Heimilisritið - 01.08.1943, Page 30

Heimilisritið - 01.08.1943, Page 30
VASABÓKIN AMEÐAN árshreingerning fer fram í kínverskum muster- um eru guðalíkneskin vandlega hjúpuð, til þess að guðirnir verði ekki gramir, ef slælega er unn- ið. f x\ HÆGT er að draga 52 km. langa línu með venjulegum blýanti, áður en hann er eyddur. Það er álíka vegalengd og frá Reykjavík til Þingvalla. TÓBAKSJURTIN heitir á máli vísindamanna Nicotiana. Or- sökin fyrir nafninu er þessi: Árið-1560 flutti franski sendi- herrann í Lissabon, Jean Nicot, dálitið tóbak með sér frá Portú- gal til hirðarinnar í París. Ka.tharinu drottningu þótti prýðilegt að taka það í nefið, og í þakklætisskyni við Nicot fyrir að hafa innleitt þetta nautnameð- al, var það nefnt eftir honum. EINHVER einkennilegasti rétt- ur, sem borinn hefur verið á borð fyrir nokkurn mann, var framreiddur fáeinum vísinda- mönnum í París fyrir nokkrum árum, Það var mammútasteik, af mammút, sem drepist hafði fyrir 20 000 árum. Svo var mál með vexti, að nokkrir landkönnuðir höfðu nokkru áður fundið skrokk af mammút, sem legið hafði í ís á túndrum Siberíu allan 'þennan tíma og var algerlega óskemmd- ur. Náttúrugripasafnið fékk grip- inn. Það fylgir sögunni, að kjötið hefði verið safarikt og bragð- gott en dálítið seigt! HOSDÝRIN okkar eru yfirleitt ekki langlíf. Sjaldgæft er að kettir verði yfir'15 ára gaml- ir, svín 30 ára, kindur 10 ára, kýr 15 ára og hundar 12 ára, en þó mun þekkjast að þeir verði 15 og jafnvel 20 ára gamlir. LENGI hefur vofað yfir að hæsti tindur Gíbraltarham- arsins myndi hrynja. Til þess að fyrirbyggja það hafa yfirvöld- in þar fjötrað hamrabelti þessi i jötunefldar járnkeðjur, sem halda nú hinum ógnþrungnu klettum á sínum gamla stað. SPÁNN er eins og flestum er kunnugt mjög þurrveðra- samur,*enda er vín þar víðast ó- dýrara til drykkjar en vatn. Tal- ið er að hver Spánverji drekki að meðaltali 90 lítra af víni á ári. Til samanburðar má geta þess, að í Danmörku drekkur hver mað- ur 1,5 lítra af víni að meðaltali á á.ri. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.