Fréttablaðið - 31.12.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 31.12.2011, Síða 64
52 FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2011 LAUCARDACUR mennmq mennmg@frettabladid.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU býður (dag upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðahljómar við áramót. Þetta er í 19. sinn sem félagið býður upp á tónleika klukkan fimm á gamlársdag. Fram koma Ifkt og undanfarin átján ár Ásgeir Hermann Steingrfms- son, Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Áskelsson en sérstakir gestir eru Einar St. Jónson og Eggert Pálsson. Danslist ★★★ On Misunderstanding Höfundur: Margrét Bjarnadóttir. Dansarar: Margrét Bjamadóttir, Saga Sigurðardóttir og Dani Brown. Búningar og leikmyna: Elín Hansdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsið Ekki er allt sem sýnist f dansverkinu On Misunderstanding, leikur Margrét Bjarnadóttir sér á skemmtilegan hátt með fyrirbærið misskilning. Það sem áhorfendur sjá og heyra er ekki allt sem sýnist, allt fer það eftir sjónarhorni. Verkið einkennist af afslappaðri stemningu í ætt við mínimalisma póstmódern dansara sjöunda áratugarins þar sem danshöfundar lögðu áherslu á hið hversdags- lega í eðli og framsetningu hreyfinga og nálægð við áhorfandann. Dansararnir þrír spjalla um ýmis áhugaverð málefni sam- hliða því að þær hreyfa sig eða gera ýmsar kúnstir með speglum í mismunandi stærð og lögun. Gert er í því að mynda glufur í fjórða vegginn sem skilur að sýnendur og áhorfendur og á stundum er eins og áhorfandinn sé staddur í boði en ekki á danssýningu. Þannig nota þær eigin nöfn í samtölum og framkoma dansaranna þegar þær voru að breyta sviðsmyndinni inni í verkinu var þannig að þær hefðu rétt eins getað verið sviðsmenn að störfum I hléi eins og atvinnudansarar að sýna. Þessi leið til að koma boðskap á framfæri er sjarmerandi og gekk vel upp nema í örfá skipti að rof sköpuðust í framvindu sýningarinnar. í verkinu leika dansararnir sér með talað mál, sjónræna möguleika spegilmynda, dans og hreyfingu. Allt gera þær þetta á faglegan hátt og sýna bæði gott vald á rödd og hreyfingum. Sköpun þeirra á karakterum var líka stórsniðug. Textinn er lúmskt fyndinn og prýðilega saminn og hreyfingarnar bera þess vitni að dansararnir kunna sitt fag, því rétt eins og Ijóðskáld leikur sér að orðum léku dansararnir sér með hreyfingar á Ijóðrænan hátt. Þó að unnið sé samhlíða með hreyfingar og talað mál í dansverkinu er ekki endilega samræmi á milli athafnanna sem áhorfendur verða vitni að og samtalanna sem eiga sér stað á sama tíma. Þessi tvílaga framsetning er ótrúlega áhugaverð og gefur bæði athöfnum og orðum aukna vídd. Speglarnir höfðu mikilvægu hlutverki að gegna í dansverkinu. Þeir voru notaðir til að skapa tilfinningu fyrir þyngdarleysi í hreyfingum og til að afbyggja sýn okkar á líkamann. Leikurinn með speglana var í grundvallar- atriðum snilld en krefst mikillar nákvæmni í framsetningu. Uppbygging verksins er brotakennd þó að ákveðin stef tengi það saman. Atriðin eru ólík, sem er sumpart mjög skemmtilegt en það gerir líka að verkum að það má spyrja sig hvort verið sé að steypa efni í nokkur verk saman í eitt. Sýningin hélt þó sjó sem skemmtileg heild. Umgjörðin um sýninguna var í lagi. Gestaþrautin var nýtt á áhugaverðan hátt og gulu tjöldin í bakgrunninn og jogging-gallarnir náðu algjörlega hversdagsstemmingu sjöunda áratugarins. Verkið var í heild áhugavert og kætti áhorfendur með frumleik og upp- átektarsemi. Sesselja C. Magnúsdóttir Niðurstaða: Hugmyndaríkt og skemmtilegt verk. Hj álpræðishermn þakkar allan stuðning og velvild á liðnu ári og óskar öllum blessunar á nýja árinu. Defldarstjórar Islands og Færeyja Paul WiIIiam og Margaret Marti Almenn Fjögurra vikna inngangsnámskeið í hugrænni atferlis- meðferð við kvíða er að hefjast við Kvíðameðferðarstöð- ina. