Heimilisritið - 01.08.1943, Side 28
Gat það verið, að Dorothy væri
þannig stúlka, að hún áliti það ó-
fyrirgefanlega ósvífni, ef maður
mundi það daginn eftir, að hún hefði
sýnt — dálítil blíðuhót? Hann gat
ekki trúað því, að hún væri ein af
þeirri tegund. En hver var þá ástæð-
an fyrir þessari kuldalegu fram-
komu hennar? I fyrsta sinn um æv-
ina, var Bob gjörsamlega örvinglað-
ur. Dorothy var orðin honum svo
hjartfólgin, að hann hafði næstum
því gleymt þeim hörmungum, sem
myndu dynja yfir hann í New York,
þegar hann missti aleigu sína, og
Bishop stæði með pálmann í hönd-
unum. Hann hafði tapað bæði í spil-
um og ást.
Líklega væri happasælast að
stökkva fyrir borð. þá yrði maður
laus við. . . .“
„Maður fyrir borð“, heyrðist hróp-
að skyndilega. Einni sekúndu síðar
var merki gefið í vélarúminu og áð-
ur en varði hömuðust hinar fjóru
skrúfur risaskipsins í gagnstæða
átt og smátt og smátt tók skipið að
hægja á sér, þar til það að lokum
skreið aftur á bak, þangað, sem
mannshöfuð sást á sjávarfletinum.
Hásetar hlupu fram hjá hópum
af æstum farþegum. Konur hljóðuðu
og voru náfölar af skelfingu.
Bishop hljóp um, baðaði út hönd-
unum og hrópaði:
„Eruð þið vitlausir? Þið megið
ekki stöðva skipið!“
Björgunarbátur var settur út skip-
aður sex mönnum. Áður en hann
hafði snert hafflötinn var utanborðs-
mótor hans kominn í gang. Þegar
hann brunaði frá skipinu, var Bishop
búinn að hafa upp á skipstjóranum
sem stóð á stjórnpallinum —.
„Skipstjóri! Eg krefst þess, að
skipið haldi áfram. Hver mínúta er
dýrmæt. — Ef við verðum ekki kom-
in inn i höfn í New York klukkan
tólf, tapa ég þrjú hundruð þúsund
dollurum!“
„Þér verðið að fara af stjórnpall-
inum“, sagði skipstjórinn, án þess
að taka sjónaukann frá augunum.
„Eg krefst. . .“
„Farið strax af stjórnpallinum —
með góðu eða illu“.
Bishop bölvaði, en fór.
„Þér verðið látnir sæta ábyrgð
fyrir þetta, skipstjóri“, hrópaði hann
og skók hnefana í áttina til skip-
stjórans.
Skipið tafðist í rúma klukkustund
við björgunina. Það var erfitt fvrir
björgunarmennina að ná í þann,
sem dottið háfði fyrir borð, því að
hann sökk venjulega, þegar bátur
þeirra nálgaðist, og skaut svo aftur
upp á ólíklegustu stöðum. eins og
straumar væru þarna miklir.
Bob skipti sér ekki af þessu,
heldur fór hann inn í káetu sina og
tók að ganga frá farangri sínum.
Hann fann, að skipið hélt brátt á-
fram aftur. og svo að það hægði
á sér. Þá hlaut það að vera komið
inn i höfnina. Hann hlakkaði sízt af
öllu til þess að ganga í land, því að
þá átti hann von á því, að dagar
hans sem sæmilega efnaðs og sjálf-
stæðs kaupsýslumanns væru á enda.
Hans beið þar naumast annað en
gjaldþrotið.
26
HEIMILISRITIÐ