Vísbending


Vísbending - 22.12.2008, Síða 22

Vísbending - 22.12.2008, Síða 22
Sá drukknaði, 1896. Birla og skuggar i rnynd Michaels Anker. fyrrum sumarhöll þeirra konungshjóna Kristjáns tíunda og Alexöndru er glæsileg bygging við ströndina en þar er nú vinnuaðstaða íyrir lista-og vísindamenn. Það voru ekki bara málarar og skáld sem settust að á Skagen. Gulu húsin með hvítum rjómakanti meðfram þökunum eru verk arkitektsins Ulriks Plesner sem með sínum bröttu þökum, óvæntu bíslögum og kvistum eru einkennandi fyrir bæinn. Það er líka svo óvenjulegt að sjá svo mörg listamannahús í einum litlum fiskimannabæ með sínum stóru „atelier“- eða vinnustofúgluggum. Skagen erblanda afEyrarbakka, Seltjamamesi og París. Áðumefnd María Kröjer (konan á Dósinni) var myndlistar- menntuð í Kaupmannahöfh og Kröjer hafði verið kennari hennar við myndlistarskóla kvenna því þama í kringum 1890 var ekki byijað að hleypa konum inn í akademíuna. Nokkrar af hennar eigin myndum er hægt að sjá á Skagens museum, en hún náði sér ekki á strik sem myndlistarmaður en lagði þess í stað sérstakan metnað í heimili þeirra Kröjers og hannaði sjálf ýmis húsgögn og lét smíða og þótti heimili þeirra einstakt. Talið er að hún hefði orðið hönnuður ef hún hefði verið heldur seinna á ferðinni. Hún skar sig úr fyrir glæsileik og á mynd einhvers málarans sjást almúgakonur á Skagen stara allar í sömu átt. Myndin á að heita ífú Krojer gengur hjá. María var líka ein af mörgum lærisveinum Georg Brandes úr hópi listamanna sem boðaði rótæka hugmyndaffæði á sínum tíma. Um Maríu má meðal annars lesa í ævisögunni Balladen om Maria þar sem segir ffá stormasömu lífí hennar auk bóka um list hennar eins og Marie Kröjer Alvén/malerier, tegninger.design. María kynntist seinna Önnu Anker í einni af mörgum ferðum sínum til Frakklands eða Italíu. Á Skagens museum er mynd sem margir þekkja þar sem Anna og María ganga í flæðarmálinu og spjalla saman. Undanrennugrá sporug Qaran í forgrunni og sjór og himinn í bakgmnni og þessi sérstaka birta á Skagen sem málaramir reyndu sífellt að fanga. Hafið, fjaran, sandhólamir og hin sérstaka birta er aðalsmerki Skagen sem dró málarana til sín. Þegar þeir komu þangað ffá Kaupmannahöfh uppúr 1870 var Skagen alls ekki í alfaraleið. Skagen var fiskiþorp álíka fjarlægt Kaupmannahafharbúum og að ferðast til framandi landa. Skagen var útnári utan samgönguleiða enda kallaði H.C. Andersen svæðið sandeyðimörk þegar hann ferðaðist þangað árið 1859 og segir ferðasöguna í bók sem heitir Skagen og En historie fra klitteme. Þar talar hann um Skagen sem óskastað málara 22 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.