Heimilisritið - 01.08.1943, Side 45

Heimilisritið - 01.08.1943, Side 45
Ástalífið í Hollywood Grein þessi er lauslega þýdd úr Photoplay. Höfund- urinn nefnist Fearless og skrifar míkið um lífið í Hollywood. Hann fullyrðir hér að kvikmyndadísim- ar skorti mjög ástir og hamingju, þótt ótrúlegt kunni að virðast. NORMA SHEARER giftist ný- lega ungum skíðakennara, Mart- in Arrougé, að nafni. Þau' kynntust í Sun Valley, sem er fjölsóttur skemmtis-taður skiða- og skautamanna. Martin er aðeins tuttugu og sjö ára gamall, fæddur í Utha og er af góðu fólki kominn. Hann var þarna gestkomandi, en hafði þó í huga að fá afvinnu við skíða- kennslu. Norma á tvö börn, og þótt Martin sé fremur óframfærin, at- vikaðist það svo, að haim sýndi börnum hennar hina mestu blíðu og umhyggju. Það var orsökin til þess, að þau Norma kynntust. — Annars hefur það sennilega sleg- ið hana sjálfa, eins og alla aðra í Hollywood, hversu mjög hann líktist manninum hennar heitn- um, Irving Thalberg. „Ég hef verið ekkja í sex ár, og á þessum árum hef ég eytt alltof mörgum stundum í ein- stæðingsskap. Martin elskar lík* börnin min og ég elska hana innilega“. Hollywood hefur stundum ver- ið nefnd borg einmana fólks og þessi orð Normu Shearer benda í þá átt, að það sé ekki rangnefni. Líklega eru leikararnir í Holly- wood óhamingjusamari i ástum, en fólk í nokkurri annarri borg. Kvöld eftir kvöld sitja fegurðar- dísirnar, sem hver venjulegur maður vildi gefa ár af ævi sinni fyrir að kynnast, og bíða eftir því að síminn hringi. Nýlega upp- lýsti fræg glóhærð stjarna, að hún hefði ekki haft stefnumót við karlmann í þrjár vikur. Hvernig vOcur þessu við? Á- stæðan er blátt áfram sú, að það er engu líkara en frægðin reisi leikurunum skorður gegn algengu mannlegu líferni. Kvikmynda- stjörnurnar er\i svo ákafar í bar- áttu sinni til fjár og frama, að þegar þær loks hafa tækifæri til HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.