Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 4

Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 4
GENGIÐ 30.12.2011 4 FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2011 LAUCARDACUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA i Bandaríkjadalur 122,42 123 í* 5 Sterlingspund 188,97 189,89 BW Evra 158,4 159,28 ■Dönsk króna 21,305 21,429 gj^ Norsk króna 20,343 20,463 J2 Sænsk króna 17,739 17,843 : 0 Japanskt jen 1,5807 1,5899 SDR 187,83 188,95 GENGISVlSITALA KRÓNUNNAR j 217,2815 | HEIMILD: Seðlabanki íslands i „Það er ekkert plan B," segir lyfjafræðingur um rafrænt lyfseðlakerfi apótekanna: Fólk féklc elcki lyf vegna bilunar HEILBRICÐISMÁL FÓlk sem hugðÍSt nýta sér rafræna lyfseðlakerfið til að sækja sér lyf þurfti frá að hverfa í tvígang í gær. Kerfið, sem er miðlægt og tengist öllum apó- tekum landsins, lá niðri í rúma klukkustund í gærmorgun og sló aftur út undir kvöld. „Ein kona spurði hvort það væri ekkert plan B ef þetta klikkaði, en það er ekkert plan B. Ég veit ekki til þess,“ segir Sigrún Karlsdóttir, lyfjafræðingur í Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Drjúgur meirihluti allra lyfseðla er nú sendur beint frá læknum inn í þetta kerfi, sem var komið á lagg- irnar árið 2007. „Auðvitað verður fólk pirrað að fá ekki lyfin sín, maður skilur það vel,“ segir Sigrún, sem gat þó lítið gert annað en að bíða eftir lagfær- ingunni frekar en aðrir starfs- menn apóteka. Áfram var hægt að afgreiða fólk með lyfseðla í pappírsformi en hinir þurftu að koma aftur síðar. „Flestir skruppu aðeins frá og komu aftur,“ segir Sigrún. „Ég held að það hafi nú ekki verið mjög margir sem þurftu alveg frá að hverfa “ - sh fyf&heilsa PIRRINGUR i APÓTEKUM „Auðvitað verður fólk pirrað að fá ekki lyfin sín," segir Sigrún Karlsdóttir I Lyfjum og heilsu. Síðustu kaup ársins: Verslanir opnar á gamlársdag verslun Flestar matvöruversl- anir verða opnar í dag. Kringlan, Smáralind og Vínbúðirnar verða opnar frá klukkan 10 til 13 og verslanir Bónuss frá klukkan 10 til 15. Þær verslanir Hagkaupa sem hafa venjulega opið allan sólar- hringinn verða með opnunartíma í dag frá klukkan 9 til 18. Þær sem halda venjulegan opnunar- tíma loka klukkan 14. Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri er með opið frá klukk- anl0till2. - sv Rekstrartekjur RÚV 2010/2011 Milljónirkr. Breyting Þjónustutekjur 3.054,4 -6,0% Augiýsingar 1.555,8 13,8% Kostun 179,2 31,1% Aðrartekjur 193,7 -10,5% Alls 4.983,1 0,3% Heimild: Ársreikningur RÚV ohf. Eignir nema 5,6 milljörðum: Hagnaður RÚV er 16 milljónir fiölmiðlar Hagnaður af rekstri Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) síð- asta rekstrarár er tæpur tólfti hluti af hagnaði ársins á undan. Rekstrarárið 1. september 2010 til 31. ágúst 2011, hagnaðist RÚV um 16,2 milljónir króna, miðað við 205,6 milljónir árið áður. „Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 553 milljónir króna,“ segir í tilkynn- ingu, en samkvæmt efnahags- reikningi félagsins nema eignir þess 5,6 milljörðum króna. Bók- fært eigið fé í lok rekstrarársins var 737 milljónir og eiginfjárhlut- fallið 13,3 prósent. - óká Vegaþjónusta um áramót Allar leiðir sem hafa 7 daga þjónustu verða þjónustaðar á nýársdag. Á leiðum með fastan mokstursdag á sunnudegi (nýársdegi), verður þjónustan flutt af sunnudegi yfir á laugardag (gamlársdag). Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Hugið að útigangshrossum Matvælastofnun hvetur bændur og aðra umráðamenn útigangshrossa til að huga vel að dýrum sínum nú þegar víða eru jarðbönn. Hrossin þurfa að vera í ríflegum holdum á þessum árstíma og hafa aðgang að skjóli. Ábendingar um hross sem híma fóðurlaus í girðingum þar sem enga beit er að hafa berast víða að, en það gengur gegn landslögum. Sex hundruð tonn af flugeldum sprengd Um 600 tonnum af flugeldum verður skotið upp í dag og kvöld. Þyngdin jafn- gildir 200 jeppum. Ef flugeldar eru gallaðir bera framleiðendur og dreifingarað- ilar fulla ábyrgð sem getur reynst dýrkeypt. Bomba.is innkallar gallaðar tertur. fluceldar Áætlað er að um 600 tonnum af flugeldum verði skotið á loft í dag og kvöld. Þyngdin jafn- gildir um 200 Land Cruiser jeppum. Neytendastofa bendir á að framleið- endur og dreifingaraðilar flugelda beri skaðabótaábyrgð samkvæmt íslenskum lögum um skaðsemisá- byrgð ef varan er gölluð. í lögunum segir að samanlagt geti bætur vegna líkamstjóns, þar með talin dauðaslys, vegna vöru sem haldin er framleiðslugalla numið allt að 11,5 milljörðum íslenskra króna, eða um 70 milljónum evra. Á næsta ári verði ný tilskipun Evrópusambandsins um flugelda innleidd hér á landi. Þar verða gerð- ar auknar kröfur varðandi fram- leiðslu þeirra, merkingar, innihald og leiðbeiningar. Neytendasamtök í Danmþrku, þar sem reglurnar eru í gildi, létu gera könnun á flugeldum og í ljós kom að 27 eintök af 56 flug- eldum uppfylltu ekki kröfur. Bomba.is þurfti að innkalla tvær gerðir af skottertum vegna fram- leiðslugalla. Terturnar bera nöfnin „Kópavogur“ og „Breiðholt" og eru þeir sem fengið hafa þessar tertur beðnir um að skila þeim í Víkur- hvarf 6 þar sem Bomba.is er til húsa. Neytendur geta annaðhvort fengið endurgreitt eða aðra tertu að sambærilegu verðgildi. „Terturnar springa mun hraðar heldur en við áttum von á,“ segir Örn Árnason, leikari og flugelda- sali. „Það á ekki að vera nein hætta af þessu ef menn eru í hæfilegri fjarlaegð. En hröðunin getur verið það mikil að kúlurnar þvælast hver fyrir annarri og springa þá ekki í nógu mikilli hæð.“ - jss / s» Dýrin geta orðið ofsahrædd Mörg undanfarin áramót hafa orðið fjölmörg slys og óhöpp vegna ofsa- hræðslu dýra við flugelda og hávaðann frá þeim. Samkvæmt leiðbeiningúm frá Matvælastofnun skal halda dýrum innandyra á gamlárskvöld og best er að útbúa aðstöðu í einhverju herbergi sem þau þekkja til. Þar skal draga fyrir glugga og hafa Ijósið kveikt og einhverja tónlist í gangi þar sem það getur dregið úr hávaðanum sem berst inn. Ráðlegt er að tala rólega við dýrin en ekki vorkenna þeim um of. Dýr sem verða mjög hrædd má ekki skilja eftir einsömul. Hvolpum og kettlingum sem eru að upplifa sín fyrstu áramót þarf einnig að sýna sér- staka aðgát. Hræðsla við hávaða eykst oft eftir því sem dýrin eldast. Hestum sem komnir eru á gjöf í hesthúsum skal gefið vel, hafa Ijós kveikt og útvarp í gangi. Eigendur ættu einnig að vitja þeirra á þessum tíma. Útigangshrossum á að gefa vel og halda á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þau. Bannað að breyta Lögreglan minnir á að óheimilt er að breyta flugeldum á nokkurn hátt þannig að þeir hljóti aðra eiginleika en framleiðendur ætluðust til, samkvæmt áminningu frá lögreglu. Við meðferð og vörslu skotelda skal ýtrustu varúðar gætt og ætíð farið eftir