Heimilisritið - 01.08.1943, Side 11

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 11
Strax næsta dag hringdi hann til hennar og sagði, að hann mætti til með að tala við hana svo fljótt sem auðið væri. Hún þorði ekki að láta hann koma, svo að hún mælti sér mót við hann á járnbrautarstöð í út- hverfi borgarinnar. Þar gat hún treyst því, að enginn kunnugur ræk- ist á þau. Augsýnilega hafði hann komist á snoðir um eitthvað, fyrst honum lá svona á að ná tali af henni. Og ósjálfrátt varð hún gripin þeirri undarlegu ósk, að hún mætti lifa síðu^tu þrjú árin aftur með Leon. Hún hitti Jones' á tilsettum stað og stundu. Þessi litli og þrekni mað- ur var í óþarflega áberandi fötum. Hann hóf mál sitt formálalaust, um leið og þau gátu talað saman, án þess að nokkur heyrði. „Ég verð að leyfa mér að segja það, að konur nú á tímum hafa ekki alltaf hugmynd um, hvað þær eiga góða daga!“ „Afsakið, að ég skil ekki hvað þér eigið við“. svaraði Margaret þurr- lega. „Nei það er einmitt....þér skilj- ið ekki. Ég sagði við sjálfan mig — þarna er duglegur og góður mað- ur giftur, viðkunnanlegri og góðri konu — og hvernig er svo hjóna- x band þeirra? Gersamlega í hundun- um af því að hún skilur ekki . .. . “ Jones tók vindilinn út úr sér eins og hann ætlaði að skjóta hana með honum. „Frú Winston! Hafið þér ekki heyrt getið um bilaverksmiðju, sem fyrir nokkrum árum síðan fór að framleiða litla og ódýra, en þó sterka bíla, sem kallaðir' eru „Marga?“ „Ég sé ekki að það komi þessu máli nokkuð við“, svaraði Margaret. „Nei, það sjáið þér auðvitað ekki. En það er nú einmitt stórt atriði í málinu. Bílaframleiðandinn er eng- inn annar en maðurinn yðar. Hann hefur stjórnað v^rksmiðjunni, og það er það, sem hann er önnura kafinn við, þegar hann er í London. Bílarnir hafa selzt mjög vel, en Winston hirðir sjálfur ekki ágóð- ann, heldur lætur hann renna ó- skertan til starfsfólksins. Og hann hefur veitt hundruðum manna at- vinnu, sem hafa verið atvinnulausir svo árum skipti.“ Hún hló kuldalega. „Þér hafið rakið ranga slóð, góði maður. Maðurinn mmn hefur ekki gert ærlegt handtak um ævina“. „Hvað þekkið þér manninn yðar?“ spurði Jones. ,,Ef þér hefðuð hug- mynd um, hvernig hann er í raun og veru, þá hefðuð þér aldrei leit- að til mín!“ Hann bjóst til farar. „Farið þér heim og spyrjið hann sjálfan", sagði hann. Hann gekk af stað, en kallaði svo um öxl sér: ,.Ég vil ekkert skipta mér frekar af þessu. Ég njósna ekki um íólk, sem hefur gert eins mikið fyrir meðbræður sína og Winston. Verið þér sælar!“ Hún varð móðguð — að þessi ná- ungi skyldi leyfa sér að fetta fing- ur út í framkomu hennar og vanda um við hana. —- En samt var hún einkennilega létt í skapi og fegin, HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.