Vísbending - 22.12.2008, Side 20
Listamenn, bækur, módel og gúanóilmur
- þar sem höftn fallast í faöma!
JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR
Höfundur framan við Skagens Museum sem er 100 ára í ár.
I baksýn sjást Anker og Kröjer, stofnendur safnsins.
Þetta er ferðasaga sem byggir á málshættinum „oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi“.
l Þúfan er í þessu tilfelli tinaskja undir sígarettur.
Dósina fann ég í verslun í Árósum þar sem ég bjó
íyrir 25 árum á þeim tíma þegar ég reykti.
En, nú má ég ekki sökkva niður í dagdrauma
um sígarettureyk og hringi; sem svo gaman var að móta með stút á
munni og þykjast veraldarvanur.
Það sem ég féll íyrir og heillaði mig var að á tindósinni var mynd
af konu klæddri rómantískum hvítum kjól í tjómagulum fjömsandi
með hatt milli krosslagðra fingramia umvafin bláum himni; og
hvítt tunglsljósið gárast í bláu hafinu allt um kring. Það var eitthvað
við þessa mynd á boxinu sem höfðaði svo sterkt til mín, fjaran var
einhvem veginn svo íslensk og svo var þessi fallega kona í kjól sem
hæfði betur hallarsölum en Ijörulalli. Eg varð eitthvað svo forvitin
um fyrirsætuna og þetta allt.
Og, þá er komið að hlassinu. Hlassið er Skagen.
Eg komst að því að myndin á dósinni var eftir einn ffægasta
Skagensmálarann P.S. Kröjer og er af Maríu Triepcke Krojer konu
hans sem talinn var ein fegursta kona Danmerkur á sinni tíð. Hún
var aðalfyrirsæta Kröjers á ótal myndum, nokkurs konar súpermodel
þess tíma. Dósin kveikti áhuga og smám saman fór ég að kynna mér
ýmislegt sem ég komst yfir um Skagen og listamannagengið þar og
hef lengi verið á leiðinni þangað.
í vor komst ég svo loksins til Skagen, umvafin fortíðarljóma
á skýjuðum miðvikudegi í byijun maí og vissi að ég nálgaðist
áfangastað, þegar landslagið varð undarlega kunnuglegt sambland
20 | VÍSBENDING