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri leiðir til að draga úr áhyggjum, sporna við neikvæðum hugsunum og takast á við kvíðvænlegar aðstæður á markvissan hátt. Námskeiðið hefst 9. janúar nk. og verður á mánudags- eftirmiðdögum frá 16-18. Skráning ferfram á kms@kms.is eða í síma 5340110 en verð námskeiðs er 20.000 krónur. Nánari upplýsingar má finna á: www.kms.is. FRÁ FRANKFURT Arnaldur Indriðason hélt opnunarræðu á Bókamessunni í Frankfurt í október þar sem (sland var heiðursgestur. mvnd/lArus karl ingason MESSU(F)ÁRIÐ BERGSTEINN SIGURÐSSON fer yfir bókmenntaárið Fljótt á litið virðist árið sem er að líða hafa verið eitt það blómlegasta í seinni tíð fyrir íslenskar bókmennt- ir, þar sem Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaunin Norðurlandaráðs og ísland var í heiðursessi á bóka- messunni í Frankfurt. Punkturinn var settur á bókaárið í janúar þegar Blóðhófnir Gerð- ar Kristnýjar hlaut verðskuldað íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta en Helgi Hallgrímsson fyrir stórvirkið Sveppabókina. Það þurfti því ekki að koma á óvart að Blóðhófnir skyldi vera tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2012 fyrir íslands hönd ásamt Svari við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birg- isson. Af einstökum höfundum, og að öðrum ólöstuðum, var 2011 ár Gyrðis Elíassonar. Tilkynnt var í apríl, skömmu eftir að Gyrðir fagnaði fimmtugsafmæli, að hann hlyti Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár, fyrstur íslendinga í hálfan annan áratug. Hann veitti verðlaununum viðtöku. Að auki komu út tvær þýðingar úr ranni Gyrðis, ljóðasafnið Tunglið braust inn í húsið og skáldsagan Hvern- ig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel. Nokkrir höfundar kvöddu á árinu. Hallberg Hallmundsson, einn afkastamesti ljóðaþýðandi landsins, féll frá í febrúar, Thor Vilhjálmsson, einn mikilmetnasti rithöfundur íslands á 20. öld, andaðist í mars, og Erlingur E. Halldórsson, sem hlaut íslensku þýðingarverðlaunin í apríl fyrir þýðingu sína á Guðdómlega gleði- Íeiknum eftir Dante, lést í október. „Út vil ek" íslenskir rithöfundar áttu þónokk- urri velgengni að fagna utan land- steinanna. Fremstur í flokki er Arnaldur Indriðason en á árinu höfðu bækur hans selst í 6,5 millj- ónum eintaka erlendis. Þá sló bók Auðar Övu Aðalsteinsdóttur, Afleggjarinn, í gegn í Frakklandi og hafði þegar síðast spurðist selst í um hundrað þúsund eintökum þar í landi. Bókmenntahátíð í Reykjavík var haldin hátíðleg í haust. Hópur erlendra rithöfunda sótti ísland heim, þeirra nafntogaðastur var sjálfsagt Nóbelsverðlaunahafinn Herta Miiller, sem setti hátíðina með mergjaðri opnunarræðu. Útgefendur og rithöfundar geystust til Þýskalands í október á Bókamessuna í Frankfurt þar sem ísland skipaði heiðurssess. Var það mál manna að hátíðin hefði tekist einkar vel upp. Yfir 200 titlar voru þýddir á þýsku í tilefni messunnar, en enn eiga áhrif messunnar eftir að koma fyllilega í ljós. Hugsanlega má rekja til hennar að einhverju leyti hversu óvenjumörg gæðaverk komu út á íslenskum bókamark- aði í ár og bera til dæmis