Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 4
GENGIÐ 29.12.2011
4
FRÉTTABLAÐIÐ
30. desember 2011 FÖSTUPACUR
Um 500 fjölskyldur í Grikklandi hafa þurft að láta börn frá sér vegna kreppunnar:
Geta ekki séð börnum sínum farborða
crikkland Dimitris og Christina Gasparina-
tos, foreldrar sex sona og fjögurra dætra í
Grikklandi, áttu í erfiðleikum með að láta
enda ná saman fyrir kreppuna. Þau skulduðu
slátraranum, bakaranum og kaupmanninum í
nýlenduvöruversluninni. Þau höfðu ekki getað
greitt húsaleigu mánuðum saman fyrir litlu
íbúðina þar sem þau sváfu á dýnum á gólfinu.
Aðstæður þeirra urðu enn verri eftir
að kreppan skall á með fullum þunga og á
aðventunni sá heimilisfaðirinn engin önnur
úrræði en að biðja yfirvöld um að taka að sér
þrjá drengjanna og eina af stúlkunum, að
því er kemur fram á vef breska blaðsins The
Guardian.
Saga Gasparinatos-fjölskyldunnar er ekki
einsdæmi. Gríska dagblaðið Kathimerini
hefur greint frá því að 500 fjölskyldur hafi
nýlega beðið um að fá að koma börnum sínum
fyrir á heimilum sem rekin eru af SOS barna-
þorpunum. Fjöldi fjölskyldna er að bugast
vegna fátæktar og margar hafa sundrast.
Lítil stúlka kom nýlega í leikskólann sinn
með miða um hálsinn sem á stóð: „Ég kem
ekki til að sækja Önnu. Ég á enga peninga
og get ekki séð um hana. Mér þykir það leitt.
Mamma hennar.“
Gasparinatos fékk góðar fréttir í síðustu
viku. Eiginkona auðugs kaupsýslumanns í
Aþenu gaf honum fé svo að hann gæti flutt
í nýtt húsnæði með eiginkonu sinni og tíu
börnum.
ibs
MÓTMÆLI Hjálparsamtök í Grikklandi segja að þeim
fjölgi sífellt sem lifi í sárri fátækt. nordic photos/afp
Ráðherrum fækkað
og stuðnings leitað
Stefnt er að því að sameina ráðuneyti og stofna tvö ný á næsta ári. Jón Bjarna-
son og Árni Páll Árnason hverfa úr ríkisstjórn um áramótin. Óvíst er hvernig
verkefnum þeirra verður fyrirkomið. Pingflokkar funda um breytingar í dag.
RÍKISSTJÓRN KYNNT Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengu
meirihluta að loknum kosningum í maí 2009. Flokkarnir höfðu setið í minnihluta-
stjórn síðan í febrúar það ár. fréttablaðið/vilheim
Rætt við Hreyfínguna um stuðning
Viðræður hafa verið í gangi við þingmenn Hreyfingarinnar um stuðning við
ríkisstjórnina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúa þær að því að
Hreyfingin verji stjórnina vantrausti. IVleð því lægi þær öldur sem stjórnin
hefur þurft að velkjast í og frekari vinnufriður skapist til að vinna að stefnu-
málum.
Ríkistjórnin hefur nú eins manns meirihluta á þingi og má því fátt út af
bera ætli hún að koma stefnu sinni í lög. Ekki náðist niðurstaða í við-
ræðurnar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði því fyrst og fremst
tímaskortur og til stendur að taka viðræður upp að nýju eftir áramót.
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
Hfe: Bandarikjadalur 123,1 123,68
Sterlingspund 189,17 190,09
F*1 Evra 158,69 159,57
55 Dönsk króna 21,342 21,466
=t== Norsk króna 20,441 20,561
JJJJ Sænsk króna 17,795 17,899
• Japanskt jen 1,5807 1,5899
SDR 188,42 189,54
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
217.7965
HEIMILD: Seðlabanki íslands
Skuldabréfaútboð Ítalíu:
Lægri vextir en
lítil eftirspum
ítalía, ap Útboð ítalskra ríkis-
skuldabréfa í gær gekk ekki eins
vel og vonir höfðu staðið til, þrátt
fyrir lækkandi vaxtaálag.
