Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 42

Heimilisritið - 01.08.1943, Síða 42
kreppti hnefana svo að neglum- ar gengu inn í holdið. Blóðið ólgaði í æðum hennar og hver taug titraði. Ósjálfrátt réri hún fram í hvert skipti, sem sá rauð- hærði kom höggi á Jim. Hún brosti og fann öldur ó- heftrar illsku skella yfir sig. Hún dró skyndilega taum rauð- hærða hnefaleikarans, af öllum sálarkröftum. ,,Sláðu hann!” hugsaði hún. „Sláðu hann niður! Malaðu hann! Svona, já! Gefðu honum eitt til — og svo! Berðu ótiglega á kjálkabeinið .... og svo — í gólfið”. Henni fannst eins og hún stæði sjálf í hringnum og fyndi hnefa sjálfs sín slá Jim aftur og aft- ur. Slá þetta fallega andlit og brjóst ótal sinnum, svo að það varð óþekkjanlegt — merja sundur vöðva 'hans — traðka á brjósti hans, unz hið svikula hjarta hans sást og valt niður á gólf — slá hann svo,'að hann stæði ekki upp aftur. Allt í einu og óvænt féll Jim á gólfið -— höfuðið skall harka- lega á gólffjafimar — likami hans tók nokkra kippi á gólfinu og lá svo grafkyrr. ,,Já, hver skollinn”, hrópaði Gordon. „Hver skyldi hafa trúað þessu”. 1 eyrurp Gerda hljómuðu hinir fegurstu sigursöngvar og hún haillaði sér þögul aftur á bak með brosi á vörum. „Mér þykir þú vera köld og áikveðin”, sagði Williams. „Að siðuð stúlka eins og þú skulir öskra: „sláðu hann niður“, og „dreptu hann”, eins og villt hýena. Það er engu likara en þú hafir ætlað að láta henda okkur út”. Öll ljósin í salnum voru kveikt og Gerda sá rauðhærða hnefa- leikarann borinn á gullstól í burtu. Þau vom góða stund að ryðja sér braut gegnum mann- þyrpinguna að leigubíl. Bæði hit- inn og áhrif vínsins voru gufuð burt. Gordon hélt utan um hana og henni stóð alveg á sama — hún varð þunglynd og magniít- il. Það einai, sem hún þráði, var. að komast heim hið fyrsta, til þess að fela sjg og gleyma, gleyma því að hún hafði nokk- urntíma lifað. „Jæja”, sagði Gordon háðs- lega. „Ég vona að þér hafi þótt gaman að því að sjá tvífara Jims fá makleg málagjöld”. „Þegiðu”, æpti hún. „Eins og þú vilt”, sagði hann móðgaður og dró að sér hand- legginn. Þeir buðu henni meira vín og héldu því fram, að það væri helber vitleysa að fara heim svona snemma. Gordon gleymdi fljótlega móðguninni og tók hönd hennar, og hvíslaði að henni um leið, að þau gætu vel losnað við Williams. Hún lét þá aka sér heim og kvaddi þá í bílnum fremur kuldalegj.. Og aftur lá hún í rúmi sínu 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.