Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 14

Vísbending - 22.12.2008, Blaðsíða 14
saga væri áreiðanlega og hér skal því haldið fram að Davíð eigi eftir að skrifa ævisögu sína áður en lýkur og kannski er það skylda þess manns, sem lifað hefur tímana tvenna eins og hann liefur sannarlega gert. Islenskt samfélag er um þessar mundir í uppnámi og margt af því frelsi sem við höfum lært að meta síðustu áratugi virðist vera í hættu. Ekki verður séð annað en efnahagsvandræði í kjölfar bankahrunsins hafi þegar kallað fram ýmsar hömlur og höft í meðferð fjármagns, sem menn kannast við frá fomri tíð. Skömmtun og hömlur af ýmsu tagi hafa ef til vill mótað íslenskt samfélag á lýðveldistímanum meira en margt annað. Vísbendingu Iangaði til þess að lieyra álit manns sem hefur reynt á eigin skinni fyrirtækjarekstur í lokuðu samfélagi eftirstríðsáranna og fylgt því til frelsis. Davíð Scheving Thorsteinsson er fús til þess og við biðjum hann að hverfa aftur til sjötta áratugarins þegar hann hóf störf hjá smjörlíkisgerðunum þrem. Segðu mér frá fyrstu árunum í smjörlfldsgerðinni. „Það var allt skammtað. Þrátt fyrir nýliðin stríðsár sem við íslendingar græddum vel á og fengum stórfé í Marshallaðstoð að auki þá var allt skammtað og efnahagurinn í kaldakoli. Það voru stjómvöld sem ákváðu hve mikið kaffi þú máttir að drekka, hve mikið smjör þú máttir eta, hve mikið þú máttir baka úr smjörlíki og sykii og svo framvegis. Ef ég man rétt sótti fólk skömmtunarseðlana sína mánaðarlega í Gúttó, sem stóð þar seni nú er bflastæði Alþingis. Það var mikil atriði að gæta þeirra vel því þeir vom lítið stæni en frímerki og auðvelt að týna þeim. Það var borgað á tvennan hátt í búðinni, með peningum og með jressum seðlum því þeir vom jafnframt niðurgreiðsla í mörgum tilvikum. Ef þú varst ekki með skömmtunarseðil þá fékkst þú vömna ekki afgreidda. Hjá okkur í smjörlfldnu var sérlega nákvæm og samviskusöm stúlka sem hafði það hlutverk að telja seðlana sem við fengum frá kaupmönnum og síðan vom þeir taldir aftur á skrifstofu skömmtunarstjóra enda vom þetta ekki bara sneplar heldur peningar, sem við áttum og þannig gekk þetta hringinn." Þetta gilti fyrir alla íbúa landsins og allar stofnanir. Enginn var undanþeginn skömmtunarreglum og undantekningar fáar eða engar. Davíð segirað þetta hafi í sjálfu sérekki verið flókið kerfi en tímaífekt og þungt í vöfum. Þetta ástand hafði í raun varað frá því þriðja til fimmta áratugarins og það var ekki fyrr en með Viðreisnarstjóminni 1959 sem tekist var á við þennan hafta hugsunarhátt. „Til þess tíma vom íslenskir stjómmálamenn einlægir í þeirri trú sinni að það giltu ekki sömu lögmál í íslensku efnahagslífi og annars staðar í heiminum. Þeir vom sannfærðir um að þeir yrðu að hafa vit fyrir fólkinu, Ioka kaupmáttinn inni eins og einhvem tímann var sagt. Að mörgu leyti emm við enn stödd á þessum slóðum - að Island sé undanþegið efnahagslögmálum. Ef ég man rétt sótti fólk skömmtunarseðlana sína mónaðarlega í Gúttó, sem stóð þar sem nú er bílastœði Alþingis. Það var mikil atriði að gœta þeirra vel því þeir voru lítið stœrri en frímerki og auðvelt að týna þeim. Hvernig var að reka f'yrirtæki á þessunt árum? „Það má svara þessu með mörgum hætti,“ segir Davíð og brosir. „f hundrað ámm höfum við reynt að fá útlendinga til þess að fjárfesta á íslandi. Þeir hafa aldrei viljað kaupa hér neitt nema það sem við viljum ekki selja þeim eins og fiskimiðin. eða réttindi tengd jarðhita og orku. Það hefur aldrei neinum útlendingi dottið í hug að reyna að reka framleiðslufyrirtæki á íslandi - ekki í 100 ár, en við höfum aftur á móti verið góðir kaupendur þess, sem þeir hafa að bjóða. Markaðsskrifstofur hafa eytt tugum milljóna í þetta áratugum saman án árangurs. Það er til mælikvarði á íslenskt efnahagslíf og hagstjóm og hann er svona. Rétt áður en ég fæddist, snemma á þriðja áratugnum vom íslensk króna og dönsk jafnar. Það var ein króna á móti einni. I dag þarf 2200 íslenskar krónur til að kaupa eina danska krónu þegar við liöldum myntbreytingunni frá 1980 til haga. Þetta þýðir að við höfum stjómað efnahagsmálum íslands 2200 sinnum verr en Danir hafa stjómað sínum málum.“ Skömmtun og spilling Eg man vel eftir vel metnum þingmanni við upphaf Viðreisnarstjómar 1959 sem sagði opinberlega að það jafngilti Móðuharðindum af mannavöldum að veita almenningi frelsi til viðskipta og innfiutnings. Hann meinti þetta blessaður maðurinn og var sannfærður um að landið myndi tortímast. Ég heyrði góða dæmisögu í Dómkirkjunni þegar séra Þórir Stephensen var að jarðsyngja Hauk Clausen vin minn. Við áttum mikið ævintýri í frjálsum íþróttum kringum 1950 Jtegar Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson urðu Evrópumeistarar og Clausen bræður og fleiri vom í fremstu röð í Evrópu. A næsta Evrópumóti þurfti að sjálfsögðu að sýna að þetta væri engin tilviljun og Frjálsíþróttasambandið skrifaði Innflutnings- og fjárhagsráði og bað unt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir takkaskóm á liðið. Ráðið hugsaði sig vel um og svaraði svo mörgum vikum seinna og sagði að eftir vandlega umhugsun hefði ráðið ákveðið, í ljósi Jtess góða árangurs sem jtessir menn hefðu náð, og þrátt fyrir erfitt árferði að veita Frjálsíþróttasambandinu innfiutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir einu pari af takkaskóm!“ Svona kerfi er auðvitað gróðrarstíu fyrir ffændhygli og spillingu. Töluðu menn upphátt um spillingu á Jtessum ámm, eða var það kallað sjálfsbjargarviðleimi að fara í kringum lög og reglur? ísskópurinn dýri og pappírsnömsmenn „Helmingaskiptareglan var í fullum gangi og fulltrúar flokkanna sátu í innflutnings- og fjárhagsráði og það vom eftirsótt sæti. Leyfi vom eftirsótt því ef þú varst búinn að leyfi til að flytja inn t.d. bfl þá gastu selt hann á staðnum fyrir mun hærra verð. 14 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.