Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.12.2011, Blaðsíða 23
30. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR KYNNING - AUGLÝSING Líkamsrækt og næring I 5 Á nýja árinu fara af stað fjölbreytt námskeið í World Class. Gígja Þórðardóttir deildarstjóri segir frá spennandi nýjungum sem ættu að henta flestum þeim sem hyggja á breyttan lífsstíl á nýju ári og þá ekki síður þeim sem stundað hafa stífar æfingar og vilja meiri fjölbreytni. World Class fer af stað með fjölda spennandi námskeiða eftir ára- mótin, auk þess sem viðskipta- vinir stöðvanna hafa aðgang að öllum opnum tímum. Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri í World Class, segir úrvalið aldrei hafa verið breiðara og að það ætti ekki að vera vandamál fyrir fólk að finna námskeið eða opna tíma við sitt hæfi. Lítum á dæmi um það sem World Class býður upp á. Superform-námskeið „Við höfum verið með Super- form-námskeið núna undanfarin ár og þau hafa gengið alveg ótrú- lega vel," segir Gígja. „Þetta eru skemmtileg og frekar ódýr nám- skeið þar sem fólk kemur í fasta tíma tvisvar í viku til þjálfara sem heldur vel utan um hópinn og auk þess ér sett fyrir heima- vinna. Fólk er því ekki bundið nema tvisvar í viku og getur svo unnið heimavinnuna á þeirri World Class-stöð sem því hentar á þeim tíma sem því hentar þess á milli. Og það þýðir ekkert að svíkjast um því þjálfarinn fylg- ist vel með og merkir í kladdann og svona," segir Gígja og brosir. Superform er heilsunámskeið fyrir konur og karla sem vilja fá mikið aðhald, auka styrk og þol og eru tilbúin að svitna vel. Gott fyrir fólk sem er í ágætu formi en vill aðeins meira. Gígja segir þó að námskeiðin hafi notið slíkra vinsælda að þau hafi verið sótt af fólki í alls konar formi og þjálfarinn lagi æfingarnar að þörfum hvers og eins. Nám- skeiðin eru í boði á öllum stöðv- um World Class og eru undir stjórn fjölmargra reyndra þjálf- ara. Haldin er matardagbók og þátttakendur fá ráðleggingar frá næringarfræðingi. „Aðhaldið er mjög mikið, það er hringt í fólk ef það mætir ekki og það er ein- mitt það sem fólk þarf og vill," segir Gígja. Mind & Body - Ný viðmið „Þetta námskeið er alveg nýtt hjá okkur og gífurlega spennandi," segir Gígja. „Það er hann Guð- björn Gunnarsson, einkaþjálfari, hóptímakennari og markþjálfari, Guðbjörn Gunnars- son kennir Mind and Body - Ný viðmið. sem verðurmeð þetta námskeið og hann er með mjög skemmti- legt konsept þar sem hann ætlar að tvinna saman líkams- rækt og hug- rækt. Hann mun leiða fólk áfram í fjöl- breyttum lík- amlegum æf- ingum og síðan verða síðustu 20-30 mínút- ur hvers tíma í heitum sal þar sem gerð- ar verða góðar teygjur og farið í slökun og hug- leiðslu. Mark- mið Guðbjörns er ekki bara að efla líkamlega heilsu heldur að láta fólk fara út fyrir þæg- indarammann og skoða ýmsa þætti síns dag- lega lífs, til dæmis sam- skipti, mark- miðasetn- ingu og líðan, og hjálpa fólki að breyta þeim þáttum sem það langar virki- lega að breyta. Þar kemur nám hans í mark- þjálfun mjög sterkt inn því hann tvinnar saman líkama og sál enda erfitt að halda góðri heilsu ef hugurinn er ekki í lagi. Þetta er alveg ný leið til að nálgast heildræna heilsu og mjög spennandi námskeið." Auðbjörg Arngríms- dóttir kennir Dance-fít. Gígja Þórðardóttir segir úrval tíma aldrei hafa verið breiðara. Foam-stretch og hot foam- stretch - Opnir tímar „Þetta eru opnir tímar fyrir alla viðskiptavini World Class," segir Gígja. „Teygjutímar þar sem notast verður meðal annars við leikfimi, þeim sem þurfa á teygj- um að halda og ekki síst þeim sem eru í ströngum æfingum og þurfa meiri mýkt og jafnvægi í líkamann." Dance-fit Til að koma til móts við þá fjöl- mörgu sem hafa gaman af dansi ætlar Auðbjörg Arngrímsdótt- ir danskennari að