Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 14

Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 14
FRÉTTABLAÐIÐ skoðun neimr@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Sameiginlega stefnu vantar um erlendar fjárfestingar í atvinnulífinu. Hin eyðileggjandi upphlaup Afstaða ríkisstjórnarinnar, eða að minnsta kosti sumra ráðherranna, til erlendra fjárfestinga er ein helzta hindrunin í vegi fyrir því að atvinnulífið nái sér vel á strik. Ýmis batamerki má sjá en hin furðulegu upphlaup í kringum fjárfestingaráform erlendra fyrirtækja og einstaklinga á íslandi og sundurþykki ríkisstjórnarinnar í þessum efnum spilla mjög fyrir nauðsynlegu trausti á íslenzku efnahagslífi. Skúli Mogensen fjárfestir, sem dómnefnd Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, valdi viðskiptamann ársins, vék í við- talinu í blaðinu í gær að því sem hann kallar pólitískan óstöðug- leika sem þvælist fyrir of mörgu í viðskiptalífinu. „Þó að einstak- ir stjórnmála- og ráðamenn séu allir af vilja gerðir þá gerir óeiningin sem ríkir á milli stjórnar- flokkanna, og meira að segja innan þeirra, það að verkum að það er hálfgerð pattstaða í landinu. Þessi óeining er einnig sýnileg hjá stjórnarandstöðunni. Þetta stefnuleysi er sérstaklega áberandi, leynist engum og þvælist mikið fyrir,“ segir Skúli, sem bætir við að skattastefna stjórnvalda og upphlaup í ýmsum málum auki ekki áhuga erlendra fjárfesta á íslandi. „Það er synd því að þeir ættu tvímælalaust að hafa mikinn áhuga á að koma hingað inn.“ Dómnefnd Markaðarins valdi áformuð kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum umdeildustu viðskipti ársins. Flestir álits- gjafar blaðsins voru á einu máli um að meðferð Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra á því máli hefði skaðað möguleika á að ná erlendri fjárfestingu til íslands verulega. Halldór Jóhannsson, talsmaður Huangs á íslandi, staðfestir það sem Skúli Mogensen segir um stefnuleysið og sundurþykkjuna: „Huang var búinn að ræða málið við marga ráðherra og taldi að hann væri að eiga við ríkisstjórn með sameiginlega stefnu. Það kom því á óvart að einn ráðherra tæki geðþóttaákvörðun í þessu máli.“ í stjórnarsáttmálanum stendur að efla eigi erlenda fjárfestingu í landinu. Hins vegar er ekki til nein sameiginleg stefna um hvernig eigi að fara að því. Þess vegna komast ráðherrar og þingmenn upp með að eyðileggja fyrir fjárfestingarverkefnum sem eru komin vel á veg. Það hefur ekki verið skilgreint nógu vel eftir hvers konar fjárfestingu eigi að sækjast, eða í hvaða geirum atvinnulífsins. Ekki hefur heldur verið gerð nein heildstæð úttekt á því hvernig íslenzkt lagaumhverfi tryggi að auðlindir landsins, ekki sízt orka og vatnsréttindi, séu áfram í höndum þjóðarinnar jafnvel þótt erlendir aðilar fjárfesti í orkuvinnslu eða landareignum. Ef sýnt væri fram á að lagaumhverfið væri nógu sterkt þyrftu menn ekki að hafa áhyggjur af erlendu eignarhaldi. Ef allt þetta væri á hreinu og um stefnuna ríkti þverpólitísk samstaða mætti forðast hin eyðileggjandi upphlaup. Mótun slíkrar stefnu er verðugt verkefni á nýju ári. i ittft-mrcrara i ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn @frettabladid.is Fréttablaðið kemur út 190.