skráðum leiðbeiningum. Við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys. Fann gamalt ástarbréf: 99 ára karl heimtar skilnað fTALÍA ítali sem í málsskjölum er nefndur Antonio C er mögu- lega elsti maður í heimi sem sótt hefur um skilnað, að því er segir á vef breska blaðsins The Daily Telegraph. Þegar Antonio, sem er 99 ára og býr í Róm, var á dögunum að taka til í gömlum pappírum fann hann ástarbréf sem eiginkona hans til 77 ára, Rosa, hafði skrifað ást- manni sínum á fimmta áratug síð- ustu aldar. Rosa, sem er 96 ára, viður- kenndi sakbitin ástarævintýrið fyrir manni sínum. Henni hefur ekki tekist að fá hann til að hætta við kröfuna um skilnað. - ibs Bankasýsla ríkisins: Jón Gunnar Jónsson ráðinn nyr forstjóri STJÓRNSÝSLA Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Jón Gunnar Jónsson sem nýjan forstjóra Bankasýslunnar. Starf forstjóra var auglýst til umsóknar í nóvember. Sautján umsóknir bárust. Ráðning Jóns Gunnars grund- vallast á vinnu hæfnisnefndar sem meðal ann- ars tók mið af hæfismati FME fyrir stjórnend- ur og stjórnar- menn fjármála- fyrirtækja. Jón Gunnar er með LL.M. gráðu í lög- og hagfræði auk B.S. gráðu í sömu fræðum frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum. Jón sat í stjórn MP banka frá 2010 til 2011 og kom meðal annars að endurskipu- lagningu bankans. . shá JÓN GUNNAR JÓNSSON Bakleikfími Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Hádegis- og eftirmiðdagstímar í SUNDLAUG HRAFNISTU VIÐ LAUGARÁS Með sambaívafi í HEILSUBORG OG SPORTHÚSINU Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is BREIÐU BÖKIN VEÐURSPA Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður □ CLEÐILECT ÁR! Það lítur út fyrir fínt flugeldaveður um allt land einkum norðaustantil. Vind- ur verður nokkuð hægur af suðvestri en það,má búast við stöku éljum eða slydduéijum um vestanvert landið. Kólnar á ný f kvöld. Á MORGUN1 3-8 m/s. b j ;□ 6 Bl ■ r', '*Y /P <23 taQ3 7» 0* ef ef ð£3* * MÁNUDAGUR 5-13 m/s. HEIMURINN Alicante 9° Basel 1° Berlln 5° Billund 3° Frankfurt 6° Friedrichshafen -1° Gautaborg 3° Kaupmannahöfn 3° Las Palmas 20° London 13° Mallorca 17° New York 10° Orlando 24° Ósló 0° Parls 7° jSan Francisco 14° Stokkhólmur 4° B :y Vindhraði er I m/s. Hitastig eru I °C. Gildistlmi korta er um hádegi. AUCLÝSINOADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS - AUCLÝSINGA5T1ÓRI: Jón Laufdal jonl@frettobladid.is ALMENNAR SÍMI 51J-5401: Einar Davíðssön ánor.dm/dsson@365./5, Guðmundur Steinsson gudmundijn@365.á, Hjö/dls Zoéga hjadk&rettablodkUs, Htynur Steingrimsson hýnors@365./s, Uila Áwad fa/io@365is, Öm Gei/sson om.geinson@365Js ALLTSlMI 512-5402:16na Hafsteinsdótti//m/i@36JÁ B/ynja Gunna/sdóttirZ»ynÁij@365Á Snorri Snorrasonsnorris@365.is SÉRBLÖÐ SlMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.k, Sigrtður Siguit)jömsdóttirs/jndo/rfojn)/@365.H, Ivar Hanscn ivarom@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SlMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365Js, Viðar Pétu/sson vip@365Js ÞÍÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Siguriaug Aðakteinsdóttir siguriaug@365.is, Ama Kristinsdóttir amarut@365Js, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365Js, Signjn Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTiÓRI: Eina/ Skúlason einarskulason@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.