Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 42

Fréttablaðið - 30.12.2011, Page 42
FRÉTTABLAÐIÐ 30. desember 2011 FÖSTUDACUR sport 11 sport@fre\ 26 sport@frettabladid. is 17 DAGAR EM í handbolta 2012 NÍTJÁN ÁR eru liðin síðan fslenska landsliðið f handbolta var sfðast án Ólafs Stefánssonar á stór- móti ( handbolta. Það var á HM f Svíþjóð árið 1993. Ólafur er nýkominn af stað eftir erfið hnémeiðsli og ætlar að nýta tímann til að ná fyrri styrk fyrir komandi átök með danska meistaraliðinu AG. Skil sáttur við Breiðablik Kristinn Steindórsson, einn besti leikmaður íslandsmótsins síðastliðið sumar, mun spila með Halmstad í sænsku B-deildinni á næsta ári. Hann segir gott að hefja atvinnumannaferilinn þar og að hann sé tilbúinn í næstu áskorun sína. MARKASKORARI Kristinn í leik með Breiðabliki gegn Val í sumar. Hann hefur skorað 35 mörk f efstu deild, sem er félagsmet. fréttablaðið/valu SJÖ MÖRK Heiðar hefur skorað sjö mörk fyrir QPR á tfmabilinu, flest allra leik- manna liðsins. nordic photos/cetty Heiðar Helguson hjá QPR: Samdi um eitt ár í viðbót fótbolti Heiðar Helguson skrif- aði í gær undir nýjan eins árs samning við enska úrvalsdeildar- félagið QPR og verður því hjá félaginu til loka leiktíðarinnar 2013. Heiðar hefur verið aðalmarka- skorari nýliðanna í deildinni, en hann hefur skorað sjö mörk í síðustu tíu leikjum sínum. Hann jafnaði einnig félagsmet Les Ferdinand með því að skora í fjórum heimaleikjum í röð. „Ég er mjög ánægður," sagði Heiðar í viðtali á heimasíðu QPR. „Það er gott að fá þetta á hreint, ekki síst fjölskyldunnar vegna. Það mun líka hjálpa til á vellinum að þessari óvissu hafi verið eytt.“ Heiðar er 34 ára gamall og verður því á 36. aldursári þegar samningnum lýkur. „Maður hugs- ar meira um þessi mál en maður gerði á þrítugsaldrinum “ - esá fótbolti Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan land- steinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga, sem réði úrslitum. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli en ég tel líka að þetta sé fínn staður til að hefja atvinnumanna- ferilinn," sagði Kristinn, sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Hann hefur þó áorkað miklu hjá upp- eldisfélagi sínu, Breiðabliki, til að mynda orðið bæði íslands- og bikarmeistari. í sumar varð hann síðan markahæsti leikmaður liðs- ins í efstu deild frá upphafi og stendur það met nú í 35 mörkum. Halmstad féll úr sænsku úrvals- deildinni í haust en nú rétt fyrir jól samdi annar íslenskur sóknar- maður, Guðjón Baldvinsson, við félagið. Fyrir er Jónas Guðni Sævarsson á mála hjá Halmstad. „Þetta er fín deild en ekki of stór fyrir mitt fyrsta skref í atvinnu- mennsku. Ég vil frekar fá að spila en að dúsa á bekknum hjá sterk- ara liði. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa þá Guðjón og Jónas með mér.“ Aðdragandinn að félagaskipt- unum hefur verið nokkuð langur hjá Kristni, en samningur hans við Breiðablik rann út í október. Blikar eiga þó rétt á uppeldis- bótum fyrir Kristin og var því samið um kaupverð. „Stefnan var alltaf sett á að komast út og var ég því ekki að skoða neitt hér heima. Óvissan var þó nokkur og óþægilegt að vita ekki hvað tæki við. Ég hef verið í ágætu fríi í haust og hlakka til að komast út til að hefja æfingar með nýju liði.“ Hann segist vera sáttur á þess- um tímamótum á sínum unga ferli. „Ég hef unnið flest það sem hægt er að vinna með Breiðabliki allt frá því í yngri flokkunum. Það var líka gaman að ná metinu í sumar og ég tel þetta hentuga tímasetn- ingu fyrir næsta áskorun. Ég skil sáttur við leikmenn og þjálfara Breiðabliks," segir Kristinn. eirikur@frettabladid.is HÆTTUR Steinar Ege verður ekki með Norðmönnum á EM f Serbfu. mynd/diener Blóðtaka fyrir Norðmenn: Ege ekki með Noregi á EM handbolti Norðmenn, sem eru með Islandi í riðli á EM í Serbíu, verða án markvarðarins Steinars Ege í keppninni því hann hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna. Ege verður 40 ára gamall í apríl næstkomandi en er engu að síður samningsbundinn danska stórlið- inu AG til loka tímabilsins 2014. Hann á að baki sextán ár með norska landsliðinu og 262 leiki. Hann hættir nú til að gefa yngri markvörðum tækifæri með lið- inu. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég átti mér þann draum að vinna til verðlauna á stórmóti og spila á Ólympíu- leikum. Ég hef verið lengi að ákveða mig en það er ljóst að líkaminn minn þolir ekki lengur það álag sem fylgir því að spila á stórmóti." ísland og Noregur eigast við í D-riðli 18. janúar næstkomandi. ísland hefur leik gegn Króatíu og spilar síðan gegn Slóveníu í loka- leik riðilsins. - esá 00!100 Krónur Alvöru Fluaeldar Dags. Gildif áfamótin 2011 -2012 Ef þú kaupir fyrir 18.000 kr.þá færðu næstu 5.000 kr.frítt með því aö framvísa þessari ávísun á atmn.a VERÐI • * I ^ lÉr ^ ^ Margverdlaunaðir flugeldar FfOLSkYLDUPAKKINN í ÁR terta sem ég hérséð! MU (*>* MOSPELLSBÆR GARÐABÆR REYKJAVIK KOPAVOGUR KEFLAVIK AKUREYRI Ármúli 44 Smiðjuvegur 6c gulgata Miðhraiyi 2 EinarS 899-6005 Hanna S618-4115 Emil & Guðni S 694-41 Malarhöfði 2 Bæjarlind 14-16 Gunnar Ingi ö 662-8553 Jóhann & Ragnar S 690-7424 Stórhöfði v/Gullinbrú RúnarS 660 0565 Háhollt 23\ Svanur S865-6200 Njarðarbraut 3a Vitinn, Páimi&óii ss692-8770 Oddeyrarbryggju SS 696-6042 OPIÐ 28.-30'. kl. 7 0:00-22:00og 31. kl. 10:00-16:00. Ath. einnig opið fyrir þrettándann á flestum stöðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.