Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.12.2011, Qupperneq 2
SPURNING DAGSINS Daníel Geir Moritz var valinn fyndnasti maður [slands á þessu ári. Hann verður veislustjóri á nýársfagnaði á Hótel Borg á fyrsta degi næsta árs. Daníel, verður þú með ; eintóma brandara frá því í fyrra? „Já, ég var valinn fyndnasti maður I islands 2011." STRÆTÓ Strætó mun aka eftir laugar- dagsáætlun til 14 á gamlársdag. Ekið til 14 á gamlársdag: Strætó elclci ekið á nýársdag samgöngur Akstur strætis- vagna á höfuðborgasvæðinu um helgina mun taka mið af frí- dögum helgarinnar. Á gamlárs- dag, laugardaginn 31. desember, verður ekið eftir laugardag- sáætlun til klukkan 14 en þá hætta vagnarnir akstri. Á nýársdag, sunnudaginn 1. janúar, falla ferðir strætisvagna niður með öllu. Frá og með 2. janúar verður akstur strætis- vagna hins vegar með hefð- bundnu sniði. - mþi Borgin leitar manns til reynslu: Pólskumælandi ráðgjafí ráðinn FÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir pólsku- mælandi ráðgjafa í fullt starf. Mannréttindaráð borgarinnar samþykkti að ráða í starfið til reynslu í eitt ár. Ráðgjafinn mun heyra undir mannréttindaskrifstofu en starfa á þjónustuskrifstofu borgarinnar. Hann mun sjá um þýðingu á fréttum á pólskan vef borgarinnar. Þá verður stofnað nýtt síma- númer þar sem veittar verða upplýsingar á pólsku og mun ráðgjafinn sjá um það. Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda í Reykjavík, um 3.300 manns. -þeb FRÉTTABLAÐIÐ 30. desember 2011 FÖSTUDAGUR Aðframkomin sauðkind íVestmannaeyjum aflífuð eftirað fossblæddi út um dularfullt gat á hálsi hennar: Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á DÝR „Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar fannst aldrei, en lambið var skilið eftir með hálf- lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út,“ segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregl- una, sem kom á staðinn og aflífaði hana. „Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor,“ segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. „Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm,“ segir Ólafur. Fyrir um það bil tveimur árum lagðist dýrbítur á heimalning á sunnanverðri Heimaey. Hann étinn afturfót og þurfti því að aflífa það. Kindin á Látrum var sú eina særða í fjárhús- inu. Ólafur telur þó að hún hafi verið úti þegar ráðist var á hana og hún gengið inn. „En það var óvenjulegt að sjá allar kindurnar inni eða við húsið. Venjulega eru þær úti á þessum tíma. Þær hafa sennilega verið að fylgjast með henni.“ Sökum mikils fannfergis var ógerlegt að sjá spor eða blóð í snjónum og því vill Ólafur ekkert fullyrða um málið. Greinilegt sé þó að annað- hvort hafi verið stungið eða bitið í hálsinn á kind- inni. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú málið. Að hennar sögn er lítið sem ekkert vitað um hvað átti sér stað og nauðsynlegt að skoða hræið til að komast til botns í því. - sv AÐFRAMKOMIN AF BLÓÐLEYSI Stuttu eftir að þessi mynd var tekin var ákveðið að aflífa kindina þar sem hún hafði misst svo mikið blóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Isavia hefur fengið heimild til að svara fyrirspurn um flug sem talið var á vegum CIA með fanga. Tvenn mannréttindasamtök birtu nýverið áfanga- skýrslu þar sem Evrópulönd eru sökuð um að hylma yfir með pyntingum. LEYNIFANGELSII RÚMENÍU i kjallara skráningarstofu leyndarupplýsinga, ORNISS, í Búkarest rak bandaríska leyniþjónustan CIA leynifangelsi á árunum 2003 til 2006 og yfirheyrði grunaða hryðjuverkamenn. fréttablaðib/ap mannréttinpamál Innanríkisráðu- neytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mann- réttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni sam- takanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýs- ingum um fangaflugið heita Rep- rieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðu- neytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn sam- takanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðn- ar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur lang- an lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að ieita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Ög það er handavinna sem tekur einhvern tíma,“ segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári.