Fréttablaðið - 31.12.2011, Page 18

Fréttablaðið - 31.12.2011, Page 18
18 skoðun 31. desember 2011 LAUGARDACUR FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úr vörn egar frá líður verð- ur ársins 2011 líklega minnst sem árs mikilla umskipta í efnahagslífi íslands. Ársins þegar þjóðin spyrnti sér kröftuglega frá botninum og hóf sjálfbæra lífs- kjarasókn. Þó enn glími allt of margir við erfiðleika var þetta árið sem umheimurinn og vaxandi fjöldi landsmanna fengu aftur trú á íslandi og þeim óþrjótandi tæki- færum og krafti sem býr í landi og þjóð. I dagsins önn sjáum við þetta e.t.v. ekki svo glöggt, en flest þekkjum við þó úr eigin umhverfi dæmin um það hvernig hagur þjóðarinnar batnar nú jafnt og þétt. Það er meira í launaumslaginu enda hafa laun hækkað að meðaltali um tæp 9% frá því í fyrra og kaup- máttur hefur vaxið um 3,4%. Það eru fleiri sem hafa vinnu og fleiri sem stunda nám. Atvinnu- leysi hefur lækkað jafnt og þétt, um 5.000 ný störf hafa orðið til og framhaldsskólar lands- ins og háskólar hafa sjaldan tekið við fleiri nemendum. Fleiri og fleiri ráða nú við skuldir sínar á ný og eignastaðan batnar. Skuldir heimila hafa nú lækkað um nær- fellt 200 milljarða króna, eða um 10% að raungildi og fasteignaverð hefur á liðnu ári hækkað um tæp 10%. Hagur íslendinga batnar nú hrað- ar en flestra annarra þjóða heims og ólíkt því sem áður gerðist, skiptist stækkandi þjóðarkaka jafnar en á liðnum árum. Það er þó sárt til þess að vita að vegna hrunsins búa allt of margir í sókn! við skuldabasl og atvinnuleysi og allt of margir hafa flutt búferlum úr landi - vonandi þó tímabundið. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að bregðast við þessari stöðu og svo mun áfram verða. Þrátt fyrir þetta hafa kjör hinna verst settu verið varin með skipu- legum hætti. Kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið tvöfalt á við almenn laun, vaxtabótum og barna- bótum hefur í ríkari mæli verið beint til hinna tekjulægri og skatt- kerfinu hefur verið breytt með þeim hætti að skattbyrðin hefur verið færð af lægri tekjum yfir á hærri tekjur og miklar eignir. Vegna þessa hafa 60-70% skattgreiðenda, eða um 80.000 einstak- lingar, greitt lægra hlut- fall tekna sinna í skatt en fyrir hrun. Engu að siður hefur böndum verið komið á ríkisfjármálin og vel- ferðarkerfið varið. í stað 215 milljarða halla með tilheyrandi skuldasöfn- un í byrjun kjörtíma- bilsins hillir nú undir lækkun skulda og sjálf- bæran rekstur ríkis- sjóðs. Á sama tíma hafa útgjöld til velferðarmála aukist og eru nú hærri en á hátindi góðærisins. Atvinnuleysið mun halda áfram að lækka, kaupmáttur launa og líf- eyris mun áfram aukast og umbæt- ur á velferðarkerfinu verða inn- leiddar ein af annarri. Unnið er að nýrri löggjöf um almannatrygging- ar, sóknaráætlun í málefnum ungs fólks, endurreisn fæðingarorlofs- sjóðs og lengingu orlofsins í áföng- um í 12 mánuði. Húsnæðiskerfinu er verið að breyta með þeim hætti að valfrelsi aukist og uppbygging trausts leigumarkaðar og kaup- JÓHANNA SICURÐARDÓTTIR leiguíbúða verði raunverulegur val- kostur við séreignastefnuna. Skipan auðlindamála þjóðarinn- ar er einnig verið að breyta með þeim hætti að forræði og arður þjóðarinnar af auðlindunum verði tryggður til framtíðar. Unnið er að stofnun Auðlindasjóðs sem ætlað er að annast umsýslu og ávöxtun auðlinda í eigu þjóðarinnar. Endur- skoðun fiskveiðistjórnunarkerfis- ins mun byggja á þeirri grund- vallarforsendu að eignarréttur auðlindarinnar sé hjá þjóðinni, en útgerðarmenn geti leigt tímabund- inn aðgang að auðlindinni gegn eðlilegu gjaldi. Þá hefur Stjórn- lagaráð afhent Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir