Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 15
und af öllu, sem ég eignast“ (Lk
18.11, 12).
Kristur nefnir þá betra fordæmi.
Með þrettánda versi breytist skyndi-
lega dæmisagan með einu litlu orði,
þ.e. „en.“ „En tollheimtumaðurinn..."
Þó sumar þýðingar segi: „Og toll-
heimtumaðurinn..." þá er þunga-
miðja sögunnar þessi samanburður á
fyrri manninum við þann seinni. „En
tollheimtumaðurinn stóð langt frá og
vildi ekki einu sinni hefja augu sín til
himins, heldur barði sér á brjóst og
sagði: Guð, vertu mér syndugum líkn-
samur!“ (Lk 18.13).
Hvílíkur samanburður! Farísean-
um fannst það réttur hans að standa í
musterinu, tollheimtumanninum
voru það forréttindi. Faríseinn stóð
öruggur með sig, tollheimtumaður-
inn fullur iðrunar. Faríseinn hafði
allt með sér nema það eitt sem hann
þurfti. Tollheimtumaðurinn hafði
ekkert sér tíl málsbóta, annað en það
eina sem skiptir máli. Faríseinn
kunni allt sem við kom ytra trúar-
haldi, ekkert um trú. Tollheimtu-
manninum vantaði allt ytra trúarhald
en hafði trú.
I kaflanum „Tveir tilbiðjendur'* í
Christ's Object Lessons (Dæmisögur
Krists) notar Ellen G. White þessi orð
til að lýsa fyrri manninum: „sjálfshæl-
inn“, „sjálfsánægður“, „sjálfsánægja",
„sjálfsréttlátur", „sjálfsöruggur",
„montinn", „sjálfsálit“ og „sjálfselsk-
ur.“ Einungis ein lýsing finnst á hin-
um: „afneitun á sjálfinu.“ Báðir sáu
sama fórnarlamb við athöfnina í
musterinu. Annar sá aðeins sjálfan
sig, hinn frelsarann. Hvern sjáum ég
og þú þegar við erum saman komin í
húsi Guðs?
HORFANDI Á
NÁÐARSTÓLINN
Þegar tollheimtumaðurinn bað,
„Guð, vertu mér syndugum líknsam-
ur!“, er hann að biðja um náð og mis-
kunn af öðrum toga heldur en er að
finna í vel þekktum versum: „Sælir
eru miskunnsamir, því að þeim mun
miskunnað verða" (Mt 5.7), eða „En
Guð er auðugur að miskunn. Af mik-
illi elsku sinni, sem hann gaf oss“ (Ef
2.4), eða „Göngum því með djörfung
að hásæti náðarinnar, til þess að vér
öðlumst miskunn og hljótum náð til
hjálpar á hagkvæmum tíma“ (Heb
4.16). Gríska orðið eleos sem er í
þessum versum þýtt sem miskunn, lýs-
ir miskunn samfara meðaumkun, hlý-
leika og skilningi.
Tollheimtumaðurinn fer dýpra í Lk
18.13. Horfandi á fórnarlambið sem
fórna á fyrir syndir hans þá notar
hann annað orð en eleos. Það orð
sem hann kýs er hilastérion sem sum-
ir mundu þýða sem miskunn, en
vegna þess að þetta er orð frá athöfn-
um musterisins þá er það sennilega
best þýtt sem friðþæging: „Guð, frið-
þægðu fyrir mig“, er það sem toll-
heimtumaðurinn er í raun að segja.
Páll notar þetta sama orð í Rm 3.24,
25: „og þeir réttlætast án verðskuld-
unar af náð hans fyrir endurlausnina,
sem er í Kristi Jesú. Guð setti hann
fram, að hann með blóði sínu væri
sáttarfórn (hilastérion) þeim sem
trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt,
því að hann hafði í umburðarlyndi
sínu umborið hinar áður drýgðu
syndir.“ Einnig Jóhannes notar þetta
orð þegar hann fullvissar okkur um
að við eigum okkur „árnaðarmann
hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn rétt-
láta“ og að hann sé „friðþæging (hila-
stérion) fyrir syndir vorar og ekki ein-
ungis fyrir vorar syndir, heldur líka
fyrir syndir alls heimsins" (ljh 2.1,2).
Ef við hugsum aðeins lengur um
þetta orð sem tollheimtumaðurinn
notar þá sjáum við að það er einnig
notað í Septuagintu (Sjötíumanna
þýðingunni, grísku þýðingunni á
Gamla testamentinu) þegar orðið
kapporeth er þýtt en það orð þýðir
lok það sem felur lögmálið eða hlíf
náðarstólsins. Tollheimtumaðurinn
er því að biðja um sættir og biður því
svo: „O Guð, friðþægðu fyrir mig
með því að bregða hlíf náðarstólsins
yfir syndir mínar.“
Hvað er náðarstóllinn? Þegar Guð
með innblæstri sínum gaf teikning-
arnar af hinu jarðneska musteri þá
skyldi innra herbergið, hið allra helg-
asta, hýsa þann hlut helgastan sem
Israelsmenn áttu, sáttmálsörkina (2M
25.17-22). Örkin geymdi boðorðin
tíu. „Lokið á örkinni", útskýrir Ellen
G. Wliite, „var kallað náðarstóllinn til
að ljóst væri að þó hegningin fyrir
óhlýðni væri dauði, þá væri náð að fá
hjá Kristi sem frelsaði iðrandi syndara
sem trúði. Eina von mannsins erjesús
Kristur sem gefur syndaranum sinn
kyrtil réttlætisins í stað forugra
garma“ (Youth's Instructor, 18. ágúst,
1886).
Þegar þú stendur frammi fyrir Guði
og sérð þar Krist þá er það ekki góð-
mennska þín sem þú villt minnast,
sem, ef hún er þá þín, útílokar þig frá
himnum. Það er góðleiki Krists sem
frelsar okkur.
Hvað er bót á misgjörd minni ?
Mín frelsun er í blóði Krists.
Hvað er makstur sálu tninni ?
Mín frelsun er í blóði Krists.
Já, dásamleg er lífsins lind
sem laugar mig af allri synd.
Já, mínar vonir mennskar bind;
mínfrelsun er í blóði Krists. -
Robert Lowry.
Viðurkennir þú að þú ert syndari
aðskilinn frá Guði eða að þú hafir
ekki enn náð þeim andlega þroska
sem þér er mögulegur? Eg beini að
þér náð, miskunn og sáttarvilja Guðs
og hans ótakmarkaða, óhlutdræga og
óhlutstæða kærleika sem getur öllu
umbreytt. Komið að náðarstólnum
og kijúpið í einlægri bæn.
Frá lífsins veðri og vindum,
vátíð og mannanna syndum,
öruggt er í okkar skjóli,
undir þessum náðarstóli.
TIL UMRÆÐU
Hvernig hefur þú treyst á yfirburði
þína yfir öðrum til að öðlast vellíðan?
Dæmisagan hefur eitt og annað að
kenna faríseanum. Hefur hún einnig
eitthvað að kenna tollheimtumannin-
um?
Nefndu eitt atriði sem gerir þér
kleift að þroskast enn frekar andlega.
Mervyn Warren eryfir-
maður guðfrceðideildar-
innar við Oakwood há-
skólann í Huntsville,
Alabama.
AðventFréttir
15