Skuldabréf seldust fyrir um sjö
milljarða evra, á lægri vöxtum en
ítalir hafa fengið undanfarið, en
eftirspurnin var minni en vonast
var eftir. Mario Monti forsætis-
ráðherra fagnaði lækkandi vöxt-
um en sagði margt óunnið.
„Við erum alls ekki þeirrar
skoðunar að óstöðugleikinn sé að
baki.“
Heildarskuldir Ítalíu eru nú
1.900 milljarðar evra og koma
330 milljarðar til greiðslu á
næsta ári. - þj
LEIÐRÉTT
Fyrir mistök féllu út nöfn meðlima
dómnefndarinnar sem valdi viðskipta-
mann ársins og fleira í Markaðnum
sem fylgdi Fréttablaðinu í gær. í dóm-
nefndinni sátu: Ásta Dís Óladóttir,
framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar,
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Islands, Gísli Hauksson,
framkvæmdastjóri GAM Management,
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri
DataMarket, Valdimar Halldórsson,
sérfræðingur hjá Markó Partners,
Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hag-
fræðideild Háskóla íslands, Páll Harð-
arson, forstjóri Nasdaq OMX lceland,
Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðing-
ur hjá Virðingu, Gestur G. Gestsson,
forstjóri Skýrr, Friðrik Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Keldunnar, Kjartan
Ólafsson, framkvæmdastjóri Markó
Partners, Magnús Halldórsson, frétta-
stjóri viðskipta hjá Vísi og Stöð 2, og
ritstjórn Markaðarins.
í aðsendri grein Leifs Runólfssonar
lögmanns á bls. 24 í Fréttablaðinu í
gær um ólögmæltar refsilækkunar-
ástæður hafði orðinu ólögmæltar
fyrir mistök blaðsins verið breytt í
ólögmætar, sem breytti merkingu
orðsins.
stjórnmál Margboðaðar breyting-
ar á ríkisstjórninni verða að veru-
leika á morgun, en þá fækkar ráð-
herrum í ríkisstjórn íslands um
tvo. Óvissa hefur ríkt um hverjar
breytingarnar yrðu, en ljóst var
að Jón Bjarnason væri á leið út
úr ríkisstjórn. Á reiki hefur verið
hvort einhver fylgdi honum eða
hvort aðrar breytingar yrðu gerð-
ar á stjórninni. Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins er nú ljóst að
Árni Páll Árnason er einnig á leið
út úr ríkisstjórninni.
Þingflokkar stjórnarflokkanna
funda um málið í dag þar sem
þeim verða kynntar breytingarn-
ar. Samkvæmt lögum Samfylk-
ingarinnar þarf flokksstjórn að
samþykkja breytingar á starfandi
ríkisstjórn. Flokksstjórnin veitti
hins vegar formanni flokksins,
Jóhönnu Sigurðardóttur, umboð á
fundi í maí 2009 til að gera breyt-
ingar á ráðherraliði flokksins á
tímabilinu.
í skeyti Jóhönnu til fulltrúa í
flokksstjórn segir að þrátt fyrir
þetta umboð hafi hún ákveðið að
kalla flokksstjórnina saman til að
bera þær breytingar sem standa
fyrir dyrum undir hana. Sá fundur
verður klukkan 18.30.
Við þessa breytingu verða ráð-
herrar átta, en ekki er stefnt að því
að aðrir setjist í sæti þeirra Jóns og
Árna Páls. Hvað um verkefni ráðu-
neyta þeirra verður er enn óljóst.
Stefnt hefur verið að því að sam-
eina iðnaðarráðuneyti og sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðu-
neyti í eitt atvinnuvegaráðuneyti.
Að auki á að sameina málaflokka
í nýju umhverfis- og auðlindar-
áðuneyti. Þá hefur Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra talað
fyrir því að öll stjórn efnahags-
mála verði á einni hendi - hendi
fjármálaráðherra.
Ljóst er að breytingar í þessa
veru eru skammt á veg komnar og
ekki verður farið í þær nú um ára-
mótin. Nú er fyrst og fremst hugað
að því að fækka ráðherrum, hvern-
ig verkefnum þeirra verður fyrir-
komið er óljósara.
