að taka til okkar þessi orð: „Snúið yður og látið af öllum syndum yðar, til þess að þær verði yður ekki fótakefli tíl hrösunar. Varpið frá yður öllum syndum yðar, er þér hafið drýgt í gegn mér, og fáið yður nýtt hjarta og nýjan anda“ (Esk 18.30, 31). Þegar dregur að lokum munu trú- fastar konur og trúfastir menn um all- an heim hljóta blessun og náð, fýrir tilstilli Heilags anda sem æðsti prest- ur okkar lætur út ganga og þá í kær- leiksríkri hlýðni sýna anda Krists, per- sónu hans og kærleika. TIL UMRÆÐU Hvernig myndir þú útskýra mis- munandi hlutverk hins þríeina Guðs í frelsun mannsins fýrir einstaklingi sem ekki er kristinn? Hversu mikilvægt er að skilja verk Krists í hinu allra helgasta á himnum dag? Gordon Jenson er rektor Spicer háskólans í Pune á Indlandi. AÐVENTFRÉrriR 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.