Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Side 11

Vísbending - 22.12.2008, Side 11
Tvær stjórnmálaskýringar í óbundnu máli Arthur Rimbaud, orðin og stjórnmálin Við þekkjum hinar skáldlegu setningar Arthurs Rimbaud: “Eg er ekki ég, ég er annar.” og “Ég hugsa ekki, ég er hugsaður.”? Getur verið að orðin, verkfærin sem við notum til að tjá okkur, ráði í raun hvað við segjum? Erum við hugsuð fremur en að við hugsum? Áður fyrr byggðist vald manna ekki síst á því Ieik nir þeir voru með orðin. Hinn menntaði maður hafði orðin á valdi sínu. Stjórnmálamenn voru ræðuskörungar, ferskeytlan hvöss sem byssustingur og þar fram eftir götum. Allt snerist um orð. Nú á dögum segjum við ekki um stjórnmálamanninn: “Hann er flugmælskur.” Þess í stað segjum við: “Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi.” Hvernig hefði Egill Skallagrímsson komið fyrir í sjónvarpi? Hvernig væri hægt að markaðssetja hann? Væru Ijóð hans vinsæl? Hér á árum áður lásu stjórnmálamenn Islendingasögurnar og sóttu ræðunámskeið og héldu síðan glaðbeittir út í kosningabaráttuna. Nú fara þeir aftur á móti í litgreiningu og mæta fyrir framan upptökuvélarnar í skræpóttum skyrtum og jökkum, einsog glysgjarnir fornmenn. Geta þeir ekki sagt einsog Arthur Rimbaud: “Ég er ekki ég, ég er annar.” og “Ég hugsa ekki, ég er hugsaður.” Verkfall langferðabflstjóra Kvöld eitt að vetrarlagi skaut upp skringilegum myndum í fréttatíma sjónvarpsins. Langferðabílstjórar í verkfalli stóðu fyrir framan rútubíla með úðunarbrúsa og úðuðu á rúður þeirra. Til hliðar sátu fullorðnir menn á hækjum og hlcyptu vindi úr dekkjum bílanna. í blálýstum stofum landsmanna birtust langferðabílstjórararnir sem pörupiltar og götustrákar, útlagar sem lutu ekki sáttmála stéttanna, úfnir og reiðir, á meðan talsmenn vinnuveitenda böðuðu sig í samúð myndavélanna, enda hingað komnir til að sætta þjóðina. Unglingar héldu að verið væri að sýna úr nýrri kvikmynd. í þeirra augum var þetta ekki veruleiki fyrr en fulltrúar vinnuveitenda birtust á skjánum. Þá rifjaðist upp fyrir mér að á mínum unglingsárum geisuðu oft vinnudeilur. Síðan hefur verkalýðshreyfingin oróið stærsti sumarbústaðaeigandi landsins, enda halda sumir unglingar að Alþýðusamband íslands sé ferðaskrifstofa. Þeim er að vissu leyti vorkunn, því fátt þjappar vinnandi stéttum betur saman en ódýrar flugferðir. Ekki skal ég skal ekki tjá mig um stöðu verkalýðsmála, en útkoman er þjóðarsátt full af sumarbústöðum og langferðabílstjórar sem berjast einir í kulda. K VÍSBENDING I 11

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.