Fréttablaðið - 31.12.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 31.12.2011, Síða 16
skoðun greinar@frettabladid.is Breytingar á ríkisstjórn leysa ekki vanda hennar. Meiri vandræðagangur reytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vand- ræðaganginum á stjórnarheimilinu. Það er vissulega skref í rétta átt að fækka ráðherrum og sameina ráðuneyti atvinnuveganna í eitt. Ráðuneytin hafa verið of mörg, lítil og veikburða, eins og meðal annars var vakin athygli á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það er sömu- leiðis tímabært að ráðherrar hætti að líta á sig sem hags- munagæzlumenn fyrir „sína“ atvinnugrein og að einn ráðherra hafi fremur það hlutverk að móta góð, almenn skilyrði fyrir allt atvinnulíf í landinu. Sameinað atvinnuvegaráðuneyti hefur verið á stefnuskrá allra fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á undanförnum árum, þótt sumir þeirra séu búnir að gleyma því. Tveir ráðherrar víkja nú úr ríkisstjórninni, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason. Meginmarkmiðið með uppstokkun á stjórninni nú var að losna við Jón. Hann hefur unnið gegn stjórnarsáttmál- anum með því að þvælast fyrir aðildarviðræðunum við Evrópu- sambandið og sömuleiðis hefur hann glatað trausti margra í stjórnarmeirihlutanum til að stýra áfram endurskoðun fiskveiði- stjórnunarkerfisins. Segja má að brotthvarf Árna sé verðið sem Samfylkingin verður að greiða fyrir að losna við Jón; annars hefðu valdahlutföll milli stjórnarflokkanna raskazt. Engan veginn er víst að viðræður við Evrópusambandið gangi eftir þetta greiðlega fyrir sig. Ekki má gleyma því að Jón Bjarna- son var fulltrúi stórs hóps innan Vinstri grænna sem vill ekkert með Evrópusambandið hafa og alls ekki halda aðildarviðræðunum áfram. Þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt að hann vilji klára viðræðurnar mun hann áfram þurfa að taka tillit til þessa hóps og skoðanir hans á Evrópusambandinu eru líkast til ekki mjög ólíkar skoðunum Jóns Bjarnasonar. Jón ræður líka áfram miklu um það hvaða málum ríkisstjórnin kemur í gegnum Alþingi á meðan meiri- hluti hennar er jafntæpur og raun ber vitni. Meira liggur að baki brotthvarfi Árna Páls en eingöngu að halda hlutföllum flokkanna í ríkisstjórn jöfnum. Hann hefur verið fulltrúi miðjusjónarmiða í stjórninni og talið Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra halla sér of langt til vinstri í samstarfinu við VG. Hann hefur sömuleiðis sýnt þörfum og hagsmunum atvinnulífsins einna mestan skilning af ráðherrunum og meðal annars gagnrýnt opinskátt það glapræði sem fólst í upprunalegu frumvarpi Jóns Bjarnasonar um fiskveiðistjórnun. Þegar Árni Páll hverfur úr ráð- herrastóli hallast vinstristjórnin enn á vinstri hliðina. Hvernig fer fyrir fiskveiðistjórnunarmálinu undir forystu Stein- gríms J. Sigfússonar er óvíst. Hann er í betri tengslum við sjávar- útveginn en aðrir ráðherrar VG - en líka formaður í flokki þar sem dellusjónarmið sem munu drepa alla hagkvæmni í sjávarútveginum ef þau komast í framkvæmd eiga miklu fylgi að fagna. Sennilegast er því að upphlaupin og sundurþykkjan á stjórnar- heimilinu haldi áfram þrátt fyrir manna- og skipulagsbreytingar. AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR „Fjósamennska í þjóðarsálinni Umræðuhættir íslend- inga og vegsemdarleysi Alþingis hafa brunnið á mörgum á því ári sem senn er liðið. Umræðuhefðin er þannig sjálfstætt umræðuefni og af mörgum talin ein höfuðástæða fyrir því hversu margt hefur farið úrskeiðis. Trúnaðarbrest-- urinn í pólitíkinni er síðan eitt af þeim vandamálum sem flytjast á milli ára á miðnætti. Við mat á þessari stöðu er að vísu ástæða til að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta skipti sem risið lækkar á Alþingi. Þá eru slíkar lægðir jafnan fylgi- fiskur efnahagslegra þrenginga. Svarað í sömu Aukheldur eru ýmsar stærri og áhrifameiri lýðræðisþjóðir í sömu klípu. Ekkert af þessu réttlætir þó að menn leiði vandann hjá sér. Loks má ekki gleyma kjarna málsins: Þjóðin er ekki ábyrgðar- laus af því hverjir veljast til setu á Alþingi. Hún á því við sjálfa sig að sakast að einhverju leyti. Almennt má fullyrða að þing- menn segi ekki annað en það sem mynt jj þeir trúa sjálfir að falli þjóðinni vel í geð. Og nú um stundir styðj- ast þeir við viðhorfa- og skoðana- mælingar sem ættu að auðvelda þeim að lesa hug þjóðarinnar og miða rétt. Samt bregst þeim boga- listin. Alþingi er í eðli sínu vettvang- ur skoðanaskipta og pólitískra átaka. En eitt er að stríðir vind- ar standi um Alþingi og annað að traustið og trúnaðurinn hverfi. Eigi að berja í trúnaðarbrest- inn er mikilvægt að hafa í huga að gagnvegir liggja á milli sálna þjóðar og þings. Þær hafa áhrif hvor á aðra. Vandinn liggur því beggja vegna. ÞORSTEINN PÁLSSON .............i uŒSEmm i................................... ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar eh(. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og ( gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Svakaleg 190 skota terta! Kveðjum árið með stæl! Að einhverju leyti má skrifa trúnaðarbrest- inn milli þings og þjóðar á reikning lágkúrunnar. Hún er of ríkur þáttur í hugsun þjóðarinnar. Allt er lagt að jöfnu. Vandinn liggur í því að góð ræða á Alþingi með skýrri hugsun og flutt á fallegri íslensku þykir ekki eftir- tektarverðri en ómerkilegt hnútu- kast á hrognamáli. Þórbergur líkti menningarleysi og lágkúruskap þjóðlífsins á sínum tíma við fjósamennsku í þjóðar- sálinni sem einangrun og örbirgð margra alda hefði gert að okkar innri manni. Það segir okkur þá sögu að vandinn er ekki nýr af nálinni. Á sinni tíð var þetta vel- metin brýning en þykir ugglaust bera vott um nokkurn hroka í dag. En þá verða menn að hafa hug- fast að aðeins með því að lyfta hugsuninni og greina hismið frá kjarnanum verða framfarir. Ábyrgðin hvílir vitaskuld fyrst og fremst á herðum þeirra sem valist hafa til forystu um málefni þjóðar- innar. Þeir eiga að varða veginn. En á sama veg þarf þjóðarsálin í ríkari mæli að leggja hlustirnar við annað en lágkúruskapinn í orðaskylmingum stjórnmálanna. Borgararnir hafa aldrei átt jafn- Dómgreindin að veði Meðan enginn tekur forystu um að leiða umræðuna út af þess- ari flatneskju verða gagnvegir þings og þjóðar að eins konar vítahring. Verkefnið er að brjótast út úr honum. Það gerir þjóðin ekki án nýrrar hugsunar á Alþingi og þingmenn ekki án breyttra viðhorfa úti á meðal fólks- ins. En viðfangsefnið snýst ekki ein- vörðungu um að lyfta hugsuninni og meta æðri gildi meir en lág- kúruna. Ábyrgð í víðtækri merk- ingu þess orðs skiptir hér sköpum. Dagleg ábyrgð þeirra sem stjórn- málum sinna felst í því að greina aðstæður rétt, sýna þekkingu og áræðni til þess að hafa forystu um lausnir þar sem langtímasjónarmið ráða. Kjósendur þurfa ekki að sam- þykkja allt sem stjórnmálamenn segja en eiga heimtingu á að þeir leggi dómgreind sína að veði þegar ráða þarf málum til lykta. Á það skortir sárlega. Ábyrgð felst einnig í því að lofa ekki öðru en því sem unnt er að efna. Hún gerir einnig kröfu til greiðan aðgang að vettvangi opin- berrar umræðu. Þar hafa blogg- og samskiptasíður af margvíslegu tagi opnað nýjar víddir. Það er mikil framför. Hitt er afturför að sú umræða ber um of svipmót þess sem meistaranum fannst vera fjósamennska í þjóðarsálinni. Umræðan er að sönnu meiri en áður en ekki er víst að vitið hafi vaxið að sama skapi. Þeir sem til ábyrgðar hafa verið valdir reyna að svara þessum nýja veruleika í sömu mynt í stað þess að hafa forystu um að gera meir úr æðri gildum, íhygli, framtíðarsýn, hóf- semd og raunsæi. þess að stjórnmálamenn vísi ekki vandasömum málum frá sér eins og nú verður æ algengara og stjórn- arskrármálið er gott dæmi um. Ábyrgð snýst einnig um að stjórn- málamenn séu ekki með meiri belg- ing um stöðu íslands í alþjóðasam- félaginu en efni standa til. Veikt Alþingi þýðir veikt lýð- ræði. Við þessi áramót væri ekki úr vegi að hver íslendingur strengdi það heit að leggja sitt af mörkum til þeirrar nýju hugsunar sem þarf til að berja í trúnaðarbrestinn. Það gæti orðið góð pólitísk úrbót. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24,105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís ÞorgeitsdóUit arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigrlður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig GisiadóWit solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.