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið I völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SKALIAGRIMSS Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi Ijósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. rulGELDAKAHKABlR BíORGUNAHSVEITAUMA © ta • «< © La ® j* 1 14 30. desember 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Pað er elcki töff að vera blindur Áramót Berevin Oddsson stjórnmála- fræðinemi og uppistandari Iaðdraganda áramóta þar sem lands- menn fagna nýja árinu og kveðja það gamla með flugeldum af öllum stærðum og gerðum, strengja áramótaheit og eru fullir tilhlökkunir til að takast á við ný krefjandi verkefni með nýjum áskor- unum og nýjum tækifærum er rétt að minna flugeldaglaða íslendinga á að nota flugeldagleraugu. Sá sem hér skrifar veit vel hvernig það er að missa sjónina og mælir ekki með því. Það er bæði hrokafullt og fífldirfska að segja við sjálfan sig „Það kemur ekk- ert fyrir mig“ um leið og viðkomandi heldur á bombunni sem er á leið upp í loftið. Það er ekkert sérstaklega töff að vera með hálfvitaleg gleraugu úr plasti og líta út eins og kjáni. Það er heldur ekki töff að ganga með blindrastaf allan árs- ins hring og sjá ekki neitt. Þá myndi ég kjósa frekar að hafa flugeldagleraugu eitt kvöld á ári og sjá barnið mitt á hverj- um degi og aka bíl þegar mig langar og fara þangað sem hugurinn girnist hverju sinni, en ekki þurfa að bíða eftir því að einhver nenni að skutla manni. Það er allt of algengt að flugeldaslys eigi sér stað hér á landi um hver áramót. Það er ekkert sérstaklega töff að vera með hálf- vitaleg gleraugu úr plasti og líta út eins og kjáni. Það er heldur ekki töff að ganga með blindrastaf allan ársins hring og sjá ekki neitt. Pössum upp á hvert annað og skjótum ekki upp án hlífðargleraugna, svo ekki sé minnst á að skjóta upp eftir áfengis- neyslu. Því brýni ég fyrir skotglöðum landanum að nota flugeldagleraugu og vera ekki töff eitt kvöld á ári og vera töff hin kvöldin 364. Að lokum vil ég nota tækifærið og óska landsmönum öllum gleðilegs nýs árs um von um gæfuríkt komandi ár, með von um að ný markmið og ný verkefni með nýjum tækifærum og nýjum áskorunum verði okkur öllum til heilla á nýja árinu og enginn þurfi að byrja nýja árið uppi á gjörgæslu, sjónlaus í þokkabót. Kaldar kveðjur Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra telur að Samfylkingunni verði erfitt að fara í gegnum næstu kosn- ingar án endurnýjunar á forystuliði flokksins. Með öðrum orðum; Jóhanna Sigurðardóttir á að hætta sem for- maður. Þetta segir Össur í viðtali við Viðskiptablaðið og vill tefla fram ungu fólki I næstu kosningum. Þetta eru nokkuð kaldar kveðjur til formannsins, en Jóhanna hefur ekkert gefið upp um hvenær hún hyggst láta af embætti for- manns Samfylkingarinnar. Það var nú kannski á óróann innan stjórnarheimilisins bætandi, að annar helsti forystumaður Samfylkingarinnar segi formanninn ekki ráða við næstu kosningar. Kannski bara bjartsýnn Jóhanna sagði í samtali við Frétta- blaðið í október að hún vildi ná fram ýmsum baráttumálum áður én hún hætti. Koma á efnáhagslegum stöðug- leika, skapa störf, vinna að umbótum í stjórnsýslu, mannréttindum og á félagslegu sviði og koma Islandi upp úr efnahagslægðinni. Kannski er Óssur bara svona bjartsýnn að hann telur allt þetta verða í höfn á næsta landsfundi Sam- fylkingar, í mars eða apríl 2013. Orð eru dýr Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, tjáir sig reglulega um mál- efni líðandi stundar, eins og embætti hans ber. Hann er óánægður með ríkisstjórnina og sendir henni oft og tíðum tóninn. Helgi mætti hins v'egar hafa í huga að eins og oflof er last er oflast lof. Helgi má vel vera gagnrýn- inn á ríkisstjórnina, af nógu er að taka í þeim efnum, en til hvers að segja stefnu hennar vera hernað gegn fólkinu í landinu? í alvöru? Hernað? Verum gagnrýnin og ósammála en munum að orð eru dýr. kolbeinn@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahllð 24,105 Reykjavík SÍMÍ: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Glsladóttir solveig@frettabladid.is (ÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is UÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðssonpjetur@frettabfadid.is FRAMLEIÐSLUSTJORI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.