Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 29

Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 29
Á morgun rannsökum við enn bet- ur það mikilvæga starf sem Jesús er að vinna fyrir okkur á himnum. TIL UMRÆÐU Skiptist á að segja frá atviki þar sem þið upplifðuð kærleik annarra. Manstu eftir einhverju skipti þar sem einhver talaði þínu máli? Hvað fannst þér um þann einstakling? FÖSTUDAGUR Örugg með Jesús MINNISVERS: „Ogeins ogþad liggur jyrir mönnunum eitt sinn ab deyja og eji- ir þáö aö fá sinn dóm, þannig var Kristi fórnfœrt í eitt skiþti til þess að bera syndir margra, og í annab sinn mun hann birt- ast, ekki sem syndafórn, heldur til hjálþ- rœbis þeim, er hans bíba. “ Heb 9.27, 28. DÓMURINN Mér hefur alltaf þótt gaman að lesa um Daníel sem var tekin burt frá heimili sínu og fluttur til Babýlon. Hugrekki hans er mér stöðugt undr- unarefni. Á meðan hann lærði og starfaði við höllina hjá heiðnum kon- ungi þá neitaði hann að neyta matar af konungsborði. Hann bað til Guðs jafnvel þegar líf hans var að veði. Hann fylgdi Guði án þess að hugsa um afleiðingarnar. Guð blessaði líka og bjargaði Daníel. Þegar Daníel var orðin eldri fékk hann sýn frá Guði (Dn 8). Þar sagði Guð Daníel frá fýrri komu Krists. Hann sagði Daníel meira að segja hvenær Messías, sem er Jesús, myndi deyja. Guð sagði honum líka frá því frá dómnum og endalokum þessa heims. Dn 8.14 segir svo: „Og hann sagði við hann: Tvö þúsund og þrjú hund- ruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag.“ Þessi „kveld og morgun" enduðu 1844. Á þeim tíma byijaði Jesús mjög sérstakt dómsstarf á himn- um. I gær rannsökuðum við friðþæging- ardaginn mikla og verk æðsta prests- ins. Vegna þess að Israelsmenn voru óhreinir þá tók æðsti presturinn fórn- arblóðið fýrir Guð (3M 16.16). Við töluðum um hvernig presturinn stökkti blóðinu til að hreinsa muster- ið. Við skulum skoða þetta aðeins aft- ur. Hver er æðsti prestur í himneska musterinu? Já, það er rétt. Það er Jesús. Hver tók á sig syndir okkar og dó fýrir þær á krossinum? Enn og aft- ur, Jesús Kristur. Á friðþægingardaginn mikla sjáum við prestinn yfírfæra syndirnar á sekt- arhafurinn. Hvernig tengist sektar- hafurinn þessu öllu? Hver er engill- inn sem fýrstur syndgaði og freistaði Adam og Evu? Jú, mikið rétt. Það er Lúsífer sem nú heitir Satan. Geitin táknar hann. Þegar dómnum er lokið þá bann- færir Jesús hann og hann mun aldrei geta angrað okkur á ný. FUNDARSTAÐUR Hið allra helgasta geymdi sátt- málsörkina og örkin geymdi lögmál- ið. Ofan við lögmálið var svo náðar- stóllinn. Þar fýrir ofan sveif Shekinah, eða dýrð Drottins. Af hveiju lét Guð Móse innrétta musterið nákvæmlega svona? Guð var að segja okkur að lögmál hans er fullkomið, hreint og heilagt, alveg eins og Guð er líka fullkominn, hreinn og heilagur. Lögmálinu verð- ur ekki breytt. Ef það hefði verið mögulegt þá hefði Kristur ekki þurft að deyja. En við vitum að Kristur dó fýrir okkur. I gær sagði ég að Kristur hefði farið til himins til þess að vera hjá föðurnum líkt og æðsti prestur- inn fór inn í hið allra helgasta fýrir hönd Israels. Þar viðurkenndi Guð fórnina. Satan hélt því fram að ekki væri hægt að halda lögmál Guðs. Hann sagði lögmálið því óréttlátt. En Jesús hélt það fullkomlega og sannaði að Satan hafði rangt fýrir sér. Af hveiju er þá náðarstóllinn fýrir ofan lögmálið? Hvernig gat hann haldið uppi lögmálinu og samt frels- að syndara eins og við erum? Eg skal segja ykkur sögu til að útskýra hvern- ig Jesús, frelsari og vörn, ver okkur fýrir Satan sem ákærir í dómnum. JÓSÚA OG ENGILLINN Sakaría fékk sýn frá Guði. I þessari SÖGUR sýn sá Sakaría æðsta prest að nafni Jósúa. Jósúa stendur framan \ ið engil Guðs með Satan sér á hægri hönd sem ákærir hann. Jósúa er ekki í klæðum æðsta prestsins á friðþægingardaginn mikla. Hann er í skítugum klæðum þegar hann stígur fram fýrir engilinn. Ohreinindin stafa af syndum fólksins sem hann ber nú einn. Satan segir, „Þetta er óréttlátt.“ Hann sýnir englinum syndir fólksins og segir, „Sjáðu þessar syndir. Þær eru ástæðan fýrir því að þú getur ekki frelsað þetta fólk!“ Jósúa getur ekki varið sjálfan sig eða fólkið fýrir þessum ásökunum. Hann veit að Israel er sek. Hann við- urkennir sekt þeirra fýrir englinum. Æðsti presturinn treystir á náð Jesú Krists. Þá segir engillinn (sem er Jesús), „Drottinn ávíti þig, Satan! Drottinn, sem útvalið hefir Jerúsalem, ávíti þig! Er ekki þessi eins og brandur úr báli dreginn?“ Svo segir Jesús, „Færið hann úr hinum óhreinu klæðum!“ Næst segir svo Jesús, „Sjá, ég hefi burt numið misgjörð þína frá þér og læt nú færa þig í skrúðklæði“ (Sak 3.2-4). Hann klæðir Jósúa í kyrtil réttlætis- ins. Alveg eins og Jósúa stöndum viö óhrein í okkar eigin fötum frammi fýrir Jesús. En Jesús, æðsti presturinn okkar, stendur frammi fýrir Guði fýr- ir okkur. Hann sigraði Satan á Golgatahæð. Svona ver hann okkur í dag. Það er engin leið að glatast ef við játumst Jesú Kristi. ÖRUGG MEÐ HONUM I stað þess að segja að við höfum fengið kyrtil réttlætis Krists, er hægt að segja að við erum í honum. Svo er oft sagt í Nýja testamentinu. Hvað er það að vera í Kristi? Hér er skýring á því sem við er átt. Þú þarft að hafa Biblíu og bókamerki. Það er hægt að nota bara pappírssnifsi. Við skulum segja að Biblían sem þú hefur er Jesús. Þegar Guð horfið á Jesús, Ad\t.nt F rkiti r 29

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.