Vísbending - 22.12.2008, Qupperneq 16
í áratugi ef ekki árhundruð. En eitt af því sem
gerðist við inngönguna í EFTA var að íslenskir
stjómmála- og embættismenn misstu mikið því af
valdi sem þeir höfðu haft frá 1904. Vald þeirra fólst
í að skammta, stýra og velja hver mætti lifa og hver
skyldi deyja og hverjum ætti að hygla. Þetta var
stærsti ávinningurinn.
En það var enn skömmtun á fjármagni og við
stigum ekki næsta skref í átt til frelsis fyrr en við
inngönguna í EES 1995. Eg er algerlega sannfærður
um að súpan seni við sitjum í núna er fyrst og fremst
vegna þess að við héldum ekki áfram þróuninni inn
í ESB í kjölfar inngöngunnar í EES. Þeirri þróun
sem hófst 1970 með inngöngunni í EFTA lýkur ekki
fyrr en við göngum í Evrópusambandið.
Mér finnst sorglegt að horfa upp á menn segja
að við viljum ekki ganga inn í ESB. Flvernig í
ósköpunum eigum við að geta myndað okkur
skoðun á því þegar enginn veit hvað í því felst?
Menn segja að við missum yfirráð yfir auðlind
okkar, fiskimiðunum.
Við, fólkið í landinu, höfum engin yfirráð yfir
jxssari auðlind hvort sem er. Við gáfum nokkrum
mönnum þau yfirráð fyrir mörgum árum og jress
vegna hefur það ekkert gildi sem einhver hótun
gegn ESB aðild að við töpum sem þjóð yfirráðum
yfir liskimiðunum.
Ef við hefðum borið gæfu til að ganga inn í ESB
í kringum aldamótin hefðu verið tekin enn meiri
völd af íslenskum stjómmála- og embættismönnum
og þá væmm við ekki svona illa stödd.“
Þaö er ótrúlegt að hafa þurft að standa í hreinum
mafíuaðgerðum til að knýja stjórnvöld tii að standa
við gerðan samning
EFTA aðildin var gríðarlega mikilvæg fyrir sjávarútveginn því
markaðir opnuðust upp á gátt í Evrópu. Aður höfðum við nánast lifað
á útflutningi á fiski til Bandaríkjanna samkvæmt sérstökum samningi
frá stríðsámnum.
Fyrir iðnaðinn, sem hafði lifað í vemduðu og lokuðu umhverfi,
vom afleiðingamar ekki eins jákvæðar því illa gekk að fá stjómvöld
til að standa við loforðin um gjörbreyttan starfsgmndvöll.
Við þurftum til dæmis að berjast eins og ljón til að fá fellda
niður tolla á vélum til iðnaðar og það heppnaðist ekki fyrr en með
mafíuaðgerðum. Það er ótrúlegt að hafa þurft að standa í hreinum
mafíuaðgerðum til að knýja stjóm völd til að standa við gerðan samning.
Fjöldi iðnfyrirtækja hætti rekstri því þau gátu ekki staðið samkeppnina
við iðnað landa, sem bjuggu við eðlileg rekstrarskliyrði."
Þama vísar Davíð til þess að loforð ríkisvalda um niðurfellingu
tolla af vélum til iðnaðar, sem samtök iðnrekenda litu á sem eina af
forsendum inngöngunnar í EFTA, var ekki efnt. Það var svo þvingað
í gegn í tengslum við kjarasamninga fáum ámm seinna og Davíð átti
ríkan þátt í því að stilla stjómvöldum upp við vegg í því máli.
Að svipta stjórnmálamenn völdum
„Eftir á að hyggja var aldrei von til jress að íslensk fyrirtæki stæðu vel
í samkeppni við erlend fyrirtæki sem höfðu búið í frjálsu sanifélagi
Nú virðast stjórnmálamenn og flokkar vera
að fá aukin völd á ný þegar rfldsvaldið virðist
í einu vetfangi vera orðin eigandi að öllum
viðskiptabönkunum og þar með sterk ítök í
öllu viðskiptalífl. Þýðir þetta ekki afturhvarf til
fortíðar í þessum efnum?
„Það gerir það. Pólitískt skipuð bankaráð og
bankastjórar geta verið skelfilegt fyrirbæri og ættu
ekki að jDekkjast og ég vona að jteir tímar séu ekki að renna upp
aftur.
Samfélag sem er stýrt með Jteim hætti sem við höfum gert hér á
landi væri alls staðar annars staðar í heiminum kallað spillt samfélag.
En við virðumst hafa tamið okkur að fara ekki eftir jDeim leikreglum
sem gilda annars staðar. Við sjáum ráðherra í löndunum í kringum
okkur segja af sér af minnsta tilefni en það hvarflar aldrei að okkur að
svipaðar reglur eigi að gilda hér. En það gerist ekki á Islandi ekki einu
sinni við hið mest fár.“
Ef við skilgreinum það svo að ísland hafi til 1995 verið lokað
samfélag aðallega stýrt af pólitískt skipuðum fulltrúum, til hvaða
ráða grípa þeir sem standa í atvinnurekstri eins og þú til þess
að tryggja hagsmuni sína? Ganga menn þá í stjórnmálaflokk af
hagsmunaástæðum frekar en hugsjón?
„Ég er fæddur inn í Sjálfstæðisflokkinn svo það var aldrei
spurning fyrir mig þar er ég og þar vil ég vera, en ég hef aldrei farið
fram á greiða vegna þess að ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður.
Auðvitað velja menn sér flokk af ýmsum ástæðum og vonandi
sjaldnast til að njóta persónulega góðs af þegar til úthlutunar
einhverra gæða kemur.“ M
16 | VÍSBENDING