Aðventfréttir - 01.03.1996, Page 27
benda fram tíl komu Jesú Krists, sem
er lamb Guðs. Þegar Kristur kom þá
var hann hin raunverulega fórn sem
batt enda á allar aðrar fórnir og þar
með musterisþjónustuna (Heb
10.10). Eg skal segjaykkur sögu til að
útskýra hvað ég á við.
Pabbi Rondu var kallaður til að fara
í stríð í Saudí-Arabíu. Hún og öll fjöl-
skyldan söknuðu hans mjög. Ronda
talaði ekki um annað en daginn sem
pabbi kæmi heim. Þegar hann fór þá
gaf hann Rondu mynd af sér og sagði:
„Þegar þú skoðar þessa mynd þá
manstu að ég elska þig og að ég kem
aftur heim til þín.“
Rondu þótti vænt um myndina.
Loks kom að því að pabbi kom heim
og þau voru svo hamingjusöm.
Nú ætla ég að spyrja ykkur. Þegar
pabbi Rondu kom heim hvort heldur
þú að myndin eða pabbi hennar hafi
verið henni ofar í huga? Pabbi henn-
ar að sjálfsögðu. Þannig er það einnig
með musterið. Þegar Kristur kom þá
endaði hann gamla fórnarkerfið.
Kristur var sá sem fórnin benti fram
til. Hann er hið raunverulega lamb
Guðs sem fjarlægði syndir heimsins.
TIL UMRÆÐU
Hvað verðmætu eignir heldur þú
upp á? Værir þú tilbúin/n að gefa
það fyrir einhvern sem þér þykir vænt
um? Fyrir Jesús? Hvernig hefur Guð
sýnt þér elsku sína þessa vikuna?
Hvað með í dag?
FIMMTUDAGUR
Hver talar
þínu máli?
MINNISVERS: „Þess vegna getur
hann og tilfulls frelsád þá, sem Jyrir hann
ganga fram fyrir Guð, þar sem hann
ávallt lifir til ad biðja fyrir þeim. “ Heb
7.25
AUMINGJA KÖTTURINN
Amad var hrokkinhærður og
bjarteygur piltur í 2. bekk. Mér þótti
vænt um ákefð hans og hann haíði
skemmtilegan húmor og gott ímynd-
unarafl.
Hvern einasta morgun þegar morg-
unbæninni var að ljúka þá komu
krakkarnir með óskir um fyrirbænir.
Amad hafði áhyggjur af kettínum sín-
um. Hundur nágrannans hafði verið
að ráðast á hann og hann bað okkur
að biðja þess að því myndi linna. Við
báðum aftur og aftur fýrir kisu en allt
kom fyrir ekki, vandamálið var alltaf
til staðar.
Svo var það morgun einn að Amad
sagði okkur eina söguna enn af árás á
köttinn sinn. Saga varð lengri og ægi-
legri eftir því sem hann komst lengra
inn í hana. Allt í einu datt mér svolít-
ið í hug. Eg gerði hlé og spurði
Amad, „Att þú virkilega kött?“. Hann
hengdi höfuð skömmustulegur og
þorði ekki að horfa framan í mig.
Eg sá krakkana gapa af undrun. Við
höfðum beðið svo vikum skipti fyrir
kisu sem ekki var til. Eg setti fingur á
varirnar til að fá hljóð og sagði svo,
„Amad, þig langar í kisu, er það
ekki?“ Amad bjó nefnilega í blokk þar
sem ekki mátti hafa dýr, en langaði
svona óskaplega í kisu.
Börnin sátu hljóð. Þau virtust skilja
þetta. Það var komið að Kortney að
biðja þennan dag. Þegar leið að lok-
um bænarinnar sagði hann, „Gerðu
það, kæri Guð, að blessa allar óskir
Amads. Amen.“
Eg held að Heilagur andi hafi talað
til hjarta hennar. Henni stóð ekki á
sama um hvernig Amad leið. Getur
þú ímyndað þér hvernig honum hef-
ur liðið þegar hann heyrði hana biðja
fýrir sér eftir að hafa setið þarna
skömmustulegur. Kortney talaði máli
Amads.
SÖCUR
EINHVER TALAR ÞINU
MALI
Hefur þú upplifað eitthvað erfitt og
svo að einhver hafi talað þínu máli? I
dag vil ég tala um einn sem talar okk-
ar máli alltaf. Hvað kemur þetta
musterinu við? Mjög mikið, skal ég
segja. Guð hefur gefið okkur aðra
mynd í æðsta prestinum í musterinu.
Við skulum rannsaka störf hans og
hvað það segir okkur um áform Guðs
hvað varðar mig og þig.
ÆÐSTI PRESTURINN -
GLÆSILEGUR FATNAÐUR
Æðstu prestarnir klæddust glæsi-
legum fatnaði. Aðrir presta klæddust
hvítum kyrtlum en klæðnaður æðsta
prestsins var úr dýrmætu og fallegu
klæði.
Æðsti presturinn klæddist líka hvít-
um kyrtli. Hann klæddist svo einum
bláum yfir þann hvíta. Litlar gullbjöll-
ur og granatepli úr bláu, fjólubláu og
skarlatsrauðu garni héngu við faldinn
neðanverðan.
Yfir þessa kyrtla klæddist hann styt-
tri kyrtli sem kallaðist ephod sem var
úr gulli, bláu, fjólubláu og skarlats-
rauðu. Þann kyrtíl batt æðsti prestur-
inn með alveg eins litu belti. Erma-
laus ephod kyrtillin var með gull-
sauma á öxlunum og hver útsaumur
var svo prýddur dökkum ónyx steini.
A þessa tvo steina voru rituð nöfn tólf
ættkvísla Israel sex á hvorum steini.
Yfir jtessum klæðum var síðan
brjóstbrynja. Hún var helgasti hluti
klæðnaðarins. Hún hékk á öxlum
prestsins á bláum borðum og var fest
eins og vestí um prestinn miðjan. A
brjóstbrynjunni voru tólf gullbrydd-
aðir steinar í fjórum röðum, þrír
steinar í hverri röð. Steinarnir voru
nefndir eftír hinum tólf ættkvíslum
Israel.
A hægri og vinstri hlið brynjunnar
voru tveir tindrandi steinar sem hétu
Urím og Túmmím. Þegar æðsti prest-
urinn spurði Guð spurninga þá svar-
aði Guð með því að lýsa annan stein-
AoventFrkttir
27