Fréttablaðið - 30.12.2011, Qupperneq 19
JJJT FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011
LIKAMSRÆKT
&NÆRING
Kynningarblað Hreyfing, heilsa, matur,
rannsóknir, góð ráð, fæðubótarefni, hlaup, markmið.
Átak með alvöru árangri
Hreyfing hefur staðið fyrir geysivinsælum átaksnámskeiðuin sem verið hafa í stöðugri þróun í 22 ár. Lykilþættir
átaksnámskeiðanna eru fræðsla, aðhald og fjölbreyttar æfingar.
Ágústa Johnson
Arangurinn lætur ekki á sér
standa enda hafa nám-
skeiðin skapað sér traust-
an sess með þátttöku tugþús-
unda kvenna í gegnum árin," segir
Ágústa Johnson, framkvæmda-
stjóri Hreyfingar, um átaksnám-
skeiðin Árangur sem breytt hafa lífi
kvenna til hins
betra í rneira en
tvo áratugi.
„Námskeiðin
eru í stöðugri
þróun og reglu-
lega uppfærð
svo æfingakerfið
skili þátttakend-
umsem mestum
árangri. Æfingarnar eru einfaldar
en markvissar og fjölbreyttar, og
það tryggir góðan árangur," segir
Ágústa.
í Árangri eru mismunandi
áherslur eftir hópum til að mæta
ólíkum þörfum kvenna.
„Við höfum hópa fyrir konur
sem hafa ekki stundað reglu-
lega þjálfun í langan tíma en vilja
taka átak sitt föstum tökum, auka
styrk sinn og þol og komast í gott
form, og annan hóp fyrir þær sem
eru orðnar vanari þjálfun. Nýlega
buðum við svo upp á skemmtilega
nýjung sem við köllum Árangur-
Dans-Fitness og er fyrir þær sem
vilja dansa sig í flott form. Á öllum
átaksnámskeiðum tekst líkaminn
á við nýjar áskoranir, sem tryggir
hámarks árangur, og útkoman er
ætíð sú sama; konurnar styrkjast,
ná tökum á neysluvenjum sínum
og losna við óvelkomna líkams-
fitu," upplýsir Ágústa.
Annað árangursríkt námskeið
sem hefur heldur betur slegið í
gegn hjá Hreyfingu er Fantagott
form, fyrir bæði kynin.
„Það er sérsniðið fyrir þá sem
Fantagott form er námskeið fyrir bæði kynin sem er sérsniðið fyrir þá sem vilja taka verulega á og komast í fantagott form.
vilja taka verulega á og komast
í fantagott form," segir Ágústa.
„Áhersla er lögð á snerpu og
kjarnavöðva líkamans, með ein-
földum æfingum sem tryggja há-
marks brennslu og þjálfa upp þol
og styrk á skjótan og hnitmiðað-
an hátt. Grunnbrennsla líkam-
ans eykst og í hverjum tíma verð-
ur til hinn eftirsónarverði eftir-
bruni sem veldur áframhaldandi
brennslu hitaeininga á auknum
hraða klukkustundum eftir að
æfingu lýkur."
Ágústa hvetur alla landsmenn
til að hugsa vel um sál og líkama á
komandi ári.
„Það er nefnilega aldrei of seint
að skora á sjálfan sig og komast í
sitt besta form."
Innifalið í ofangreindum nám-
skeiðum er fjölbreytt þjálfun í lok-
uðum tímum þrisvar í viku, ótak-
markaður aðgangur að tækjasal
og opnum tímum, aðgangur að
glæsilegri útiaðstöðu, jarðsjávar-
potti og gufuböðum, vigtun, fitu-
mælingar, hvatning, fróðleikur og
uppskriftir.
Sjá nánar á www.hreyfing.is
CLUBFIT-ÁHRIFARÍKT,
KREFJANDI OG EINFALT
Club Fit er nýtt, þrususkemmtilegt
og áhrifaríkt æfingakerfi í Hreyf-
ingu. Það er þróað úr mörgum af
bestu og vinsælustu æfingakerfum
veraldar og byggir á þolþjálfun á
hlaupabretti og styrktaræfingum
með lóðum.