ísland, þeirri fyrstu sem samin er frá grunni af þjóðinni sjálfri. Nú hvíl- ir sú skylda á Alþingi að afgreiða frumvarpið með þeim hætti að ný stjórnarskrá geti tekið gildi á næsta kjörtímabili en áður en að því kemur er mikilvægt að þjóðin sjálf segi hug sinn til málsins í ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðildarviðræður íslands við ESB verða einnig leiddar til lykta og á sama tíma má vænta þess að ríki sambandsins muni koma sér saman um aukið efnahagssamstarf og traustari grundvöll evrunnar. í lok kjörtímabils má því vænta þess að íslendingar standi frammi fyrir afar skýrum valkostum sem ráðið geta miklu um framþróun hér á landi, bæði efnahagslega og félags- lega. Á næstu misserum mun þó mestu skipta að einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisvaldið fylgi eftir þeim jákvæðu umskiptum sem orðin eru í íslensku efnahags- lífi og sæki fram. Vegna árangurs undanfarinna ára eru nú góðar for- sendur fyrir kröftugri atvinnu- og lífskjarasókn og í þeim efnum mun ríkisvaldið ekki láta sitt eftir liggja. Allt bendir því til að framundan séu bjartir tímar á íslandi. Ég óska landsmönnum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Jóhanna Sigurðardóttir, forsœtisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. 99 Það er þó sárt til þess að vita að vegna hruns- ins búa allt of margir við skuldabasl og atvinnuleysi... Við áramót Ilok árs er við hæfi að líta til baka yfir hið liðna, hvort sem er á hinum pólitíska vettvangi eða á öðrum svið- um þjóðlífsins. Til gleðiefna telst árangur fremsta íþróttafólks okkar á alþjóðavettvangi, ekki síst kvenna- landsliðanna í handknattleik og knatt- spyrnu. íslenskir listamenn, eins og Gyrðir Elíasson sem hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, halda einnig áfram að bera hróður landsins víða. Nýtt tónlistarhús var tekið í notkun, við fögn- uðum aldarafmæli Háskóla íslands og 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar svo nokkrir ánægjulegir viðburðir séu nefndir. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að margir bundu vonir við að á þessu ári myndi hagur þeirra vænkast. Þær vonir brugðust því miður þrátt fyrir að ytri skilyrði hafi á margan hátt verið hagstæð. Enn og aftur voru skattar hækkaðir og aðrar álögur auknar á fólk og fyrirtæki. 99 Umbrot víða um heim Arabíska vorið breiddist hratt út í ríkjum Norður-Afríku. Fyrstu kosningarnar eftir mótmæla- bylgjuna fóru fram í Túnis í októ- ber og þóttu þær takast vel. Miklu varðar að lýðræðisumbæturnar verði varanlegar, að haldið verði áfram á sömu braut og að lýðræðið breiðist út til fleiri ríkja. Það er brýnt hags- munamál íbúa svæðisins og um leið heims- byggðarinnar allrar. Þvf miður er það hins vegar langt í frá sjálfsagt. Fjármálamarkaðir um allan heim hafa skolfið á árinu og óróanum er enn ekki lokið. Ríkisstjórnir í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar leita leiða til lausnar á skuldavandan- um og áhyggjur af grundvelli samstarfsins um evruna varpa skugga á framtíðarhorf- urnar. Á sama tíma eru ýmis ríki Asíu enn að auka efnahagslegan styrk sinn. Brasilía og jafnvel Rússland eru á sömu braut. Þessi breytta heimsmynd er meðal þess sem ríki Evrópu reyna að bregðast við í tíma og fullt tilefni er til að ræða af meiri alvöru hér á landi. Umsókn um aðild að ríkjasam- bandi, sem enginn veit hvernig mun þróast í ná- inni framtíð, skal haldið til streitu. Vannýtt tækifæri Góður afli, ekki síst í uppsjávartegundum, skilaði þjóðarbúinu gríðarlegum verðmæt- um. í stað þess að nýta tækifærin sem í sjávarútveginum felast er greininni haldið í spennitreyju