Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 25
sérstökum stundum stökkva þeir
blóði fórnardýranna á hornin á þessu
altari. Brennandi reykelsið fyllir allt
musterið af lykt.
ÞAÐ ALLRA HELGASTA
Nærvera Guðs er í hinu allra helg-
asta. Þetta er svo heilagur staður að
aðeins prestarnir fá að fara þar inn
og það bara einu sinni á ári!
Þar inni er sáttmálsörkin. Hún er
búin til úr akasíuvið og þakin gulli að
innan og utan. Það er kóróna úr gulli
ofan á henni. Ork þessi geymir boð-
orðin tíu sem Guð skrifaði með eigin
fingri, skál af manna, staf Arons sem
laufgaðist og lögmálsbókina.
Lok arkarinnar er kallað náðarstóll.
Það er einnig búið til úr einu stóru
gullstykki. Tveir kerúbar standa á
hvorum enda arkarinnar og snúa
gegnt hvor öðrum, en horfa báðir
niður á örkina af lotningu. Hver eng-
ill teygir annan vænginn upp á með-
an hinn hylur líkamann. Þetta gera
þeir af virðingu og lotningu. Það fyll-
ir okkur lotningu að sjá þetta.
Yflr náðarstólnum er Shekinah,
djrð og nærvera Drottins í skýi. Guð
talar við æðsta prestinn með rödd í
skýinn.
Þegar við ferðumst svona gegnunt
musterið þá verður okkur að orði:
„Hvað merkir þetta allt?“ A morgun
ætlum við að kanna hvað þessir fjár-
sjóðir segja okkur um Guð.
ÞRIÐJUDAGUR
2+3+2= einn
MINNISVERS: „Honum er þad að
þakka ad þér erud í samfélagi við Krist
Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá
Guði, beeði réttlceti, helgun og endur-
lausn. “ lKor 1.30
HVAÐ ER SKUGGI?
Ég man þegar ég var barn að reyna
að ná skugganum mínum á jörðinni.
Stundum reyndi ég að stökkva burt
frá honum. Það reyndist ómögulegt.
Biblían segir að jarðneska musterið
hafi verið eftirmynd eða skugginn af
því raunverulega musterinu á himn-
um (Heb 8).
Þegar ísraelsmenn komust undan
oki Egypta þá komust þeir í burtu frá
erfiðu lífi þrælsins. Þeir áttu engar
bækur svo sögurnar lifðu sem munn-
mælasögur.
Jarðneska musterið sem Guð gaf og
Israelsmenn byggðu var í því sem má
kalla myndbókarstíl. Allt sem inni í
musterinu var voru litlar táknmyndir
sem Guð gaf börnum sínum. Táknin
notaði svo Guð til að segja fólkinu
hvernig hann ætlaði að frelsa það.
Manstu hvernig herbergi Kimber-
leys og Ryans sögðu okkur eitthvað
um þau? Nú skulum við skoða must-
erið og reyna að sjá hvað Guð er að
reyna að segja okkur um hann.
SKOÐUM GUÐ
I FORGARÐINUM
I gær tókum við eftir þvottakerinu í
forgarðinum þar sem prestarnir þvo
hendur og fætur áður en þeir ganga
inn í musterið.
Af hverju þvoðu þeir sér? Hvað seg-
ir það okkur um Guð? Manstu þegar
Móse sá runnann sem brann? Hann
var svo hissa þegar runninn brann
ekki. Guð var í runnanum - alveg eins
og hann er í skýinu og musterinu. Við
runnann brennandi þá sagði Guð
Móse að fara úr sandölunum vegna
þess að hann stóð á helgri jörð.
Musterið var líka heilagt af því að
Guð var þar. Þess vegna fóru prest-
arnir úr sandölunum og þvoðu á sér
fæturna svo þeir saurguðu ekki þenn-
an helga stað. Þetta kennir okkur að
Guð er heilagur og ekkert skítugt er
liðið í návist hans.
EF KOPARALTARIÐ
GÆTI TALAÐ
Hugsaðu þér ef altari gæti talað!
Það gæti sagt eitthvað þessu líkt:
„Kvölds og morgna er fórn brennd á
mér. Þetta flekklausa lamb, sem er
fullkomið og saklaust, minnir ísrael á
frelsarann sem koma skal, Jesús Krists
- Messías. Þessi fórn minnir á að það
verður að treysta á Jesús, lamb Guðs,
til að fólkið geti frelsast.“
INNANSTOKKSMUNIR
HINS HEILAGA
Manstu hvað þrennt er að finna í
hinu heilaga? Skoðunarbrauðsborð-
ið, ljósastikuna og reykelsisaltarið?
Hvað segja þessir munir okkur um
Guð?
SÖCIIR
Prestarnir höfðu stöðugt brauð á
borðinu og kölluðu það brauð nær-
veru Guðs vegna þess að það var
ávallt frammi fýrir Guði. Af hverju
heldur þú að brauðin liafi verið tólf?
Talan tólf minnir okkur á tólf kyn-
kvíslir ísraelsmanna sem táknuðu allt
fólk Guðs. Guð gefur öllum, sem
honum treysta, bæði raunverulega og
andlega fæðu.
Skoðunarbrauðið minnti á Krist
sem er hið lifandi brauð og stendur
frammi fyrir Guði fyrir okkar hönd.
Reykelsið táknað dásamlegt líf Krists
sem var Guði þóknanlegt.
Jesús sagði: „Ég er brauð lífsins.
Þann mun ekki hungra, sem til mín
kemur“ (Jh 6.35).
Ljósið á stikunni var aldrei slökkt.
Þetta segir okkur að Ijós er mikilvægt.
Ljós hjálpar okkur að villast ekki af
veginum. Ert þú myrkfælin/n? Hefur
þú einhvertíma verið myrkfælin/n?
Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá
sem fylgir mér, mun ekki ganga í
myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jh
8.12).
Alveg eins og ljósastikan var eina
ljósið í musterinu j:>á er Kristur eina
ljós heimsins. Hann er eina ljósið sem
við þurfum til að rata. Hann mun
aldrei skilja okkur eftir í myrkri.
Hvað með reykelsisaltarið? Þegar
presturinn færði reykelsisfórn tvisvar
á dag komst hann næst Guði. Hafðu í
huga að fortjaldið náði ekki alveg
upp í loft. Presturinn gat því horft
upp á þetta pínu bil þó hann mætti
ekki fara inn í hið allra helgasta. Þeg-
ar reykelsið brann fylltist báðar búðir
musterisins af ilmandi reyk.
Hvað segir reykelsið okkur um
Guð? Vissir þú að Guð gaf Móse upp-
skriftina af reykelsinu? Þetta var sér-
stök uppskrift sem ekki var heimilt að
nota annars staðar. Við eigum að
hugsa reykelsið sem bænir sem svífa
upp til Guðs.
Þetta sérstaka reykelsi táknar verð-
leika Jesú Krists og óendanlegan góð-
leik hans. Kristur blandar sínu full-
komna lífi við bænir okkar og til-
beiðslu. Það er vegna hans að bænir
AðventFréttir
25