sjóða saman skemmtileg spor við fjölbreytta tónlist sem allir geta tekið þátt í. „Auðbjörg hefur kennt Latin Fit tíma hjá okkur síðan 2006, hefur mikla þekkingu og reynslu í dansi. Zumba hefur verið mjög vinsælt, en þar er aðallega dans- að við suður-ameríska tónlist og sporin einföld og flott. Auðbjörg einskorðar sig samt ekki við suð- ur-ameríska menningu heldur hefur allan heiminn í höndum sér," segir Gígja og kímir. „Það sem mestu máli skiptir er að hafa gaman af lífinu, hugsa vel um sjálfan sig og finna sér heilsurækt við hæfi. Nýtt ár er tími nýrra tækifæra og World Class er klárlega með mesta úrvalið." Stór hópur þjálfara sér um Superform-námskeiðin. Ásdís Árnadóttir og Gerður Jónsdóttir stjórna Foam-stretch tímunum þar sem áherslan er á teygjur og sjálfsnudd með foam-rúllum. svamprúllur. Hot foam-stretch verður í heitum sal og verður hægt að fara enn dýpra í teygj- urnar þar. Rúllurnar hafa verið mjög vinsælar síðustu ár, en þetta er í fyrsta sinn sem við tökum þær markvisst inn í hóp- tíma. Þetta eru þéttar rúllur sem við notum til að örva bandvef, dálítið eins og sjálfsnudd sem þú framkvæmir með rúllunni og losar um spennu, stífleika í vöðvum og eymsli. Þetta hefur verið mikið notað í endurhæfingu íþróttafólks og skilað góðum árangri." Kennarar er í þessum tímum eru Ásdís Árnadóttir sjúkra- þjálfari og Gerður Jónsdótt- ir íþróttakennaranemi. „Þær munu blanda saman rúllunum og teygjum," segir Gígja. „Þetta er alveg nýtt hjá okkur og ætti að henta mjög breiðum hópi. Bæði þeim sem eru að fara af stað í líkamsrækt og vilja rólega Súperform, Mind & Body og Foam-stretch í World Class CoreX-námskeið 1 fyrsta sinn á World Class býður upp á CoreX-námskeið í janúar undir sljórn Valgeirs Viðarssonar sjúkraþjáii'ara. Einungis tuttugu pláss eru í boði og ekki seinna vænna að skrá sig. etta er sex vikna námskeið og verður kennt tvisvar í viku," segir Valgeir Viðars- son, sem verður með CoreX-nám- skeið í World Class eftir áramót- in. „Námskeiðið er byggt þannig upp að í byrjun verður farið í liðk- andi og virkjandi æfingar og síðan verða æfingar með CoreX-tækinu þar sem verið er að kenna fólki að virkja djúpkerfið í miðjunni, sem eru kviðvöðvar, bakvöðvar og grindarbotnsvöðvar. Hreyfing- arnar kallast á ensku „functional movements" en íslenska heitið er starfrænar hreyfingar, sem þýðir í raun bara þær hreyfingar sem við framkvæmum í íþróttum og dag- legum störfum," segir Valgeir. CoreX var hannað af Alex McKechnie, sjúkraþjálfara og „athletic performance coordinator" hjá Los Angeles Lakers. CoreX er mikið notað af styrktar-, ástands- og sjúkraþjálf- urum liða í NBA-deildinni. Það hefur einnig verið mikið notað af knattspyrnumönnum, til dæmis hjá Manchester City, tennisleikur- um, leikmönnum í amerískum fót- bolta og blakspilurum. „Þetta kerfi hentar íþróttamönnum mjög vel," segir Valgeir, „en einnig öllum sem hafa verið að þjálfa líkamann. Þetta er til dæmis alveg kjörið fyrir golfspilara, þar sem hreyfingar frá miðjunni eru lykilatriði hjá þeim." Námskeiðið er lokað og stendur yfir í 6 vikur. Farið er yfir grunn- stöður og grunnhreyfingar og eftir því sem líður á verða æfingarnar flóknari og erfiðari. Valgeir hefur ekki kennt hjá World Class áður og segist spennt- ur fyrir námskeiðinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona námskeið er haldið hér á íslandi og ég er mjög spenntur að sjá árangurinn. Einungis tuttugu pláss eru í boði þannig að það er um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að vera fljótir að skrá sig." Námskeiðið hefst 10. janúar og verður kennt í Laugum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18.35. Islandi Valgeir Viðarsson sjúkraþjálfari sér um CoreX-námskeiðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.