Heimilisritið - 01.08.1943, Page 14

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 14
ina, breyttist framknúningsorka hans skyndilega í hita, og hann sprakk með þvílíkum feikna hávaða. að hans varð vart um alla Mið-Asíu, jafnvel heyrðist ómurinn alla leið til Norður-Noregs, sem er í 4000 km. fjarlægð frá þeim stað, sem hnött- urinn sprakk. Skammt fyrir austan Kausk, sem er 650 km. frá staðnum, var bresturinn svo mikill, að lestar- stjóri nokkur stöðvaði járnbrautar- lest sina, af því að hann hélt, að sprenging hefði orðið í eimlestinni. Og 100 km. sunnar en Kausk, duttu menn og skepnur kylliflatar af loftöldunni, sem sprengingin orsak- aði. . Nokkrir hirðingjar höfðu slegið upp tjaldbúðum eigi alífjarri staðn- um, sem vígahnötturinn hafði komið niður, en annars var engin byggð nálægt. Flestir hjarðmannanna fór- ust, þegar áreksturinn varð. Að minnsta kosti einn þessara manna komst þó lífs af, þótt hann missti heyrnina og yrði veikur í langan tíma á eftir. Tjald hans, sem hafði verið reist á óbyggðu skóglendi, 35 km. fyrir norðan Vanovara, rifnaði í smátætlur og hreindýrin dreifðust út um hvippinn og hvappinn. Hinn aldagamli frumskógur í kringum tjaldstæðið rifnaði upp með rótum á fjölda ferkílómetra svæði. svo að maður getur gert sér í hugarlund, hve sprengingin hefur verið ægileg. NÓTTINA MILLI 1. OG 2. JÚLÍ 1908 sáust á himni yfir allri Vestur- Síberíu, Rússlandi og Norðvestur- Evrópu, skrautleg leifturský, sem voru svo björt, að jafnvel í Mið- Evrópu var bjart alla nóttina eins og um dag væri. Þessi stórfenglegu ský voru nálega 80 km. yfir jörð og fóru með 115 m. hraða á sekúndu. Þetta gefur vísbendingu um það, að í þeirri hæð fylgist loftið aðeins að hálfu' með snúningi jarðar, því að á 60 breiddarbaug snýst jörðin með 230 m. hraða á sekúndu. Árið 1908 álitu margir stjörnu- fræðingar og vísindamenn, að hin fjarlægu og leiftrandi næturský væru rykagnir, sem kastazt hefðu upp í háloftin af völdum eldgosa, og þar sem skuggi jarðhnattarins næði þeim eigi í slíkri hæð, gæti sólarljósið endurspeglazt í rykskýj- unum á þann hluta jarðarinnar, sem næturmyrkvaður væri. Kunnugt er líka um hin björtu næturský, eft- ir eldgosið mikla frá eldfjallinu Krakatau i Austur-Indíum 26. ágúst 1883. Það var því mjög eðlilegt, að vísindamennirnir álitu björtu næt- urskýin 30. júní 1908 stafa af eldgos- um, en þeim til mikillar undrunar fréttist ekki um neitt eldgos á þessu tímabili. Nú vitum við hinsvegar. að utanjarðarryk getur haft sömu af- leiðingar, þegar það fellur niður í gufuhvolfið frá vígahnöttum, en það var mönnum ókunnugt um þá. Hinn 30. júní 1908 var ennfremur sérkennilegur vegna annarra jarð- eðlisfræðilegra fyrirbrigða. Þannig skráðu margir loftmælar. víðsvegar um jörðina nokkrar ölduhreyfingar í loftþrýstingnum, sem einkum voru gerðar að áköfu deilu- og umræðu- efni á Englandi, án þess að menn gætu þá fundið sennilegar skýring- 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.