Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 32

Aðventfréttir - 01.03.1996, Blaðsíða 32
Eftir tómu gröfina Ovösending frá forseta samtakanna Imegin atriðum fjallar bænavikulesturinn þetta árið um tvo mikilvæga sannleika: Krist krossfestan og Krist að störfum í hina himneska musteri. Þetta tvennt er nátengt og það er ekki fyrr en við skiljum musterisþjónustuna í samhengi við krossinn að við getum skilið boðskap okkar tíma. A sama tíma varpar musterið ljósi á krossinn. Sannleikurinn er sá að við skilj- um ekki annað án hins. Hugmyndin um musterið er jafn gömul syndinni. Til- beiðsla á hinum eina sanna Guði byrjaði fyrir 6.000 árum við fyrsta altarið - fyrsta musterið. Þar útvegaði Guð öruggt skjól þar sem syndugt mannkyn, sem fann til smæðar sinnar og einmannaleika, gat endurnýjað sig í loforði Guðs. Við eigum engin ölturu í dag en okkur er gefið sama örugga loforðið. Fyrir þúsundum ára, eftir að Guð frelsaði Israelsmenn póli- tískt séð undan oki Egypta, þá sóttist hann eftir því að frelsa þá andlega líka. Það gerði hann með því að kenna þeim musterisþjónustuna sem snéri þeim til frelsarans og meðalgöngu hans. Þetta frelsaði þá frá synd og hræðilegum launum hennar. Þegar Hebrearn- ir settust að í fyrirheitnalandinu byggðu þeir endanlegt musteri í stað tjaldbúðarinnar sem þeir fluttu með sér í eyðimörkinni. Endanlega musterið var svo við lýði, á einn eða annan hátt, allt til komu Jesú (eyðileggingin af hálfu Babýlonar er hér ekki talin með). Af öllum musterum var það sem stóð á tíma Krists það glæsilegasta. Jafnvel var svo komið að aðdáun margra á musteinu sjálfu skyggði á raunverulega merkingu fórn- anna. Kristur kom meðal annars til að koma aftur á sannri til- beiðslu á Guði, sem var löngu liðin undir lok og horfin í lögmálsþrældómi og mannalögum. Hversu glæsilegt sem það var þá gat musteri Heródesar ekki frelsað neinn. Að- eins dauði hans sem fórnirnar höfðu bent fram til gat gert það. ÞJÓNUSTA KRI^TS GERIR OKKAR HLUTVERK SKYRARA Margir kristnir skilja að Kristur var fórnarlambið sem spáð var fyrir um. Guð hefur þó gefið skýrari mynd í must- erinu hvernig þessu er háttað. Kristur, lamb Guðs, er frels- arinn og krossinn er altarið sem öll hin voru tákn um. ROBERT S. FOLKENBERG Þetta er eina fórnin sem getur friðþægt og hún var færð fyrir 2.000 árum síðan. Kristur er náðastóllinn okkar. Blóð hans er það sem hreinsar alla sekt þeirra iðrandi. Blóð hans er tákn eilífs lífs. Dauði hans og upprisa lofa okkur eilífu lífi. Tóm gröfin er trygging okkar. En ef gröfin var tóm þá þýðir það að Kristur fór eitt- hvað. Hebreabréfið sem er skýrast í umfjöllun sinni um verk Krists eftir krossinn, segir okkur hvert Kristur fór og hvað hann er að gera þar. Þar kemur greinilega fram að Kristur fór til himins og starfar þar sem meðalgöngumað- ur, með sínu eigin blóði. Þegar 2.300 árunum í Dn 8 og 9, lauk þá byrjaði Kristur meðalgöngu sína í hinu allra helg- asta. Opinberun þessa mikli sannleika hefur gefið okkur þann skilning sem við höfum á okkar tímum og á hlut- verki aðventista í boðun um allan heim. Enginn á að gera lítið úr virkni fórnarinnar á Golgata- hæð eða draga í efa rétt Krists til að fyrirgefa þeim sem hann keypti svo háu verði. Þetta er dýrð fagnaðarerindis- ins og við erum þakklátir og óverðugir þiggjendur. Krist- ur borgaði lausnargjaldið fyrir sálir okkar. Við getum ver- ið viss um að hann kemur aftur til að heimta það sem hann hefur keypt svo dýru verði. Eg skora á söfnuð okkar að halda fast í Krist sem okkar persónulegu fórn og æðsta prest. Að ganga þannig með honum mun umbreyta lífi okkar. I stað þess að horfa gagnrýnisaugum á næsta mann ættum við að gera eins og Kristur og sjá þar verðmætan kandídat fyrir konungdæmi Guðs. Hversu ööruvísi værum við ekki ef við gengjum í vakandi vissu þess að Kristur er að störfum við meðal- göngu? Eg vona að bænavikulestrarnir kynni enn betur fyrir ykkur hversu yndislegur frelsarinn, sem við treystum á, er. Megi Guð blessa ykkur í vexti ykkar sem kristnir einstak- lingar. Yhhnr pirlrpcnir IrrnrSir Robert S. Folltenberg er forseti ábalsamtaka Sjöunda-dags adventista 32 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.