Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 23
Guð skapaði Adam og E\ru, þá var
Guð búinn að skipuleggja frelsun
okkar! Okkur hefur verið gefið líf
sökum þess að Kristur dó fyrir okkur.
Kristur hefur vissulega úthellt kær-
leika sínum yfír okkur. Guð virkilega
elskar þig, er það ekki?
TIL UMRÆÐU
Hvað gerir þú þegar þú breytir
rangt og syndgar gegn frelsaranum?
Guð og Kristur voru tilbúnir með
áætlun ef eitthvað myndi gerast.
Hvaða ráðstafanir hefur þú gert ef
eitthvað kemur upp á? Hefur þú
skipulagt hvernig þú átt að komast út
úr húsi ef það kviknar í?
TIL ATHAFNA
Farðu yfír neyðaráætlun þína með
fjölskyldunni - þetta verður brunaæf-
ing fjölskyldunnar og hvernig á að
bregðast við ef einhver meiðist.
SUNNUDAGUR
Hversu
nálægur vill
Guð vera?
MINNISVERS: „Og þeir skulu gjöra
mér helgidóm, ad ég búi mitt á meðal þeir-
ra. “ 2M 25.8
Hversu nálægur heldur |)ú að Guð
vilji vera þér? Þegar þú elskar ein-
hvern þá er eðlilegt að vilja vera þeim
einstaklingi nálægur.
Aður en Kerri og Adam voru orðin
nógu gömul til að fara í skólann þá
fylltust þau eftirvæntingu í hvert sinn
sem það kom bíll að húsinu heima
hjá þeim. Þau vissu að þá var pabbi að
koma heim. Þeim joótti vænt um
pabba og því var jaetta gleðistund.
Þau hlupu á móti honum um leið og
hann steig inn í stofuna. Oftar en
ekki veltust þau svo um gólfið með
pabba í leik, eða þá að pabbi sat með
þau bæði í fanginu segjandi sögur
eða bara talaði við þau.
Þegar börnin urðu eldri þá hlakk-
aði þau enn til sögustundarinnar
með pabba. Hann ræddi við þau um
það sem hafði gerst um daginn, bæði
gott og slæmt. Hann las og bað bæn-
ir með þeim. Oftast reyndu þau að fá
hann til að vera örlítið lengur.
Hvað fannst svo pabba um þetta?
Sannleikurinn er sá að hann gat varla
beðið eftir því að komast heim. Hon-
um þótti svo vænt um að Kerri og
Adam buðu hann svona velkominn
heim. Honum fannst hann svo sér-
stakur og elskaður. Það var honum
nautn að eyða tíma sínum í leik með
börnunum.
KRISTUR ER OKKUR NÆR
Það er satt. Þegar þú elskar ein-
hvern þá vilt þú vera þeim nær. Þegar
Ki istur var á jörðinni |)á sagði hann
við föðurinn: „Faðir, ég vil að þeir,
sem |)ú gafst mér, séu hjá mér, j)ar
sem ég er“ (Jh 17.24).
Kristur vill vera okkur nær. Hversu
nálægur vill hann vera? I sömu bæn
til Guðs bað Kristur einnig: „að allir
séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í
mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í
okkur“ (Jh 17.21). Hann sagði líka:
„Eg er vínviðurinn, þér eruð grein-
arnar“ (Jh 15.5). Þetta þýðir að við
erum öll hluti af sama tré. Svona ná-
lægur vill Kristur vera okkur.
Þegar Guð frelsaði börn sín úr
höndum Egypta og hræðilegum
þrældómi þeim sem þau voru í þá
sagði hann: „Og þeir skulu gjöra mér
helgidóm, að ég búi mitt á meðal
þeirra" (2M 25.8).
Þú skilur, Guð hafði verið með Isra-
el alla ferðina. Manstu eftir skýinu
sem Guð sendi til að leiða Israels-
menn á daginn? Þetta var í eyðimörk-
inni og Guð sendi ský til að skýla Isr-
ael frá sólinni og hættulegum geisl-
um hennar og hita.
A nóttunni sendi hann eldstólpa.
Hvaða gagn gerði hann? Eyðimörkin
getir orðið köld á nóttunni, svo eldur-
inn gerði alveg öfugt við skýið, hann
hlýjaði Israelsmönnum. Guð hugsaði
fyrir öllu, er það ekki?
Skýið jafnvel leiddi ísraelsmenn
þangað sem ferðinni var heitið á dag-
inn. Ef skýið stoppaði þá áði fólk
Guðs þar.
En veistu hvað? Þetta var ekki nóg
fyrir Guð. Hann sagði: „Eg vil búa
meðal þeirra. Eg vil sjá um þau, láta
þau upplifa mig og skilja frelsunará-
formið. Svona mikið elska ég þetta
fólk.“
FÓLKIÐ BYGGÐI MUSTERI
Guð bað Móse unt að segja fólkinu
að koma með gjafír svo hægt væri að
byggja musteri - helgidóm. Það þurfti
verðmætar gjafír svo sem gull, silfur,
kopar og fint klæði. Þó vildi Guð ein-
ungis þær gjafir sem gefnar voru af
fúsum og frjálsum vilja. Hvað haldið
þið? Fólkið kom með svo margar gjaf-
ir að Móse varð að frábiðja sér fleiri.
Guð hlýtur að hafa verið hamingju-
samur!
Að þessu loknu kallaði Guð Móse
upp á fjall til að tala við hann og sagði
honum að byggja jarðneskt musteri.
Musterið átti að vera byggt eftir þeir-
ri fyrirmynd sem Guð sýndi honum.
Móse fylgdi fýrirskipun Guðs nijög
nákvæmlega. Það tók sex mánuði að
byggja musterið. Það var svo fagurt að
orð okkar megna vart að lýsa því.
Samt er jarðneska musterið einungis
máð eftirmynd þess himneska.
Vilt þú koma með mér í ferðalag
liugans á morgun? Þá skulum við
ganga um musterið og skoða fjársjóði
Guðs sem þar er að finna. Saman lær-
um við þá eitthvað nýtt um kærleika
hans til okkar.
TIL UMRÆÐU
Hvað fínnst þér gaman að gera
með þeim sem þér þykir vænt um?
Hvaða gjafir getum við gefið Guði af
heilum hug í dag? Getur þú upphugs-
að áætlun sem væri gaman að hrinda
í framkvæmd fýrir Guð?
TIL ATHAFNA
Hvernig getur þú búið til módel af
musterinu? Kannski getur þú notað
skókassa eða spónaplötur. Þú getur
líka notað leir. Kannski væri gaman
að teikna grunnteikningu af muster-
inu líka, eftir því sem við rannsökum
það nánar. Kannski er nóg að teikna
fjársjóði musterisins á blað.
AðventFrÉttir
23