Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 21

Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 21
1 fyrstu lotu unnu Anne Brown —Douglas, að því er virtist auð- veldlega með 6 gegn 1. — Aðra lotu vann Angus—Hislop með 6 gegn 3. Möguleikarnir voru jafn- ir á báða bóga, og jafnvel hinir reyndustu og glöggustu tennis- leikarar voru í vafa um, hvern- ig leiknum lyki. Þriðja lota var fádæma lang- vinn. Hvað ef-tir annað horfði sigurvænlega fyrir Anne Brown —Douglas .... en þegar minnst varði höfou þau misst undirtök- in og Angus—Hislop virtust hafa töglin og hagldirnar. — Þannig skiptust á skin og skúrir, þar til 3 voru gegn 8. En þá kom líka úrskurðurinn. Með því að fram- fylgja ýtrustu viljaorku tókst Peggy Angus og Hislop að vinna tvö næstu stig og sigra þar með lotuna með 10 gegn 8. — Keppn- inni var lokið. — Bikarinn unn- inn. Engin takmörk voru sett fyrir fagnaðarópum áhorfendaskarans. — En Peggy komst ekki út af leikvellinum — hún féll í öngvit. I einu vettfangi var Hislop kominn þar sem hún lá og bar hana inn í vallarhúsið. Hann dreypti á hana vatni og áður en langur tími var liðinn hafði hún opnað augun. „Mér líður vel núna“, hvislaði hún. „Lofið mér að fara“. „Þér hefðuð ekki átt að spila, fyrat þér voruð lasnar“, sagði Hislop. „Ég þakka“, svaraði hún. „Þér hefðuð líklega hugsað vinsamlega til mín, ef ég hefði tilkynnt veik- indaforföll“. HISLOP læknir gekk inn í sjúkrahúsið. Hann gat ekki gleymt hinu föla og veiklulega andliti Peggys. Yfirhjúkrunarkonan kom á móti honum. „Hafið þér ekki orðið var við Peggy Angus ?“ sagoi hún kvíða- full. „Ég? Hvað eigið þér við?“ „Ég var búinn að skipa henni í rúmið, en nú finnst hún hvergi U „Finnst hvergi? Hvaða vitleysa er þefta? Við vorum að ljúka við að spila saman úrslitaleikinn á tennismótinu“. „Það getur ekki verið! Drott- inn minn! Og ég sem bað hana eins og guð mér til hjálpar að reyna ekki á hendina á sér“. „Hvað meinið þér?“ „Nú, hafið þér ekki heyrt. það?“ . „Heyrt hvað?“ „Það sem kom fyrir í gær?“ „Nei!“ „Sjúklingurinn á nr. 13 velti flösku með saltsýru yfir hend- ina á henni .... “ „Hvað scgið þér???“ „Já, .... og í morgun gat hún varla haldið á tebollanum“. Hislop brá. Það var þetta sem hún kallaöi ,.blöðrur“! Og þetta var ástæðan fyrir yfirliði henn- ar. Hún hafði lcynt hann slysinu, HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.