Vísbending - 22.12.2008, Side 21
af Eyrarbakka og Seltjamamesi en ólíkt því sem ég þekkti áður af
Danmörku. Sandhólar vaxnir melgresi og kyrkingsleg tré sem em
svo kunnugleg úr einstaka garði í íslenskum sjávarþorpum; þar sem
þeir albjartsýnustu reyndu að rækta aðrar tegundir en kartöflur og
gulrófur.
Þrátt fyrir skýin og hellirigningu var ég svo heppin að upplifa þessa
margrómuðu töfrabirtu sem málaramir sóttust eftir á Skagen. Hún
hellist yfir eins og flóðljós af himnum sem gerir allt einhvemveginn
ójarðneskt. Mér leið eins og berfættri gyðju í fjörunni sem tínir
allavega lita Ijömsteina og pósar meðan digitalmyndavélin reynir að
feta í fótspor málaranna ffá því um aldamótin 1900.
Hann gerði afþví mynd.
En gagmýnin sagði
hana óeðlilega
með ajkárabragði.
Þeir lœrðu þekktu ekki
liti slíka;
Skinið of sterkt
og skugginn líka.
Holger Drachmann/Magnús Asgeirsson
Rétt utan við þorpið er kirkja sem sandfokið gleypti svo aðeins
tuminn stendur uppúr. Hann var því nýttur sem siglingamerki og þeir
múrsteinar sem hægt var að ná úr kirkjuskipinu notaðir í strompa í
bænunt. Þessi ævintýralega kirkja St. Laurents var áður sóknarkirkja
Skagen og talsverð byggð í nágrenni hennar. Söfhuðurinn hafði
oft þurft að moka ffá henni til að geta setið messu. Eitt skiptið var
sandfokið það mikið að sóknarpresturinn á að hafa sagt sem svo; að
nú hefði Guð lokað þessu húsi sínu og því þyrfti að fmna annan stað
fyrir guðsþjónustur.
Það var mikil upplifún að skoða Skagen Museum og standa
andspænis öllum þekktustu verkum Skagen málaranna.
Arið 2005 kom út bókin 100 Most Beautiful Museums of the
World og er safnið á Skagen þar á meðal. Það var stofnað 1908 af
P.S. fCröjer, Michael Ancker og Lauritz Tuxen. Matsalurinn úr gamla
Bröndumshótelinu þar sem listamennimir „hjengu" og biðu eftir
birtu og sól var endurgerður með öllum sínum andlitsmyndum af
Skagenbúum, málurunum og þeirra fólki og er hluti safhisins. Heimili
Önnu og Mikaels Anker er líka til sýnis og stendur í fallegum garði
nálægt safninu en hús Maríu og P.S. Kröjer stendur í skógræktinni og
Sumarkvöld á Skagen, 1892. Maria Kröjet; kona listamannsins
í fjörunni.
skammt þar ffá Villa Pax, heimili Drachmanns sem var bæði skáld,
gleðimaður og málari.
Holger Drachmann hafði valið sér legstað úti á Grenen, og þar
er gröf hans í sandhólunum. Þama mætast Skagerak og Kattegat
eða „fallast í faðma" eins og H.C. Andersen orðaði það svo fallega í
ferðalýsingu sinni. Þar er magnað að vera.
A Grenen. Sandhólar ífjörunni sem málararnir gerðu svo frœga.
Víst hlyti ég dvala og draumafrið
við djúpsins máttugu ölduhreima.
H. Drachmann/Magnús Asgeirsson
Listamönnunum hefhr verið mikill sómi
sýndur á Skagen og meðal annars hafa flestir
þeirra fengið götu eða allavega stíg nefndan
eftir sér.
Reyndar kom gúanódaunninn inni í bænum
á óvart en þá má auðvitað ekki gleyma því
að Skagen er og hefur alltaf verið sjávarþorp.
Það em ófáar myndirnar af sjómönnum og
fjölskyldum þeirra sem listamennimir máluðu
þannig að gúanóstækjan og listin eiga samleið
á Skagen. En svo var auðvitað sæt lykt af sjó og
þangi í fjörunni og gróðrarangan úti á Odden
en þar er glæsilegt og sérstakt náttúmgripasafn
teiknað af arkitektinum Jöm Utzon. Klitgárden
VÍSBENDING I 21