“ í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra fiugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópu- ríkja, D.anmerkur, Finnlands, Þýskalands, írlands, Litháen og Þessir aðilar sendu okkar langan lista af skráningamúmerum flugvéla sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. FRIÐÞÓR EYDAL TALSMAÐUR ISAVIA Noregs, svöruðu fyrirspurn sam- takanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýs- ingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en íslendingar höfðu sagt að fyrir- spurnin væri í ferli. Um þrír mán- uðir eru síðan samtökin sendu fyr- irspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flug- málastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær. olikr@frettabladid.is Samningaviðræður í gangi: Samherji ræðir um kaup í Olís VIPSKIPTI Samherji er í miðjum samningaviðræðum um að kaupa stóran hlut í Olís í samstarfi við aðra fjár- festa. Þetta staðfestir Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. „Það hafa verið viðræður við okkur um að eignast hlut í félaginu en það er gegn því að þónokkuð margir nýir hluthafir komi þar að,“ sagði Þorsteinn við Stöð 2 í gær. Niður- staða fengist ekki fyrr en á nýju ári. Núverandi eigendur munu að líkindum áfram verða í hlut- hafahópi Olís, en með minni hlut en áður. Samherji hefur um árabil verið meðal stærstu viðskiptavina OIís. Undanfarið hafa eigendur móður- félags Olís verið í viðræðum um aðkomu nýrra hiuthafa að rekstri Olís vegna erfiðrar skuldastöðu við Landsbankann. - þþ Niðurskurður á Vestfjörðum: Náttúrustofan skuldum vafín vestfirpir Náttúrustofa Vest- fjarða er skuldum vafin eftir nið- urskurð síðustu ára. Ekki hefur þó komið til þess enn að segja þurfi upp fastráðnu starfsfólki, að sögn Þorleifs Eiríkssonar, for- stöðumanns stofnunarinnar, í samtali við Bæjarins besta. Reksturinn kostaði um 60 milljónir í fyrra en um 90 millj- ónir árið 2009. Framlög ríkis- sjóðs til stofunnar hafa dregist töluvert saman síðan árið 2008. Árið á eftir voru framlögin 35 milljónir króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir 23,9 milljónum króna í fjárframlög. .s» þorsteinn már BALDVINSSON NJÖTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR VLyf&heiisa vid hlustum! Fréttablaðið auglýsir eftir vetrarmyndum í Ijósmyndasamkeppni: Besta myndin prýðir forsíðuna samkeppni Fréttablaðið auglýsir eftir þátttakendum í ljósmyndasamkeppni sem hefst í dag og stendur þar til á hádegi á þriðjudag. Að þessu sinni er þemað vetr- arríkið sem fæstir íslendingar hafa farið varhluta af undanfarna daga. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á fyrsta helgarblaði nýs árs, hinn 7. janúar, og aðrar útvaldar birtast á innsíðu. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í samkeppninni eru miðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið og fyrir efsta sætið eru að auki vegleg verðlaun frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í snjóatíðinni. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum. Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu. Jafnframt er áskilinn réttur til birtingar myndar á forsíðu blaðsins. Innsendar myndir eru eign höfunda en Fréttablaðinu og visir.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar hennar, svo fremi sem höfundarnafn er tiltekið. Samkeppnin stendur frá morgni dagsins í dag, 30. SNJÓÞUNGT Veturinn setti mark sitt á líf býsna margra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA desember, til klukkan tólf á hádegi þriðjudaginn 3. janúar. Vinningshöfum verður tilkynnt um val for- síðumyndarinnar um miðjan föstudag 6. janúar. Tekið er við myndum á netfanginu ljosmyndasam- keppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægilegri upplausn til að þær geti birst í blaðinu. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilis- fang, netfang og símanúmer. - sh

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.