Miðað við áherslur flokkanna er
ekki óvarlegt að álykta að Vinstri
græn fái umhverfis- og auðlinda-
ráðuneyti og Samfylkingin atvinnu-
vegaráðuneyti. kolbeinn@frettabladid.is
44 morð í Danmörku í ár:
Aðeins eitt mál
ennþá óupplýst
danmörk Alls hafa 44 verið myrt-
ir í Danmörku það sem af er ári. í
dönskum miðlum kemur fram að
þetta sé svipaður fjöldi og síðustu
ár, en í fyrra komu 43 morðmál
til kasta lögreglu og árið 2009
voru þau 49. Aðeins í einu tilfelli
hefur lögregla ekki enn handtekið
neinn, en þar er um að ræða mál
þar sem kornabarn fannst látið í
stöðuvatni í upphafi mánaðarins.
í fimm tilfellum svipti morð-
inginn sig lífi eftir verknaðinn.
Það mál sem vakti hvað mesta
athygli var þegar hjón í Óðins-
véum voru myrt á göngu um skóg-
lendi í nágrenni borgarinnar. - þj
Vorboðar láta á sér kræla:
Óvenjulega
hlýtt í Svíþjóð
svípjóð Desember hefur verið
sérlega hlýr í Svíþjóð. Mánuður-
inn er einn af tíu hlýjustu des-
embermánuðum síðustu 250 ára.
Hitinn hefur verið í kringum
tíu gráður í austur- og miðhluta
landsins síðustu daga. í Stokk-
hólmi hefur hitinn verið þremur
gráðum yfir meðaltali, en mest
hafa frávikin verið í Norðurbotni
í norðurhluta landsins, þar sem
hiti hefur verið sjö til tíu gráðum
yfir meðaltali.
Fréttir hafa borist af ýmsum
vorboðum í kjölfar hlýindanna.
Kantarellusveppir hafa vaxið,
jarðarberjaplöntur blómstrað og
tré eru farin að bruma. . þeb
Sýslumaður skipaður
Innanríkisráðherra hefur skipað
Svavar Pálsson sýslumann á Húsavik
til fimm ára. Svavar hefur starfað hjá
embætti sýslumannsins á Húsavík frá
2004 og verið settur sýslumaður þar
siðan 2009.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is
Nesdekk - Fískislóð - sími 561 4110/ Nesdekk - Reykjanesbœ - sími 420 3333
ravo tires
Harðskeljadekk
Frábær ending - Minna svifryk - Mjög hljóðlát
VEÐURSPA
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ÁRAMÓTAVEÐRIÐ
Þegar líður á dag-
inn dregur úr frosti
á landinu og hlánar
við suðurströndina
og má búast við
blautri úrkomu
síðdegis. Skúrir eða
slydduél sunnan og
vestan til á morgun
og él annað kvöld
en vindur verður
tiltölulega hægur
um allt land þegar
nýtt ár heilsar.
Á MORCUNI
8-13 m/s SV-til, annars
hægari.
bÖí
4'Ðö mo
■S? b<£í
NÝÁRSDAGUrH /p-v
5-10 m/s.
HEIMURINN Alicante 12°
Basel 1°
Berlín 5°
Billund 6°
Frankfurt 4°
Friedrichshafen 0°
Gautaborg 5°
Kaupmannahöfn 5°
Las Palmas 20°
London 11°
Mallorca 16°
New York 10°
Orlando 22°
Ósló 3°
Parls 6°
San Francisco 14°
Stokkhólmur 4°
Vindhraði er I m/s.
Hitastig eru I °C.
Gildistlmi korta er um hádegi.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS - AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdai jonl@frettablodidJs ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davlðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@Z65.is, Hjördís Zoéga hjordis@jrettabiadid.is. Hlynur Steingrfmsson biynurs@Z65.is, Laila Awad laila@Z65Js, Öm Geirsson
om.geirsson@365Js ALLTSÍMI512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir/mð@365is, Brynja Gunnarsdótlir brynjag@Z65Js, Snorri Snonason snorris@365Js SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@Z65.is, Sigrlður ^gurb\ömsdóttitsigridurdagny@Z65.is, Ivar Hansen ivarom@Z65.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SlMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@Z65.is, l/iðar Pétursson vip@Z65Js WÓNUSTUAUGLÝSINGAR SlMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir siguriaug@Z65Js, Ama Kristinsdóttir amarut@Z65Js, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@Z65.is, Sigrún Guðmundsdóttirsigrunh@Z65.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einarskulason@365.is