Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 73

Fréttablaðið - 31.12.2011, Side 73
LAUGARPAGUR 31. desember 2011 AARON RODGERS Átti frábært ár með Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. PENINGAPRESSA Fernando Torres og David Luiz voru keyptir fyrir stórfé en áttu erfitt fyrsta ár hjá Chelsea. VIÐBURÐARÍKTÁR Tryggvi Guðmunds- son lenti í ýmsum skakkaföllum í sumar en tókst samt að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. fréttablaðið/hac CAROLINE WOZNIACKI Endaði árið í efsta sæti heimslistans í tennis og sem hluti af heitasta íþróttapari heims með kylfingnum Rory Mcllroy. sport 61 ÁTTA ÁRA BIÐ Á ENDA KR varð íslandsmeistari karla i fótbolta I fyrsta sinn siðan 2003 og tók líka bikarinn. Kjartan Henry Finnbogason, markahæsti leikmaður liðsins, með íslandsbikarinn. fréttablaðib/danIel HEIÐAR HELGUSON HEITUR Skoraði 13 mörk í b-deildinni og hjálpaði QPR að komast upp og hélt sfðan áfram að raða inn mörkum þegar hann fékk tækifærið í ensku úrvalsdeildinni. Búinn að skora 7 mörk í fyrstu 12 leikjunum. LIONEL MESSI Besti knattspyrnumaður heims varð enn betri á árinu og vann fimm titla með Barcelona. CARLOS TEVEZ Fyrstur hjá Manchester City til að lyfta bikar í 35 ár I maí en neitaði síðan að fara inn á I september. KOLBEINN SIGPÓRSSON Átti frábært ár sem endaði ekki vel. Skoraði 11 mörk fyrir AZ Alkmaar á árinu, þar á meðal 5 I einum leik á móti WV-Venlo og skoraði siðan 5 mörk í 8 leikjum með Ajax sem keypti hann í sumar. Fótbrotnaði í októberbyrjun. 19 Manchester United sló met Liverpool og varð Englandsmeistari í 19. sinn. Paul Scholes, Alex Ferguson og Ryan Giggs voru ekki að handleika bikarinn í fyrsta sinn. SÓTTUR TIL SVÍÞJÓÐAR Svíinn Lars Lagerback var ráðinn sem A-landsliðsþjálfari karla og það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi. fréttablaðið/vilhelm \„j>. >»***£, 6. SÆTI f SVÍÞJÓÐ Björgvin Páll Gústavsson og félagar I handboltalandsliðinu náðu 6. sæti á HM í Svlþjóð þrátt fyrir að tapa síðustu 4 leikjum sínum. fréttablabib/valli fSLENDINGALIÐID ÓSTÖÐVANDI Kiel vann 18 fyrstu leikina á nýju tímabili og setti met. Alfreð Glslason og Aron Pálmarsson höfðu yfir nógu að fagna. ÓVÆNT Japan varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í sumar. LOKSINS Dirk Nowitzki og Dallas Mave- ricks urðu NBA-meistarar I fyrsta sinn. ELSKAR ATHYGLINA Usain Bolt kann að leika sér fyrir framan myndavélarnar. Hann klúðraði 100 metra hlaupinu á HM I frjálsum en vann 200 metrana af öryggi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.