bækur Hallgríms Helgasonar og Stein- unnar Sigurðardóttur báðar með sér að hafa verið skrifaðar fyrir hinn stóra heimsmarkað, frekar en til heimabrúks. Konan við 1000° eftir Hallgrím kom meira að segja út á þýsku áður en hún kom út á íslensku. Verðlaun, Ijóð og þýðingar Annað árið í röð eru tilnefning- arnar til íslensku bókmenntaverð- launanna tiltölulega óumdeildar, þótt nefna megi mörg verk til við- bótar sem verðskulda að vera á þeim lista. Jón Kalman Stefáns- son hlýtur að teljast sigurstrang- legastur fyrir Hjarta mannsins, lokakaflann í tilkomumiklum þrí- leik í Plássinu fyrir vestan. Ljóðaunnendur fengu ýmis- legt fyrir sinn snúð á árinu, þótt ljóðabækur hafi verið fjarri góðu gamni á tilnefningalistabók- menntaverðlaunanna. Ljóðskáld á borð við Þorstein frá Hamri, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Sindra Freysson, Anton Helga Jónsson og fleiri sendu frá sér firnasterk verk, svo fáein dæmi séu tekin. Vert er að hrósa forlag- inu Uppheimum sérstaklega fyrir þá rækt sem það hefur lagt við útgáfu á ljóðabókum. Af þýddum bókum kemur enn langsamlega mest út af glæpa- sögum en ýmsir bitastæðar fag- urbókmenntir komu einnig út á árinu, svo sem áðurnefndar þýð- ingar Gyrðis, Frönsk svíta eftir Iréne Némirovsky, Andasláttur Hertu Múller, Fásinna eftir Hora- cio Castellanos Moya og síðast en MIKLA ekki síst Gamlinginn sem skreið út um gluggann eftir Jonas Jonas- son, sem náði fádæma vinsældum. Ekki verður heldur hjá komist að nefna Regnskógabeltið rauna- mædda eftir Claude Lévi-Strauss, en þýðing Péturs Gunnarssonar er sannkallað þrekvirki. Hræringar á sölulistum Annars dró til tíðinda í baráttunni um toppsætið á sölulistum. Undan- farinn áratug hefur Arnaldur Indriðason verið nær einráður í toppsæti metsölulistans. í ár blönduðu tvær aðrar bækur sér í baráttunni um toppsætið við Einvígið, það er Gamlinginn og Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur, sem stóð uppi sem mest selda bók ársins. Stóru tíðindin í þessu eru hins vegar þau að þrjár bækur hafi selst í kringum 20 þúsund eintökum á einni vertíð, sem hefði verið ómögulegt fyrir áratug. Annars verður spennandi að sjá hvaða stefnu Arnaldur tekur í næstu bók sinni; enn er ekki útséð hver örlög Erlends rannsóknarlög- reglumanns urðu í Furðuströnd- um en mögulega hefur Arnaldur verið að leggja drögin að uppruna- sögu rannsóknarmannsins í Ein- víginu, sem væri óneitanlega mjög áhugaverð þróun. Árið fram undan Það er vinsælt að reyna að greina megindrætti hvers bókaflóðs. Kannski eru slíkar æfingar betur til þess fallnar að bregða ljósi á með hvaða hugarfari bækur eru lesnar á hverjum tíma en skrif- aðar. Hvað sem því líður færir Auður Aðalsteinsdóttir sann- færandi rök fyrir því í nýjasta tölublaði Spássíunnar að eftir- hrunssamfélagið sé áleitið efni í jólabókum ársins og margir höf- undar noti hrunið fil að líta upp úr feninu og leita að nýjum möguleik- um. Það verður spennandi að sjá hvert sú leit leiði. Eftir messu(f)árið mikla er hugsanlegt að það verði ákveðið spennufall á bókamarkaði á næsta ári. Miðað við hversu mörg af „stóru nöfnunum" úr rithöfunda- stétt gáfu út bók í ár er viðbúið að það verði meira svigrúm fyrir yngri höfunda og minna þekkta til að athafna sig á bókamarkaði á komandi ári. Þá á rafbókavæðing- in líklega eftir að setja mark sitt á bókamarkaðinn og verður fróð- legt að fylgjast með þeirri þróun. í öllu falli eru spennandi tímar fram undan.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.