Æfingar Club Fit henta flestum
og eru sérvaldar með öryggi og
árangur að leiðarljósi. Þær eru
einfaldar en samsettar á þann veg
að grunnbrennsla líkamans eykst,
sem og mikill eftirbruni. Þátt-
takendur ná því hörkubrennslu í
hverjum tíma, sem er .45 mínútur
og stýrt af öflugum þjálfurum
sem halda fólki vel við efnið með
hvatningu og fjöri.
Club Fit er kennt í sér sal þar sem
lýsing og tónlist skapa skemmti-
lega stemningu og hvetjandi orku.
Þátttakendur komast í þrumugott
form og tíminn flýgur því Club Fit
er skemmtilegt.
í Club Fit eru engin flókin spor til
að læra; bara þjálfun á hlaupabretti,
lyftingar, stemning og árangur.
Club Fit-tímar eru opnir fyrir með-
limi Hreyfingar og kosta ekkert
aukalega.
Vinsæl Wellness-námskeið
Hot Fitness er nýjasta
æfingakerfið í Hreyfingu
og kemur í kjölfar
námskeiðanna IID Fitness,
Hot Yoga og Pilates Filness,
sem slegið hafa rækilega í
gegn hjá Hreyfingu.
„Margir tala um að vera orðn-
ir háðir því að stunda HD Fitness
og Hot Yoga í Hreyfingu, og Hot
Fitness er því næsta skref," segir
Ágústa Johnson um nýjasta æf-
ingakerfi Hreyfingar, sem kallar á
aðeins meira krefjandi æfingar í 35
°C heitum æfingasal.
„f Hot Fitness vinnum við með
eigin líkamsþyngd en notum líka
litla lóðabolta sem auka enn á
styrk efri hluta líkamans. Æfing-
ar eru allar hnitmiðaðar og róleg-
ar, og vandlega hugsað um að þátt-
takendur fái sem mest út úr þeim,"
útskýrirÁgústa um nýja námskeið-
ið sem er í senn spennandi og lær-
dómsríkt og tryggir flott form með
fallega tónuðum vöðvum, auknum
styrk og liðleika. „Lifandi markað-
ur sér um fræðslu á heilnæmu og
hreinu mataræði og kennir leiðir til
að innleiða meiri hollustu í dagleg-
ar neysluvenjur og versla úr heilsu-
hillum verslana. Þá hafa þátttak-
endur aðgang að lokuðu svæði
Lifandi markaðar, með fræðslu,
upplýsingum og uppskriftum,"
upplýsirÁgústa.
Námskeiðið HD Fitness stendur
fyrir „heitu djúpvöðva fitness" og
er sérhannað af Ágústu Johnson,
Önnu Ein'ksdóttur og Helgu Lind
Björgvinsdóttur. „HD Fitness hent-
ar þeim sem sækjast eftir tónuð-
um líkama og tígulegu fasi. Það fer
fram í heitum sal og byggir á róleg-
um styrktaræfingum ásamt djúp-
um teygjuæfingum. Eingöngu
er unnið með eigin líkamsþyngd
og sérstakar áherslur á styrkingu
djúpvöðva í kvið og baki, og djúpar
teygjuæfingar sem lengja og styrkja
helstu vöðva líkamans," útskýrir
Ágústa.
Pilates Fitness er einnig vandað
æfingakerfi sem nýtur gríðarlegra
vinsælda um allan heim. Ágústa
segir það sameina líkama og sál í
áhrifaríkri þjálfun og styrkja helstu
vöðva líkamans án þess að stækka
þá. Æfingar eru rólegar og hnitmið-
aðar og fara fram í 28 °C heitum sal.
„Pilates Fitness er fullkomin
blanda hreýfingar og styrktar- og
liðleikaæfinga. Með því er hægt að
endurmóta líkamann með lengri,
grennri og fallegar mótaðri vöðv-
um, um leið og þátttakendur læra
að losa um streitu, verki og stíf-
leika, og að beita líkama sínum
með afslappaðri hætti," segir
Ágústa og bætir við að Pilates Fit-
ness henti jafnt byrjendum sem
lengra komnum.
Ofangreind námskeið eru sex
vikna. Innfalið er lokaðir tímar
tvisvar í viku og ótakmarkað-
ur aðgangur í tækjasal og opna
tíma, ásamt aðgangi að glæsi-
legri útiaðstöðu, jarðsjávarpotti og
gufuböðum.