Fréttablaðið - 30.12.2011, Side 24

Fréttablaðið - 30.12.2011, Side 24
6 I Líkamsrækt og næring I KYNNING - AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2011 Hlaðborðið á Gló er vissulega freistandi. Matarpakkarnirfrá Gló með öllum máltíðum dagsins njóta mikilla vinsælda. Kjúklingaréttirnir eru'vinsælir hjá afreksíþróttamönnum sem þurfa að huga að prótein- inntökunni. Sólveig Eiriksdóttir segir úrvalið af hráfæðisréttum á Gló koma viðskiptavinum skemmtilega á óvart. MYND/VILHELM Maturinn á Gló hið fullkomna fæði Veitingahúsið GIó í Listhúsinu við Engjateig sérhæfir sig í hráfæði. Þar er þó einnig hægt að fá kjúkling og nú er hægt að panta matarpakka með öllum máltíðum dagsins með fullkominni samsetningu næringarefna. Afreksmenn í íþróttum dásama hráfæðið. Fólk er orðið mjög meðvitað um hvað það setur ofan í sig og verður alltaf meðvitaðra og meðvitaðra," segir Sólveig Eirfksdóttir, sem rekur veitingastaðinn Gló í Listhúsinu við Engjateig. „Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart hversu breiður kúnnahópurinn er. Þegar ég tók við Gló fyrir tveimur árum héldum við að hér yrðu aðallega ungar meðvitaðar konur en hér eru fastakúnnar af báðum kynjum, allt frá tvítugum konum upp í sjötuga karla og allt þar á milli." Solla segir að það sem komi viðskiptavinunum hins vegar mest á óvart sé hversu alhliða hráfæð- ið sé, en auk þess bjóði Gló upp á eldaða græn- metisrétti og kjúklingarétti. „Auk þess stefnum við á að vera með fiskidaga á nýja árinu." Gló býður upp á matarpakka sem í eru allar máltíð- ir dagsins. Upphaflega voru matarpakkarnir ein- göngu með hráfæði en nú er hægt að velja um að fá hráfæði eða eldaðan grænmetisrétt eða kjúk- ling í kvöldmat. „Hjá okkur er líka hægt að kaupa matarkort með tuttugu máltíðum með rúm- lega 20 prósenta afslætti á máltíð. Margir afreks- menn í íþróttum notfæra sér þetta og þeir eru alveg heillaðir af því hvað þetta er fullkomið fæði. Þeir fá nóg af próteinum úr kjötinu og hnetunum ásamt því að fá góð kolvetni úr græna litnum. Við styrkjum ýmsa afreksmenn í íþróttum ogþeim ber öllum saman um að betra fæði sé ekki hægt að fá." í hugum flestra er hráfæði bara eitthvert gras en Solla segir að það sé mikill misskilningur. „Hráfæðið er í raun og veru bara matreiðslu- aðferð þar sem maturinn er ekki hitaður upp fyrir 47 gráður, sem er nú töluverður hiti. Ef heiti potturinn væri svo heitur myndirðu brenna þig. Þannig að í raun erum við bara að tala um þessa matreiðsluaðferð þar sem við matreiðum hnetur, grænmeti, fræ og margt á fléira á þann hátt að það líkist hinum hefðbundna mat sem fólkþekkir. Við leggjum mikið upp úr því að maturinn sé næringarríkur með því að nota til dæmis avókadó og ýmislegt annað sem kallað er „super food". Fæðið er algjörlega laust við mjólkurafurðir en við búum til „sýrðan rjóma", „osta" ogýmislegt annað úr hnetum ogfræjum. Svo eru það auðvitað pitsubotnar, lasagna, fala- fel-bollur og ýmislegt annað sem fólk þekkir úr öðrum hráefnum. Munurinn er bara sá að með þessari matreiðsluaðferð haldast mestöll nær- ingarefnin í hráefninu og lítið sem ekkert fer til spillis. Úrvalið af réttum kemur nýjum viðskipta- vinum alltaf jafn mikið á óvart og það er virkilega gleðilegt að fylgjast með því hversu ánægt fólk er með matinn." Lasagnað á Gló er ekkert venjulegt lasagna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.