með stöðugum hótunum um að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. í sundur- lyndi sínu getur ríkisstjórnin samt sem áður ekki einu sinni komið sér saman um með hvaða hætti kippa eigi stoðunum undan útgerð og fiskvinnslu. Afleiðing þessa stjórnleysis er hrun fjárfestinga. Án fjár- festinga verður ekki sótt fram til bættra lífskjara og samkeppnishæfni landsins aukin. Án þeirra verða ekki til ný störf. Fjandsamleg afstaða til atvinnulífsins almennt hefur dregið kjarkinn úr innlend- um og erlendum fjárfestum. En áföllin hafa ekki eingöngu verið vegna aðgerða eða aðgerða- leysis stjórnvalda. Öflugt eldgos í Grímsvötnum minnti okkur óþægilega á að þrátt fyrir allt erum við á valdi náttúrunnar og enn á ný sýndi það sig hve mikilvægu hlutverki vísinda- menn okkar og viðbragðssveit- ir gegna. Þrátt fyrir þetta gos og Eyjafjallagosið 2010 dafnaði ferðaþjónustan á árinu og ára- langt markaðsstarf skilaði sér. Kannski er það vegna velgengn- innar sem ríkisstjórnin telur rétt ........ að skattleggja ferðaþjónustuna sérstaklega. Hæstiréttur virtur að vettugi Gamall draumur forsætisráðherra um skipan stjórnlagaþings snérist upp í mar- tröð þegar Hæstiréttur íslands komst að þeirri niðurstöðu að kosningin hefði verið ógild. Forsætisráðherra ákvað að virða niðurstöðu Hæstaréttar að vettugi og með stuðningi stjórnarþingmanna var nafni stjórnlagaþingsins breytt og stjórn- lagaráð skipað. Ráðið lauk störfum, tillög- ur þess voru afhentar forseta Alþingis en hafa ekki enn verið ræddar. Athygli vekur að enginn alþingismaður hefur gert tillög- ur ráðsins að sínum - tillögur sem kostuðu skattgreiðendur um hálfan milljarð króna. FRÉTTAB LAÐIÐ/GVA BJARNI BENEDIKTSSON Breytt Evrópa Oft hefur það verið broslegt að fylgjast með þegar forsætisráðherra neitar að horf- ast í augu við staðreyndir og jafnvel gamlir samherjar hennar sjá sig knúna til að taka til máls. En tregða stjórnarflokkanna til að horfast í augu við veruleikann er efnahagslegt vandamál í sjálfu sér. Þessi tregða kemur ekki síst fram i stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópu- málum. Þrátt fyrir hinar miklu breytingar sem eru að verða á Evrópusambandinu, ekki síst vegna uppnáms í myntsamstarfinu og skuldastöðu einstakra aðildarríkja, er hald- ið áfram í blindni eins og ekkert hafi í skor- ist. Umsókn um aðild að ríkjasambandi, sem enginn veit hvernig mun þróast í náinni fram- tíð, skal haldið til streitu. Slíkt er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis skaðlegt hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Varlega stíga þeir þó fram, einn af öðrum, stuðningsmenn aðildar- umsóknarinnar á Alþingi - þeir sem tryggðu meirihlutann - og segjast aldrei hafa meint að þeir vildu inn í sambandið. Við eigum alla möguleika í haugt lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum. Meg- inmarkmiðið er að skapa störf og verja heimilin og fyrirtækin. Með raunhæfum hætti er hægt að stórauka fjárfestingu, styrkja atvinnulífið, fjölga störfum, draga til baka skattahækkanir ríkisstjórnarinn- ar og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Nú við upphaf nýs árs er engin ástæða til annars en líta með bjartsýni til fram- tíðarinnar. Við skulum gefa okkur sjálfum það heit að á nýju ári verði framtakssemi fólksins í landinu virkjuð. Með því að leysa úr læðingi krafta einstaklinganna mun næsta framfaraskeið hefjast. En til þess þarf nýja stjórn, - nýja stefnu. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs með ósk um velfarnað á komandi ári. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstœðisflokksins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.